Hugur - 01.01.2007, Side 205
Milli Guðs ogjjöldans
203
þegar þeir gætu hugsanlega bætt það.“210 í útlistun Róberts á skrifum Thoreaus
um fátækt fer þessi fyrirvari þó forgörðum. Sjálfur spyr Thoreau í Walden:
En hvernig farnast fátæka minnihlutanum? [...] Munaður einnar stéttar
vegur upp á móti örbirgð annarrar. Oðru megin höllin, hinu megin fá-
tækraheimilið og hinir „þöglu fátæku“. [...] Það væru mistök að halda að
í landi sem hefur öll einkenni siðmenningar sé ókleift að skerða aðstæð-
ur stórs hluta íbúanna þannig að þær séu verri enn hjá villimönnum. [...]
Til að reka augun í þetta þarf ég ekki að leita lengra en að hreysunum
sem ligg'a hvarvetna við járnbrautina, nýjasta ávinning siðmenningar
okkar. Þar sé ég í daglegum gönguferðum mínum mannverur búa í svína-
stíum, með opið upp á gátt allan veturinn til að fá inn ljós [...], og vöxtur
ungra jafnt sem aldinna er saman dreginn eftir langtíma herpingu sök-
um kulda og vosbúðar; vexti lima þeirra og hæfileika er haldið í skefjum.
Það er vitaskuld réttmætt að líta til stéttarinnar sem reist hefur mann-
virkin sem eru kóróna þessarar kynslóðar. Aðstæður þessa fólks eru meira
eða minna þær sömu og gervallra iðnverkamanna á Englandi, þar sem er
að finna mestu vinnubúðir þessa heims.211
Járnbrautin sem byggð var í gegnum Walden-skóg árið 1844 var ekki viðfangsefni
Marx heldur fyrrnefndar stærstu vinnubúðir heims og þeir menn sem unnu þar
eins og þrælar, ekki ósvipað verkamönnunum sem lögðu járnbrautina í Walden:
„I þeim aðstæðum sem blöstu við Marx þegar hann kannaði lífsskilyrði verka-
fólks í iðnaðarsamfélögum á öldinni sem leið, var vinnan þjakandi álag sem
kreppti líkama manna og gerði þeim ókleift að lifa skapandi lífi.“212 Thoreau var
meðvitaður um tilvist þessa hóps en skrif hans í Walden beindust fyrst og fremst
að öðrum, enda einskorðaði Thoreau sig „við þá sem sagðir eru sæmilega vel
stæðir.“213
Handan afarkosta
Afarkostir Róberts Haraldssonar, Walden eða Kommúnistaávarpið, vekja athygli í
ljósi þess að eðlilegra hefði verið að bera manífestó Marx gegn þrælahaldi kapít-
alismans saman við erindi Thoreaus um „Þrælahald í Massachusetts" (1854). I
þessari ræðu, sem Thoreau hélt sama ár og Walden birtist á prenti, styður hann að
skæruhernaði sé beitt í baráttunni gegn þrælahaldi. Með hliðsjón af lífsskilyrðum
öreiganna árið 1848 taldi Marx byltingu réttu lausnina. Ólíkt ræðunni um þræla-
hald beinir Thoreau í Walden athygli sinni að smáborgurum og sjálfsköpuðum
210 Thorcau, Walden, s. 58. Þýðing Róberts H. Haraldssonar, FA 30.
211 Thoreau, Walden, s. 77-78. Meðal annarra transendentalista sem höfðu áhyggjur af aðstæðum verkamanna
á Englandi var Orestes Brownson („The Laboring Classes“, s. 7): „Hvergi í Evrópu virðast okkur aðstæður
verkamannastéttarinnar jafn vonlausar og á Englandi."
212 Vilhjálmur Árnason, „Hið sanna ríki frelsisins. Siðferðisgreining Karls Marx“, Timarit Máls og menningar
1/1997, s. 84-95, s. 93.
213 Ihoreau, Walden, s. 77-78.