Hugur - 01.01.2007, Page 211
Milli Guðs ogjjöldans
209
chusetts finna með orðum Emersons hvernig „hneisa þessara nýju laga smýgur
inn á heimili þeirra og lokar dagsljósið úti“.242
Emerson upphfði þessi siðlausu lög sem tilraun til að þvinga sig og aðra til að
breyta gegn samvisku sinni, þau takmörkuðu athafnafrelsi hans og skylduðu hann
til að stunda þrælaveiðar. Þau rændu Emerson ekki aðeins dagsljósinu heldur
einnig andrúmsloftinu og fegurð náttúrunnar. I ávarpi sem hann hélt í heimabæ
sínum um flóttaþrælalögin segir hann
síðastliðið ár hafa þröngvað okkur öllum inn í stjórnmál, og gert það að
frumskyldu að sækjast eftir því sem annars er skylda að sneiða hjá. Við
eigum erfitt með andardrátt. Það eru óhæfuverk í andrúmsloftinu. Ég
hef orðið fyrir nýrri reynslu. Ég finn til sársauka þegar ég vakna á morgn-
ana og hann endist liðlangan daginn. Uppsprettu þessa sársauka er að
finna í andstyggilegri minningu um þá smán sem fallið hefur á Massa-
chusetts. Hún rænir fegurð landslagsins og sogar sólskinið úr hverri
stund. Ég hef aUa tíð búið í þessu ríki og aldrei orðið fyrir óþægindum af
lögum þess fyrr en nú.243
Undirlægjuháttur flestra dagblaðanna gagnvart flóttaþrælalögunum skyggði
einnig á blaðalestur Emersons: „Eg er meira að segja hættur að geta lesið góðu
fréttirnar í bæjarblaðinu. [...] Þægindin sem hljótast af eignum, húsið og jörðin
sem við búum á, hafa tapað megingildi sínu“, og almennt fannst Emerson flótta-
þrælalögin hafa „dregið úr gildi lífsins".244
I minningarræðu um Thoreau segir Emerson um lærisvein sinn: „hann átti sér
enga fulltrúa í raunverulegum stjórnmálum og var andsnúinn nánast öllum fylk-
ingum endurbótasinna. Samt sem áður vottaði hann andófsmönnum þrælahalds
virðingu sína.“245 Thoreau hafði ekki smekk fyrir samtökum mannvina frekar en
lærimeistarinn. Andstöðu við þrælahald átti hann þó ekki langt að sækja enda
voru móðir hans og systur í hópi stofnenda kvenfélags gegn þrælahaldi í Con-
cord, auk þess sem fjölskyldan hýsti flóttaþræla sem fóru í gegnum Concord á
leið til Kanada. Þann 4. júlí 1854 hélt Thoreau erindið „Þrælahald í Massachus-
etts“ á fagnaði afnámssinna. Tilefnið var að flóttaþrællinn Anthony Burns hafði
verið gripinn í Boston, leiddur fyrir rétt í Massachusetts og sendur aftur í fylgd
hundruða hermanna til þrælahaldara síns John Suttle í Virginíu. Thoreau byrjar á
því að hæða réttarhöldin:
Enn á ný gerist það að dómstóllinn í Boston, krökkur af vopnuðum
mönnum, heldur manni föngnum, réttar yfir honum og athugar hvort
hann sé ekki í raun þrœll. Hvernig getur nokkrum manni dottið í hug að
réttlætið eða Guð bíði ákvörðunar herra [Edwards G.] Loring [dómara]?
242 Emerson, „Address to the Citizens of Concord", s. 63,65.
243 Sama rit, s. 53.
244 Sama rit, s. 54,55.
245 Emerson, „Thoreau", SWE 454-474, hér 459.