Hugur - 01.01.2007, Qupperneq 212
210
Davíð Kristinsson
Með því að sitja þarna og taka ákvörðun í máli sem þegar hefur verið
tekin ákvörðun í fyrir alla eilífð [...] gerir hann sig einfaldlega að fífli.246
Samfélagsrýni Thoreaus er víðar flugbeitt:
Gjörvallur hernaðarmáttur ríkisins stendur í þjónustu herra Suttle,
þrælahaldara frá Virginíu, svo hann megi fanga mann sem hann kallar
eign sína; á sama tíma er ekki einn einasti hermaður sendur til að hindra
mannrán ríkisborgara frá Massachusetts! Er þetta tilgangurinn með öll-
um þessum hermönnum, allri þessari pjálfun, undanfarin sjötíuogníu ár?
Voru þeir þjálfaðir til þess eins að ræna Mexíkó og flytja svarta flótta-
þræla aftur til húsbænda sinna?247
Vandi dómstólsins er að mati Thoreaus eftirfarandi: „Dómararnir og lögfræð-
ingarnir [...] íhuga ekki hvort flóttaþrælalögin séu réttmæt heldur hvort þau
samræmist stjórnarskránni eins og þeir orða það.“248Thoreau viðurkennir hins veg-
ar engin lög sem eru „andsnúin lögmálum Guðs“, þ.e. í andstöðu við „lögmál sem
eru æðri en stjórnarskráin“, hina siðferðilegu, „eilífu og einu réttlátu stjórnarskrá,
sem Hann, og ekki einhver Jefferson eða Adams, hefur rist í þinn innsta kjarna.“249
„Sá er kemur auga á sannleikann hefur hlotið umboð sitt frá æðri máttarvöldum“
en þarf þó ekki yfirnáttúrulega hæfileika til að greina þessi „einföldu sannindi.“2S0
I nafni hinna eilífu laga mun sá er hefúr „ást á sannleikanum" frelsa menn frá
siðleysi og lögleysu jarðneskra yfirvalda: „Lögin munu aldrei frelsa menn; menn-
irnir verða að frelsa lögin. Ástmenn laga og reglu eru þeir sem fara eftir lögunum
þegar ríkisstjórnin brýtur þau.“251
Erindi Thoreaus gefur góða mynd af því hvað það er sem ýtir friðsælum nátt-
úruspekingi og „einbúa“ út í aðgerðastefnu í þrælamálinu. Ástæðurnar sem hann
nefnir minna um margt á fyrrnefnda ræðu Emersons í Concord um flóttaþræla-
lögin. Rúmum þremur árum eftir að lærimeistarinn hélt sína tölu, mælir Thor-
eau:
Ég hafði aldrei borið virðingu fyrir stjórninni, en í einfeldni minni hélt
ég að mér tækist hugsanlega að eiga hér búsetu, sinna mínum málum, og
fást ekki um það. Fyrir mitt leyti verð ég að segja að elstu og verðugustu
iðjur mínar hafa misst aðdráttarafl sitt [...] síðan Massachusetts sendi að
yfirveguðu ráði saklausan mann, Anthony Burns, aftur í þrældóm. [...]
Gefum okkur að þú eigir lítið og myndskreytt bókasafn umvafið garði og
246 Thorcau, „Slavery in Massachusetts", CivilDisobedience and Other Essays, New York: Dover, 1993, s. 20.
247 Sama rit, s. 21. Á öðrum stað hljómar gagnrýni Thoreaus á þrælahald í landi sínu og innrás Bandaríkjamanna í
Mexíkó (1846-48) svo: „þegar sjötti hver íbúi þjóðar, sem hefur tekið að sér að vera athvarf frelsis, er þræll, og
vaðið er yfir heila þjóð með ósanngjörnum hætti og hún undirlögð af erlendum her og látin sæta herlögum, tel
ég ekki ótímabært fyrir heiðarlega menn að gera uppreisn" („Civil Disobedience", s. 389).
248 Sama rit, s. 26-27.
249 Sama rit, s. 26, 27. Svipaðaða afstöðu finnum við hjá Emerson („Self-reliance“, SWE 282): „Héðan í frá er ég
þjónn sannleikans. Hér með kunngeri ég að einu lögin sem ég hlýði héðan í frá eru hin eilífii lög.“
250 Thoreau, „Slavery in Massachusetts", s. 24.
251 Sama rit, s. 23.