Hugur - 01.01.2007, Síða 214
212
Davið Kristinsson
lesti mannsins, hnignun manngæskunnar; hið ilmandi blóm sem úr því
sprettur táknar eilífan tærleika og hugrekki. Af þrælkun og þrældómi
spretta engin velilmandi blóm árlega sem heilla skynfæri manna, því þau
eiga sér ekkert alvöru líf: þau eru aðeins hnignun og dauði, móðgun við
allar heilbrigðar nasir.
Lengi vel veðjaði Thoreau á „friðsamlega byltingu" fólks sem neitaði að hans
fyrirmynd að borga skatta, en hann var handtekinn í júní 1846 fyrir að borga ekki
skatta sem skutu stoðum undir stríðsbrölt ríkisstjórnarinnar. Þegar á leið hvarf
hann hins vegar líkt og Emerson og margir aðrir afnámssinnar frá hinni friðsam-
legu byltingu og lagðist á sveif með skæruhernaði afnámssinnans Johns Brown
(1800-1859). Thoreau kynnti Emerson fyrir Brown vorið 1857 og var honum boðin
gisting hjá Emerson-fjölskyldunni.254 Svo var einnig tveimur árum síðar þegar
Brown kom til Concord og hélt þar ræðu og aflaði íjár, en Emerson tók þátt í
fjáröfluninni. Brown sætti gagnrýni fyrir að hafa drepið óvopnaða fylgjendur
þrælahalds í Kansas í hefndarskyni og ráðist þann 16. október 1859 með tvo tugi
manna á alríkisvopnabúrið í Harpers Ferry í Virginíu í því skyni að vígbúa þræl-
ana.
I „Málsvörn fyrir kaptein John Brown“, sem Thoreau hélt í Concord í október-
lok 1859, sér hann sig knúinn til að verja þennan krossfara sem sagði „nakinn
sannleikann", var „knúinn áfram af æðri hvöt“, „hlýddi margfalt æðri skipun" og
„fórnaði lífi sínu í þágu hinna undirokuðu“.2SS Þessi „maður sannleikans" hefur að
mati Thoreaus „fórnað sér til að gerast bjargvættur fjögurra milljóna manna".256
Brown vann með öðrum orðum það verk sem hann var kallaður til. „Hann viður-
kenndi ekki óréttlát lög manna. [...] Enginn Bandaríkjamaður hefur risið upp
með jafn varanlegum og áhrifaríkum hætti í þágu virðingar fyrir manneðlinu,
meðvitaður um að hann væri maður og jafningi allra ríkisstjórna."257 Frelsari þessi
reis upp gegn ólögmætu valdi:
Þegar yfirvöld beita mætti sínum í þágu óréttlætis, viðhalda þrælahaldi
og taka af lífi frelsara þrælsins, birtast þau sem óheflaður djöfullegur
máttur. [...] Annars vegar harðstjóri sem heldur fjórum milljónum þræla
í fjötrum, hins vegar hetjulegur frelsari þeirra. [...] Hvað eigum við að
halda um yfirvöld sem líta á alla sannarlega hugaða og réttsýna menn
sem fjandmenn, staðsetta mitt á milli stjórnarinnar og þeirra sem hún
undirokar?258
Þegar svo er ástatt er rétdætanlegt og í raun skylda að grípa til neyðarúrræða: „I
þeim málum sem eru mikilvægust allra skiptir engu hvort maður brýtur mannleg
254 G.W. Allcn, Waldo Emerson. /1 Biography, New York: Viking Press, 1981, s. 588.
255 Thorcau, „A Plea for Captain John Brown“, Civil Disobedience and Other Essays, New York: Dover, 1993, s. 34,
37» 40.
256 Sama rit, s. 42,47.
257 Sama rit, s. 40.
258 Sama rit, s. 42-43.