Hugur - 01.01.2007, Síða 219
Milli Guðs ogjjöldans
217
heldur hrein og bein fyrirlitning á þessum þjóðfélagshópum. Róbert vill endur-
vekja fyrirlitningu stórmennisins á íjöldanum í ljósi þess hversu erfitt sé orðið að
nota orðin „hjörð og lýður [...] til að láta í ljós gagnrýni sína og ef til vill er það til
marks um hve erfitt er að nota þessi orð til að gagnrýna nútíma lýðræðissamfé-
lög.“ Róbert hefur snert af óánægju Nietzsches með lýðræðið, „núverandi vald-
hafa, það er meirihlutann“ (FA 224), að því leyti sem „ofríki meirihlutans" (TMT
19) gerir notkun hugtaksins lýður í fyrirlitningartón örðuga. Þar að auki einkenn-
ist lýðræðið af vantrú á stórmenni og samfélag úrvalsins, og mér virðist Róbert,
ólíkt transendentalistunum, deila áhyggjum úrvalssinna á borð við Nietzsche af
þeirri „útjöfnun [sem] hefur einkennt framþróun vestrænna samfélaga, þar sem
öllum hefur verið gert að lúta í sama gras í nafni jafnaðar og lýðræðis."277
Róbert leitast við að skapa sér hetjulega sjálfsmynd ótímabærs hugsuðar sem
gangi ekki í takt við samtímann. Þrátt fyrir þónokkra sérstöðu og róttækni virðist
mér hann þó ekki jafn mikið á skjön við tíðarandann og hann vill vera láta. Róbert
er ekki einn um að hafa áhyggjur af útjöfnun jafnaðarstefnunnar. Sambærilegar
áhyggjur finnum við hjá Kristjáni Kristjánssyni sem finnur heimahöfn sína í
íslenskri fornöld, en þangað sækir hann siðferðilega eiginleika sem honum finnst
vanta í samtímann og vill koma „aftur á stall sem markmið í siðlegu uppeldi nú-
tímans" (FA 61). Auk þess deilir Róbert með Kristjáni gagnrýni á póstmódern-
isma og samræðulýðræði. Og vörn Jóns Kalmanssonar fyrir hrakyrðunum í vakn-
ingarheimspeki Thoreaus svipar einnig til Róberts, þótt Jón sé, líkt og Kristján,
meinlausari viðvíkjandi fyrirhtninguna á fjöldanum. Þótt Róbert sé þannig ekki
sá ótímabæri hugsuður sem hetjuleg sjálfsmynd hans ýjar að, hefur hann engu að
síður töluverða sérstöðu sem ég hef reynt að varpa ljósi á með greiningu á póst-
únítarískum rótum heimspeki hans sem, ólíkt hugsun Jóns Kalmanssonar, bland-
ast votti af andlegri úrvalshyggju Nietzsches (og dr. Stokkmanns). Sjálfur dregur
Róbert sérstöðu sína gagnvart Kristjáni Kristjánssyni fram þegar hann gagnrýnir
þann síðarnefnda fyrir að losa sig við fjöldafyrirlitningu hinna andlegu höfðingja,
æðri siðferðisvera eða andagiftarmanna. Mér virðist hið sama eiga við um mun-
inn á Róberti og Jóni Kalmanssyni sem einnig dregur úr fjöldafyrirlitningunni.
Hvað þessa fyrirlitningu varðar virðist mér Róbert taka sér stöðu á milli kristi-
legrar and-úrvalshyggju transendentalistanna og guðlausrar úrvalshyggju Nietz-
sches; milli tilraunar til að tvístra múg, vitandi að himnakóngurinn hefur ljáð
sérhverjum einstaklingi möguleika á því að verða býflugnadrottning, og Nietz-
sches sem kvartar yfir því að hann og hans líkir séu sakaðir um glæp fyrir það eitt
að nota orð á borð við hjörð og hjarðhvatir um nútímahugmyndir þeirra sem
styðja smekklaust lýðræðið, jafnrétti, kvenréttindi, vilja frjálst samfélag og afneita
hugtökunum „húsbóndi“ og „þræll“.
Nietzsche gagnrýnir eftirfarandi hugmynd:
„Allar sálir séu jafnar í augum Guðs“, þessi slægð, þetta yfirskin þess sem
er í raun beiskja allra lágmenna, sprengikraftur þessa hugtaks sem valdið
277 Vilhjálmur Árnason, „Við rætur mannlegs siðferðis", s. 153.