Hugur - 01.01.2007, Side 220
218
Davíð Kristinsson
hefur byltingu, nútímahugmyndinni og hnignunarlögmáli gjörvallrar
samfélagsskipanarinnar - þessi hugmynd er kristilegt dýnamít.. ,278
Þetta kristilega púður rennur út í sandinn í annars áhugaverðum lestri Róberts á
Emerson ogThoreau. Ég hef því reynt að endurhfga það hér að ofan. I huga ún-
ítara eru allir menn börn Guðs og allar sálir eiga hlutdeild í því sem Emerson
nefnir yfir-sál. Þessari hugmynd fylgir jafnréttishugsjón kristninnar og vilji til að
raungera hana í mannfélaginu. Nietzsche fyrirleit þessa kristilegu hugsjón sem
stangast á við þá grundvallaraðgreiningu og kröfu um forréttindi sem einkennir
úrvalshyggju af hans sauðahúsi. Andstætt hinum kristnu únítörum kemst And-
kristur (§43) svo að orði:
Eitur kennisetningarinnar um ,jöfn réttindi fyrir alla“ - enginn hefur sáð
þeirri kennisetningu jafn víða og kristindómurinn; úr myrkustu skotum
aumra eðlishvata fór kristnin í stríð upp á líf og dauða gegn hvers kyns
skynbragði á virðingu og aðgreiningu manna á milli, m.ö.o. gegn for-
sendu sérhverrar upplyftingar, sérhverrar eflingar menningarinnar; krist-
in trú smíðaði úr hatri íjöldans aðalvopn sitt gegn okkur, gegn öllu því
sem er göfugt, glaðlynt og stórhuga á þessari jörð, gegn sælu okkar á
jörðinni... [...] Og við skulum ekki vanmeta ógöngurnar sem kristnin
leiddi pólitíkina í! Nú orðið þorir enginn lengur að krefjast forréttinda,
drottnunarréttinda, virðingar fyrir sér og sínum líkum - pathos aðgrein-
ingarinnar ... Þessi skortur á hugrekki er til marks um sjúkleika stjórn-
mála okkar! Sú lygi að allar sáhr séu jafnar gróf undan úrvalshyggjuvið-
horfinu með lævísum hætti; og þegar trúin á „forréttindi meirihlutans"
verður að byltingu, sem mun án efa gerast - þá skal enginn efast um að
það er kristindómurinn, kristin gildi, sem sérhver bylting umbreytir í
blóð og afbrot! Kristindómurinn er uppreisn alls þess sem skríður um á
jörðu niðri gegn hinu háleita: guðspjall hinna „óæðri“ dregur mann nið-
ur...
Enda þótt Nietzsche hafi tíðum leitað í smiðju Emersons virðist mér Róbert
þegar upp er staðið tryggari lærisveinn transendentalistans en sá fyrrnefndi. Sá er
les heimspekirit Róberts finnur fjöldann allan af frjókornum frá Emerson og ég
hef reynt að rekja únítarískan uppruna þeirra hér á undan. Frændsemi Róberts
við Emerson nær svo djúpt að hún kristallast meira að segja í þeirri grundvallar-
togstreitu sem skrif Róberts bera vott um: annars vegar gælir hann við andlega
úrvalshyggju, mikilmennskuhugsjón og fyrirlitningu á fjöldanum og hefur
áhyggjur af ofríki meirihlutans; hins vegar hneigist hugur hans til hins almenna,
einfalda, hversdagslega, lága, nálæga, kunnuglega, til óbrotinna þarfa, sjálfstrausts
278 Nictzsche, DerAnticbrist, §62.