Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 25
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 heiti á schizophrenia í stað heitisins geðklofi. Skíð var upphaflega notað um viðarklofning og telur tillöguhöfundur að orðsifjafræðileg tengsl, merk- ingartengsl og hljóðlíking geri þetta orð vel not- hæft. Þessu er hér með komið á framfæri. Atypia er eitt af þeim orðum, sem ekki hafa fengið góða þýðingu. Atypical merkir einfaldlega óvenjulegur, afbrigðilegur eða frábrigðilegur og nú er spurt hvort atypia megi heita frábrigð eða frá- brigði. FL 1991; 9(1); 7 Slettur og slanguryrði I SÍÐASTA PISTLI VORU TEKIN NOKKUR DÆMI af „læknamáli“ því sem notað var í fyrirlestrum og umræðum á tveimur fræðslufundum sem undirritaður sótti nýlega. Undirritaður lýsti því að honum hefði blöskrað mikil notkun ónauðsynlegra slangurorða, notkun ýmissa erlendra orða sem auðveldlega hefði mátt þýða. Eftir lestur þessa pistils lét starfsbróðir einn frá sér heyra og spurði hvers vegna talað hefði verið um slangur- yrði og hvers vegna tilgreind orð hefðu ekki verið nefnd slettur. Því má til svara að tilfinning hafi ráðið, en ekki vandleg íhugun. Hins vegar er nú ef til vill ástæða til að snúast til varnar og útskýra þessa orða- notkun nánar. í Orðabók Menningarsjóðs frá 1963 er orðið sletta skýrt sem „útlent orð eða orðasamband í máli“, en orðið slanguryrði er þar ekki nánar út- skýrt. Þaðan er því litla hjálp að hafa, en tilfinning undirritaðs er sú að slanguryrði séu komin úr sér- stöku máli ákveðinna hópa, til dæmis starfsstétta, en að slettur séu hins vegar erlend orð sem notuð eru án sérstaks tilefnis. Samkvæmt þessum skilningi geta slanguryrði notið sérstakrar viðurkenningar í rétlum hópi þó að þau séu ekki almennl viður- kennd sem gott íslenskt mál. Skemmtilega og ítar- lega umfjöllun um slangur má meðal annars finna í bókinni Ævisögur orða eftir Halldór Halldórsson sem kom út hjá Almenna bókafélaginu 1986. Hver er málstefna lækna ? í sömu bók er einnig ritgerð um íslenska málstefnu. Af því tilefni, sem gafst í síðasta pistli, má spyrja um málstefnu íslenskra lækna og íslenskra heilbrigðis- stofnana. Læknablaðið hefur tekið mjög afdráttar- lausa afstöðu eins og fram kemur í þeim orðum Arnar Bjamasonar sem vitnað var til í íðorðapistli í febrúar 1990; „Það hefur verið og erstefna ritstjórnar Lækna- blaðsins, að íslenzka skuli allt það, sem íslenzkað verður.“ Læknafélögin hafa í reynd fylgt svipaðri mál- stefnu með því að hafa starfandi orðanefnd, sem falið er að vinna að þýðingum fræðiorða og útgáfu íðorða- safns. Lítið hefur farið fyrir því að málstefna annarra læknisfræðilegra stofnana væri skilgreind og birt opin- berlega. Dæmin sem tekin voru í síðasta pistli hljóta þó að gefa til kynna að málstefnu sé þörf í íslenska heilbrigðiskerfinu og í læknadeild Háskóla íslands. Á fyrrgreindum fræðslufundum mættu sérfræð- ingar, aðstoðarlæknar og læknanemar, auk nokk- urra annarra starfsmanna viðkomandi sjúkrahúss. Fjallað var um fræðilegt efni sem skipti flesta fundarmenn miklu máli í þeirra daglega starfi og námi. Þó var í raun lítil áhersla lögð á það að fram- sögn og orðaskipti færu fram á góðri íslensku. Ymsir fundarmanna virtust þó vilja nota íslensk orð, en þegar umræðurnar komust á flug var slangurmálið þeim greinilega svo tamt að íslensku orðin urðu oft að víkja. Á þessum fundum varð ekki vart við beina andstöðu við notkun íslenskra fræðiorða, en stundum hefur borið á því að læknar séu mótfallnir íslenskun erlendra fræðiorða, og telja þeir að íslenskun muni torvelda samskipti um fræðileg málefni. Um það verður ekki nánar rætt í þetta sinnið, en gaman væri að fá fregnir af því hvort íslenskar heilbrigðisstofnanir og heilbrigðis- fræðadeildir háskólanna hafi þegar mótað mál- stefnu eða hafi slíkt í undirbúningi. Nokkur orð Lýst er eftir tillögum að íslenskun á eftirtöldum orðum: dctritus, defeminization, dedifferentiation, enteritis necroticans, calcinosis, cytomegalovirus, syringoma og thecoma. Athugasemd Loks skal gerð athugasemd við þýðingu íðorða- safnsins á pathogenesis = meingerð. Genesis þýðir myndun og pathogenesis lýsir því hvernig mein verður til. Betur færi á því að nota orðið meinmyndun um þetta fyrirbæri. Orðið meingerð er hins vegar best að nota um lýsingu á vefjafrœðilegu útliti meina, það sem í enskum kennslubókum er oft nefnt gross and microscopic pathology og á latínu pathomorpho- logia. FL 1991; 9(2); 3 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.