Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 29
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 þekkja uppruna fræðiorðsins, úr hvaða tungumáli og af hvaða stofni það er komið og hver er merking einstakra orðhluta, ef um samsett orð er að ræða. Jafnframt er oft nauðsynlegt að þekkja helstu samheiti og andheiti og hver er merkingar- eða blæbrigðamunur í notkun þeirra. I þriðja lagi er íðorðasmiðum nauðsynlegt að þekkja nokkuð ná- kvæmlega það flokkunarkerfi sem fræðiorðið tilheyrir, hvort hugtakið sé hluti af stærri heild og hvort það feli í sér undirfyrirbæri eða undirflokka, hvernig það greinist frá þessum fyrirbærum og hvaða fræðiorð og þýðingar séu notuð um hvert þeirra. I fjórða lagi er oft gagnlegt að vita hvort og hvernig umrætt fræðiorð og önnur skyld orð og hugtök hafi verið þýdd eða meðhöndluð áður. Hypoventilation - vanöndun Heilsugæslulæknir einn lét frá sér heyra og benti á að betur mætti gera við þýðingu á nafninu hypoventila- tion í Iðorðasafni lækna og að engin ástæða væri til þess að forðast heitið vanöndun. Þegar málið var kannað kom í ljós að Iðorða- safnið gefur upp tvo þýðingarmöguleika: 1. grunn- öndun, 2. ? minnkuð loftskipti um lungnablöðrur. Spurningarmerkið táknar að Orðanefndin hefur ekki fundið þýðingu við hæfi. Þegar hins vegar er litið á andheitið hyperventilation kemur í ljós ósamræmi, því að þar eru einnig tveir þýðingar- möguleikar, en þeir hafa ekki verið meðhöndlaðir á fyllilega sambærilegan hátt: 1. ofuröndun, 2. oföndun. Venjulega er forskeytið of- notað þegar tákna þarf of mikið af einhverju, samanber ofát, ofdrykkja, ofnœmi og ofvirkni. Orðin oflieyrn og ofsjónir eru skemmtileg frá- vik sem teygja merkingu forskeytisins til hins ítrasta, heyrn og sjón eru svo mikil að það heyrast hljóð eða sjást sýnir sem ekki eru einu sinni til. Forskeytið ofur- er hins vegar notað þegar tákna þarf eitthvað mjög mikið, samanber ofurafl, ofur- hugi, ofurmagn. Þannig gæti sá Hafnfirðingur sem heyrir mælt mál alla leið úr Kópavogi haft ofur- heyrn, en verið saklaus af ofheyrnum. Máltilfinning undirritaðs varðandi þessi tvö forskeyti er á þann veg að ofur- tákni meira magn eða gefi meiri áherslu en of-, til dæmis þannig að ofskammtar lyfs séu einfaldlega of háir skammtar, en að ofurskammtar séu risaskammtar. Oföndun er samkvæmt þessum skilningi of mikil öndun, en ofuröndun enn meiri öndun, svo mikil að kalla mætti gríðaröndun. Framhald í næsta blaði. FL 1991; 9(6): 4 Öndun I SÍÐASTA PISTLI VAR RÆTT UM HYPO- ventilation (vanöndun) og hyperventi- lation (oföndun). Við athugun hafði komið í ljós að betur mætti gera við þýðingar þessara orða í Iðorðasafni lækna. Nú verða skoðuð ýmis önnur orð, sem tengjast öndun. í latínu er sögnin ventilare. Hún virðist fyrst hafa verið notuð um það að blása, loftrœsta eða láta blakta í lofti eða vindi, en ekki sérstaklega um það að anda. Síðar hefur hún verið notuð um þá athöfn að koma fersku lofti niður í lungun og lungnalofti út aftur. Sagnirnar spirarc og respirare hafa hins vegar upprunalega verið notaðar um það að anda, draga andann og ná andanum, in-spirarc að anda inn og ex-spirare að anda út. Merking þeirra orða, sem dregin eru af respirare, hefur síðan verið útvíkkuð og er enska orðið respiration nú notað sem yfirheiti á öllum öndunarferlinum, auk þess að vera notað sem lífeðlisfræðilegt undirheiti sömu merkingar og ventilation og sem lífefna- fræðilegt undirheiti á þeim ferli sem felur í sér notkun súrefnis í efnaskiptum frumna. Respiration Yfirheitið öndun felur þannig í sér loftskipti milli umhverfis og frumna líkamans, en hlutar þess ferils eru loftun lungnanna (ventilation eða pulmonary respiration), lofttegundaskipti milli lungna og blóðs (gas exchange), loftflutningar með blóði í æðakerfinu (gas transport), lofttegundaskipti milli blóðs og vefja (gas exchange) og loks súrefnisnotkun í efnaskiptum frumna (tissue eða cellular respiration). íðorðasafnið gefur þrjár þýðingar á orðinu rcspiration: 1. öndun, vefjaöndun. Eðlisfrœðileg og efnafrœðileg ferli loftskipta vefja og vökvanna sem umlykja þá. 2. öndun, andardráttur. Innöndun lofts úr umhverfinu og útöndun lofts með auknu koltví- sýringsmagni. 3. öndunarefnaflutningur. Flutningur blóðs á öndunarlofti, súrefni og koltvísýringi. Þarna virðist útskýringin með fyrstu þýðingunni fremur vísa í það, sem hér að ofan er kallað loft- tegundaskipti, en í súrefnisnotkun vefja og frumna. Þetta þyrfti að lagfæra. Utskýringin með annarri þýðingunni vísar greinilega í loftun lungnanna og því þyrfti að benda þar á samheitið ventilation. Þriðja þýðingin er hins vegar vafasöm, ef ekki al- röng, því að hún vísar í það sem á ensku kallast blood gas transport. Nær hefði verið að nota eftir- farandi: 3. öndun. Yfirheiti um feril og notkun súr- efnis í orkuefnabúskap lifandi vera. Læknablaðið / fylgirit 41 2001/87 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.