Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 31
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 góðu og einföldu máli. - Nú búast sjálfsagt flestir við því að undirritaður geri þá kröfu að vottorðin séu einfaldlega skrifuð á íslensku og að lögfræð- ingar og tryggingamenn kaupi sér Iðorðasafn lækna á gamla, góða verðinu! Þeim er vissulega ekki vorkunn, en hætt er við að það leysi ekki allan vanda. - Hins vegar má gera þá kröfu til íslenskra lækna að þeir noti alltaf íslensk fræðiorð þegar því verður við komið og þegar merking er ótvíræð, en að erlend orð séu fyrst og fremst notuð til árétt- ingar eða útskýringar, til dæmis í sviga. Þá má einnig brýna það fyrir mönnum, einkum þeim sem verið hafa langdvölum í öðrum löndum, að hugsa um efnið á íslensku og skrifa síðan að íslenskum hætti, en láta ekki duga að þýða erlendar lýsingar sem þeir kunna að hafa vanist í sérnámi. Lýsing fyrrgreinds kvensjúkdómalæknis getur hljóðað á þann veg að meyjarhaft sé rofið og álit hans sé að kynmök hafi farið fram. Lýsingin verður nákvæmari ef tekið er fram hvort rofið í meyjar- haftinu er nýtt eða gamalt, en álit læknisins fær allt aðra áherslu ef hann getur þess í umsögn sinni að meyjarhaft geti einnig rofnað undir öðrum kringum- stæðum en við kynmök. Hins vegar finnst undir- rituðum það bæði ónákvæmt og óíslenskulegt að votta einungis að „innsmeyging hafi átt sér stað“. Borderline tumor Meinafræðingur einn lét frá sér heyra á meðan hann var að fást við vefjagreiningu á æxli sem uppfyllti viðurkennd skilmerki um það að vera á mörkum ill- kynja og góðkynja æxlisvaxtar hvað varðaði mein- gerð og væntanlega hegðun. Hann vildi nefna slík fyrirbæri jaðaræxli. Undirrituðum líkaði ekki sem best og fannst jaðar fyrst og fremst hafa staðfræðilega tilvísun. íðorðasafnið hefur ekki lausn á þessu máli, en lýsingarorðið borderline eitt sér er þar þýtt með orðhlutunum: óvissu-, vafa-, jaðar-. Lýst er eftir fleiri tillögum. FL 1991; 9(8): 4 Fibromyalgia Giktarlæknir lét frá sér heyra og var þá að velta fyrir sér þýðingu á fræðiorðinu fibromyalgia. Fibromyalgia finnst ekki sem uppflettiorð í Iðorðasafni lækna, en þar má þó finna alla orðhlutana. Forliðirnir fibr- og fíbro- eru þýddir sem þráður, þráð- eða þráða- og eru komnir af latneska orðinu fibra sem er þýtt sem þráður eða trefja. Forliðirnir my- og myo- eru hins vegar komnir úr grísku þar sem mys merkir vöðvi. Síðasti orðhlutinn -algia er einnig kominn úr grísku, af algos sem merkir verk- ur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við rekumst á grísku- og latínublending í fræðiorðum læknisfræð- innar! Bein íðorðasafnsþýðing á orðinu fíbromyalgia er þá þráðavöðvaverkir eða - til að draga úr hugsan- legum misskilningi -þráða- og vöðvaverkir, því að hér er ekki verið að vísa í „þráðavöðva“ heldur í „fibrous tissue“ sem Iðorðasafnið kallar trefjavef eða þráðavef. Undirrituðum er reyndar tamara að kalla þann vef bandvef og mundi í samræmi við það kjósa að bein þýðing á fibromyalgia væri bandvefs- og vöðvaverkir. Þar með er þó ekki öll sagan sögð og þegar menn fara að „lesa á sig“ kemur ýmislegt óvænt í ljós. Fibromyalgia syndrome Sjúkdómsfyrirbærið fibromyalgia er ekki ósértækt ástand með bandvefs- og vöðvaverkjum, heldur af- mörkuð samstæða ákveðinna sjúkdómseinkenna, sem hefur fengið heitið fibromyalgia syndromc eða fibrositis syndrome. Þetta fyrirbæri er flokkað sem mjúkvefjagikt (soft tissue rheumatic disorder) og er lýst á þann veg að saman fari: 7. mjúkvefjaverkir, stirðleiki og þreyta; 2. eymslablettir (tender points) í vöðvum eða bandvefjum; 3. svefntruflanir; 4. full- komnunarárátta og 5. eðlilegar rannsóknaniður- stöður, svo sem sökk og hefðbundin giktarpróf. Sjúklegar breytingar finnast heldur ekki við venju- legar vefjarannsóknir, svo sem vöðvasýnisrannsókn. Orsakir þessa heilkennis eru enn óþekktar, en orsakafræðin fjallar um hugsanlegar mjúkvefja- skemmdir, annað hvort í vöðvum eða bandvefjum, hugsanlegar miðtaugakerfistruflanir og um áhrif skapgerðar og svefntruflana á sársaukaskynjun. Þetta heilkenni er þó umdeilt fyrirbæri, og í einni bókinni var því haldið fram að nafnið væri óheppi- legt, að mikilvægi þessa ástands sé dregið í efa og að óvíst sé jafnvel um tilveru þess. Fibrositis (band- vefsbólga) er þó enn óheppilegra heiti, því að ekki er hægt að sýna fram á að um vefjafræðilegar bólgu- breytingar sé að ræða. Bein þýðing á fibromyalgia syndrome er heilkenni bandvefs- og vöðvaverkja eða bandvefs- og vöðvaverkjaheilkenni, en æski- legra væri að finna styttra nafn. Nauðsynlegt er einnig að taka mið af nafngiftum á öðrum giktar- verkjasamstæðum, svo sem polymyalgia rheuma- tica og psychogenic rheumatism. Æskilegast væri að taka allt flokkunarkerfi giktarsjúkdóma og nafngiftir skyldra meina til endurskoðunar. Borderline tumor I síðasta orðaþætti var sagt frá því að tillaga hafði borist um að nefna þetta fyrirbæri jaðaræxli. Óskað Læknablaðid / FYLGIRIT 41 2001/87 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.