Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 32
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130
var eftir fleiri tillögum og Málverndunardeild Heilsu-
gæslunnar í Garðabæ stakk að bragði upp á því að
þetta yrði kallað vafaæxli. Undirritaður var einnig að
velta vandamálinu fyrir sér og komst að þeirri niður-
stöðu að í fræðilegri umfjöllun og við flokkun æxla
mætti notast við orðið vafakynja, þannig að æxli væru
ýmist góðkynja, vafakynja eða illkynja. Hinu ber
ekki að neita að orðið vafaæxli er þjált og á sér hlið-
stæður í íslensku máli, til dæmis orðið vafagemsi, sem
notað hefur verið um kindur eða lömb sem eru svo
óljóst eyrnamörkuð að óvíst er um eiganda. Ovissu-
æxli virðist ekki eins lipurt, en það er enn rúm fyrir
önnur sjónarmið og fleiri tillögur!
E.S. Nýlega varð mér það á í samtali að nota enska
orðið „stress“ eins og það væri íslenskt. Viðmælandi
minn tók því illa og sagðist vilja útrýma þessu leiðin-
lega orði þar sem íslenska orðið streita væri búið að
ná góðri fótfestu. Hann bætti því við, að hann væri að
reyna að hætta að vera „siressaöuk' í vinnunni,
héðan í frá yrði hann „streittur".
FL 1991; 9(9): 6
Manic-depressive reaction
Frá lækni á Heilsugæslustöðinni í
Kópavogi barst tillaga um að tala um
hamdeprusveiflur þegar um er að ræða
óeðlilegar eða sjúklegar geðsveiflur milli oflœtis og
þunglyndis. Þessi samsetning er annars vegar byggð á
því, að oft er sagt að menn séu „í ham“ þegar ákafi er
mikiil, og hins vegar á því að orðið depra merkir
dapurleiki. Þessu er hér með komið á framfæri, en
fyrstu viðbrögð undirritaðs eru þau að vafasamt sé að
nota ham- sem forlið til að merkja oflæti. Nær væri að
tala um hamsveifluviðbragð í merkingunni
geðsveifluviðbragð og hamsveifluveiki í
merkingunni geðhvarfasýki. Þess má einnig geta að í
Tölvuorðasafninu frá 1983 er enska orðið mode þýtt
með íslensku orðunum háttur og hamur. Tölvu og
jaðartæki hennar má til dæmis setja í annan ham eða í
aðra hami með „mode“-fyrirskipun sem þá breytir
starfsháttum tækjanna án þess að tölvuæði eða tölvu-
oflæti komi í Ijós.
Clinical, klinisk, clinico
Af einhverjum ástæðum hefur orðið klínískur oft
valdið hamsveiflum hjá undirrituðum. Við æði getur
legið þegar einhver af klínísku starfsbræðrunum segir
sem svo: „Pað er einfaldlega mitt klíníska mat!" Þessi
orð eru gjarnan sett fram með miklum alvöruþunga
þegar verið er að ræða einhver álitamál í sjúkdóms-
greiningu og svo virðist sem þessi stutta setning eigi
að stöðva allar hugmyndir eða tilgátur um að eitthvað
annað komi til greina. Við depru getur hins vegar
legið þegar verið er að berjast við að koma fræðilegri
hugsun á blað og engin leið finnst til að komast hjá því
að nota þetta slanguryrði eða einhverja af beygingar-
myndum þess. Reyndar hafa bæði Iðorðasafnið og
Læknablaðið tekið þá stefnu að ekki verði komist hjá
því að nota orðið í vissum samsetningum.
Gamla, slitna læknisfræðiorðabókin frá háskóla-
árunum segir að enska orðið clinical sé komið úr
grísku þar sem orðið kline merki rúm. Frá venju-
legu rúmi hefur merkingin svo væntanlega flust yfir
á sjúkrabeð og síðan á það sem gert er við sjúkra-
beð og loks yfir á lækna og lækningastofnanir. í
öðrum erlendum orðabókum má finna lítið breyttar
orðmyndir, svo sem í latínu clinicus = lœknir eða
grafari; í frönsku clinique = lœkningastofa; í ensku
dinic = lœkningakennsla á sjúkrahúsum, lœkninga-
stofa; í dönsku klinik = lœkningar, lœkningastofa,
læknismeðferð; í þýsku Klinik = sjúkrahús og loks
má finna í nútíma ítölsku nafnorðið clinico = lœknir,
sjúkrahús og lýsingarorðið clinico, sem ekki virðist
hægt að þýða á íslenska tungu með öðru en klín-
ískur.
Uppgjöf eða ekki ?
Þessi upptalning ætti sennilega að duga til þess að
sannfæra hvern mann um að barátta gegn þessum
orðum er nærri vonlaus, en samt situr eftir einhver
óþægileg tilfinning um uppgjöf. Stefna okkar hlýtur
að vera sú að leitast alltaf við að finna íslensk orð og
heiti til að nota í fræðimáli lækna og að taka ekki upp
erlend orð fyrr en fullreynt er að orðaleit eða orða-
smíð tekst ekki. Hér virðast Læknablaðið og Orða-
nefndin hafa álitið að fullreynt sé. Þó er víst að ný orð
geta komið fram hvenær sem er og að fullreynt er
ekki fyrr en yfir lýkur í þessum heimi. Enn fremur má
minna á aðferð sem oft er beitt við lausn huglægra
vandamála, þá að leggja málið til hliðar um sinn og
bíða þess að lausnin komi fram af sjálfu sér.
Hér með er lýst eftir tillögum að íslenskun á þeim
orðum sem dregin eru af clinicus og eins tillögum
að því hvernig hægt er að orða „klínískar“ sam-
setningar öðru vísi. Er til dæmis ekki óþarft að
nota samsetninguna klínísk skoðun í hópi lækna og
læknanema? Hvaða læknisskoðun er ekki klínísk?
Hvernig er hægt að tákna klíníska kennslu? Hvað
eru klínískar rannsóknir? Hvernig er liægt að segja
öðru vísi að læknir sé góður klínikkcr?
FL 1991; 9(10); 9
32 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87