Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 35
ÍÐORÐAPISTLAR L/EKNABLAÐSINS 1-130
Hamfarir hugmyndar
„Þetta orð var áleitið við mig eftir samtal okkar
Helga. Ég bar það undir roskna konu, sem vinnur
samhliða mér ogfædd er og uppalin til fermingar í
Dýrafirði. Hún kannaðist samstundis við orðið,
kvaðst að vísu hafa verið búin að gleyma því, en
það væri rétt að orðið hefði verið notað í sinni sveit,
þegar hún var að alastþar upp, um klœjandi útbrot,
sem þutu snögglega út um húðina en hurfu síðan
jafnskjótt aftur. Að vísu man hún ekki rithátt orðs-
ins, en telur að um fleirtölumynd þess hafi verið að
rœða. Var ekki þarna komin lýsing á urticaria? Leit
í orðabókum leiddi mig m.a. að gamla brynjuheit-
inu ÞYN ogfornu en samnefndu árheiti úr skálda-
máli. Ásgeir Blöndal telur orðið ÞYN í báðum
þessum merkingum vera kvenkyns og rekur upp-
runa þess til fornensku „þunian (ðunian)“ og/eða
miðlágþýsku „dönen“, sem á báðum málum er
talið merkja „drynja, ymja eða öskra“, auk þess
sem ÞYN í merkingunni brynja getur verið skylt
ÞENJA, eforðið er þá ekki einfaldlega gömul les-
eða ritvilla. En sem ég sat í sumar og velti þessu
fyrir mér var ég brátt farinn að velta mér upp úr
þessum orðum. Mér stóð það Ijóslega fyrir hug-
skotssjónum hvernig húðin á urticariasjúklingi
þandist út með viðeigandi gauragangi og drunum í
ónæmiskerfi hennar, eiganda húðarinnar til svo
mikillar armæðu, að hann langaði mest til að
öskra. Ég sannfœrðist um að hér væri á ferðinni
orð, sem að mestu væri fallið í gleymsku, en í raun
gamalt og gott heiti á því fyrirbrigði, sem á ná-
grannamálum væri kennt við netluna, sbr. sænsku
„nasselutslag“ og ensku „nettle fever“ enþessi heiti
mega heita bein þýðing á latneska orðinu „urti-
caria“, sem vafalaustá uppruna sinn aðþakka rölti
gömlu Rómverjanna um heiminn. “
Þáttur Gísla frá Hofi
„ Upptendraður af þessari hugljómun gekk ég á
jund míns gamla meistara, Gísla Jónssonar frá
Hofi í Svarfaðardal, sem nú situr á virðingarstóli í
Amtsbókasafninu á Akureyri og veltir fyrir sér
leyndardómum íslenskra mannanafna.
Eins og Gísla er von og vísa tók hann mér afar
Ijúfmannlega, þótti erindið hið merkasta, en tók þó
úr mér mesta hrollinn, því að eftir nokkra íhugun
komst hann að þeirri niðurstöðu, að líklegast væri
Heiti í líffærafræði
VlNNUHÓPUR ORÐANEFNDAR LÆKNAFÉLAG-
anna hefur að mestu lokið við að fara yfir
heiti í líffærafræði. Af því tilefni verða
settar fram nokkrar hugleiðingar um verkið og
þarna á ferðinni orðið „ÞINA (kvk.), íflt. ÞINUR,
meðal annars í merkingunni sár með hrúðri eða
skorpu. Ég verð því að œtla að þar sé komið orðið,
sem vestfirsku konurnar notuðu. Það orð er skylt
so. ÞENJA og ÞINUR/ÞINULL í merkingunni
netteinn, lóðarás. Mér sýnist þetta orð hið gagn-
legasta í samsetningum." (G.J. íslenskt mál, 592,
Morgunbl. 8. júní 1991). Viðbrögð eða undirtektir
við þennan þátt hefur hann engar fengið. “
Uppástunga Magnúsar
„Ég ætla mér ekki að deila við dómarann, að þessu
sinni viskubrunninn Gísla Jónsson, enda hugrenn-
ingar mínar í sumar meira í œtt við hamfarir hug-
myndasmíðinnar, en vísindalegan þankagang. Eigi
að síður opinberaðist mér sá möguleiki að taka
megi upp orðið þina, og þá í flt. þinur, í merking-
unni urticaria, hvað sem líður upprunalegri merk-
ingu þessa orðs. Fyrirslíku erufordœmi, sbr. þinull,
sem núorðið merkir m.a. útvíkkunaráhald og ætti
að vera orðið tamt í munni skurðstofufólks. Það
þarfað minnsta kosti ekki að skipta um kyn á orð-
inu þótt það fái þessa nýju merkingu. Man nú ein-
hver, aðrir en frœðimenn, tilkomu orðsins sími,
sem sagan hermir að Sigurður Guðmundsson hafi
búið til úr gamla hvorugkynsorðinu síma. Alltént
getum við verið sammála um, að t.d. orðið lyfja-
þinur sé fegurra og þjálla í munni en lyfjaofsakláði
eða strokuþinur í stað strokurauðkláðaþots, svo
vitnað sé til þýðinga íðorðasafnsins á latneska
orðinu urtica. Fleiri dœmi mœtti taka. “
Þina - þinur
Svo lýkur bréfi Magnúsar og skal hann bestu þakkir
fyrir hafa. Ástæða er til að taka þessa tillögu til gaum-
gæfilegrar athugunar. Kanna þarf bæði eintöluna
þina og fleirtöluna þinur í ýmsum samsetningum.
Hugsanlega má gera ráð fyrir að eintölumyndin verði
notuð um fyrirbærið urticaria en að fleirtalan þinur
verið notað um húðútbrotin. Við fyrstu sýn virðast
orðin litaþina (urticaria pigmentosa), lyfjaþiiia (urti-
caria medicamentosa) og sólarþina (urticaria solaris)
fara ákaflega vel í munni og á blaði. Skorað er nú á
húðsjúkdómalækna, ofnæmislækna og aðra hugsan-
lega „þinulækna" að leggja eitthvað til málanna.
FL1992; 10(1); 12
vinnubrögð við það. Líta má svo á að nú séu síðustu
forvöð til að koma á framfæri athugasemdum, ef
einhverjar eru, áður en handritið fer í prentsmiðju.
Vinna við yfirferð og þýðingar hefur tekið mið af
27
Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87 35