Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 36
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 sjöttu útgáfu hinnar fjölþjóðlegu Noniina Anatomica, en til grundvallar var lagður hinn íslenski íðorða- forði, Nomina Anatomica Islandica (Islenzk líffæra- heiti frá 1941) eftir Guðmund Hannesson, (í útgáfu prófessors Jóns Steffensen frá 1956) og íðorðasafn lækna. Auk þess hefur fanga verið leitað í tiltækar orðabækur. Að öðrum ólöstuðum má nefna að Is- lenska samheitaorðabókin hefur reynst aldeilis ómetanleg við leit að gömlum og nýjum orðum til að koma nöfnum á mishæðir í margbreytilegu landslagi líkamans. Nomina Anatomica Líffærafræði er að því leyti sérstök meðal grunn- greina læknisfræðinnar að lítil þróun hefur orðið í orðaforðanum og notkun hans. Mikillar íhaldssemi gætir í fyrrnefndri Nomina Anatomica og lítil endur- skoðun virðist hafa farið fram frá fyrri útgáfum. Ritið er þannig úr garði gert að lesandi fær það á tilfinning- una að mosavaxnir latínugránar ráði ferðinni um frá- gang og uppsetningu efnis og að nám og starf í lifandi læknisfræði skipti litlu máli. Oft er ósamræmi milli kafla, þannig að svo virðist sem mismunandi starfs- hópar hafi unnið verkið og ekki borið sig saman. í Nomina Anatomica, en þó sérstaklega í vefjafræð- inni Nomina Histologica, er verið að burðast með ýmis orð og hugtök sem virðast alveg úrelt eða hafa mjög takmarkað notagildi á þekkingarsviðum nútíma læknisfræði. Með þessum orðum er ekki verið að gagnrýna líffærafræðina sem slíka. Augljóst er að góð þekking á líffærafræði er meðal hornsteina flestra greina læknisfræði, sérstaklega á það þó við um þær greinar sem skyggnast inn í líkamann beint (skurð- lækningar, speglanir, meinafræði) eða óbeint (röntgen- greining, ómun, segulómun). Hins vegar má gagn- rýna þá rígbundnu kerfissetningu sem kemur fram í notkun latínunnar og í tilhneigingu til að fyrna heiti hins íslenska texta. Starfiö í vinnuhópnum Vinnuhópurinn hefur átt fastan fundartíma á skrif- stofu læknafélaganna einu sinni í viku, en það verður að segjast eins og er að stundum hefur verið heldur fámennt. Latnesku og íslensku heitin hafa verið samlesin á þessum fundum, en áður hefur Magnús Snædal, málfræðingur og starfsmaður Orðanefndar, séð um að safna orðum og setja upp orðalista. Hlut- verk læknanna hefur fyrst og fremst verið það að yfir- fara og samræma heitin, aðgreina hugtök, og gera nýjar tillögur eða gagnrýna, eftir því sem við hefur átt hverju sinni. Oft hafa umræður verið með afbrigðum skemmtilegar og lærdómsríkar, en sú venja hefur skapast að menn segi hug sinn tæpitungulaust á þess- um fundum. Undirritaður hefur tekið virkan þátt í þessu starfi um tveggja ára skeið, stundum þó meir af skyldurækni en af beinum áhuga á myrkviðum latínufræða. Skylduræknin hefur byggst á þeirri sannfæringu að þær starfsgreinar, sem nýta sér heitin, verði að leggja sitt af mörkum til að upplýsa um notkun orðanna og þróun fræðimálsins í dag- legu starfi. Oneitanlega þyrftu skurðlæknar, röntgen- læknar og fleiri einnig að eiga fulltrúa á fundum. Kennarar læknadeildar í líffærafræði hafa ekki verið beinir þátttakendur, en hins vegar hefur pró- fessorinn í greininni brugðist mjög drengilega við beiðni um að lesa handritið að verkinu. Mikilvægt er að þetta rit verði eins vel úr garði gert og nokkur tök eru á og að frágangur þess verði þannig að það geti komið að fullu gagni í námi og starfi sem flestra heilbrigðisstétla. FL 1992; 10(2): 4 Hysteria Nýlega var haldinn fræðslufundur á Landspítala þar sem sagt var frá því sjúkdómsfyrirbæri sem áður var kallað hystcria en hefur nú fengið fræðiheitið soniatization disorder. I útsendu fundarboði var þetta nefnt sjúkdómasótt (óskýrðar líkamlegar kvartanir). Þakka ber fyrirlesara og fræðslunefnd fyrir að koma með tillögu að íslensku heiti á fyrirbærinu. Hins vegar finnst undirrituðum ástæða til að taka þessa tillögu til nánari umræðu. íðorðasafn lækna þýðir fræðiorðið hysteria sem sefasýki eða móðursýki, en í almennri merkingu þýðir orðið hysteria œsingur eða geðshrœring. Uppruna þessa orðs er vafalítið helst að finna í gríska orðinu hystera sem þýðir móðurkviður eða leg, en ekki í gríska orðinu hysteros sem þýðir seinn eða síðkominn. Somatization er þýtt sem geðvefrœn svörun í íðorðasafninu og disordcr sem veila eða truflun. Orðhlutinn soma er kominn úr grísku og merkir þar líkami. Samsetningin soma- tization disorder finnst hins vegar ekki í íðorða- safninu, en gárungar í læknastétt gætu gert sér mat úr þessu og nefnt fyrirbærið geðvefræna svörunar- veilu! Somatization Hugtakið somatization felur því í sér líkamlega tján- ingu andlegra, tilfinningalegra eða geðrœnna vanda- mála. Slíkt er vissulega ekki óvenjulegt og er vafalítið ekki sjúklegt fyrr en líkamlegu einkennin eru farin að 36 Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.