Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 37
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 hafa veruleg áhrif á líf og hegðun manna. í nýrri þýð- ingu á sjúkdómsgreiningasafni geðlækna er sornu- tization disordcr nefnt líkamcirask. Sú þýðing er ekki nógu góð að dómi undirritaðs. Orðið líkamarask er of almennt - rask merkir truflun eða umrót - og gefur haria lítið til kynna um það hvaða fyrirbæri verið er að tákna. Somatization disorder Fyrrgreindur fyrirlesari var svo vinsamlegur að lána undirrituðum sumt af fundarefni sínu. Fram kemur að fyrirbærinu er þannig lýst að sjúklingarnir séu ein- göngu konur og að sjúkdómsferillinn hefjist fyrir þrítugt með margvíslegum líkamlegum einkennum. Einkennin eru það mikil eða alvarleg, að áhrifanna gætir í daglegu lífi þeirra og hegðun, og fyrr eða síðar leita þær sér meðferðar. Líkamleg skýring finnst ekki þrátt fyrir nákvæma skoðun og rannsóknir. Einkennin halda áfram og ný bætast við þrátt fyrir ýmis konar meðferð. I flestum tilfellum leiða kvartanir sjúkling- anna fyrr eða síðar til ýmis konar inngripsrannsókna og aðgerða, sem ekki gera þeim neitt gagn hvað varð- ar linun einkenna og þjáninga. Hins vegar spilla þær iðulega líkama kvennanna og gefa tilefni til fylgi- kvilla og nýrra einkenna. Rannsóknir virðast hafa leitt í ljós að einkenni þeirra séu ekki fleiri eða alvar- legri en annarra, en að mat á eigin líkamsástandi og heilsufari sé brenglað þannig að öll líkamleg ein- kenni séu oftúlkuð. Tillögur Fyrirlesari lagði meðal annars til að þær konur, sem fengið hafa ofangreinda sjúkdómsgreiningu svo óyggjandi sé, fái að vita hvað á seyði er. í því felst vafalítið að þeim skuli gefin fullnægjandi lýsing á fyrirbærinu og tjáð heiti þess. Heitið verður því bæði að vera lýsandi og lipurt. Það þarf að vera sæmilega nákvæmt sem fræðiheiti og má ekki vera særandi eða meiðandi fyrir þá sjúklinga sem þjást af kvillanum. Hér með er óskað eftir nýjum tillögum að fræði- orði fyrir somatization disordcr. Sjúkdómasótl hugnast undirrituöum ekki sem best. Orðið sótt væri gott að geta notað eingöngu um smitsjúk- dóma og farsóttir. Sótt hefur hins vegar án efa verið tekið hér upp í merkingunni þrálát ásókn í eitthvað. Af ofangreindri lýsingu verður þó ekki ráðið að um beina ásókn í sjúkdóma sé að ræða. - Meira í næsta pistli, en til bráðabirgða er kastað fram tveimur tillögum: cinkcnnasýki eða kvilla- veiki. FL 1992; 10(3); 4 Somatization disorder í SÍÐASTA PISTLI VAR NOKKUÐ RÆTT UM sjúkdómsfyrirbærið soinatization disorder, sem fyrrum var nefnt hysteria. Lýst var eftir tillögu að íslensku heiti sem væri í senn nógu nákvæmt sem fræðiheiti og nógu lipurt til að nota í almennri umræðu og viðtölum við sjúklinga. Nýjar og betri tillögur hafa þó ekki borist og ástæða er því til að ítreka beiðni um tillögur eða athugasemdir. í pistlinum var gagnrýnd sú þýðing, sem nýlega var tekin inn í sjúkdómsgreiningasafn geðlækna, heitið líkamarask, vegna þess hversu almenn merking þess orðs væri, það er líkamleg truflun. Soniatization disorder er hins vegar sértækt og vandlega skilgreint sjúkdómsfyrirbæri, sem ein- göngu kemur fyrir hjá ungum konum og felst meðal annars í holdtekju eða líkömnun (somatization) persónulegra eða félagslegra vandamála. Conversion disorder Hjá karlmönnum þekkist nokkuð sambærilegt fyrir- bæri, sem kallast á fræðimálinu conversion disordcr og er væntanlega sama fyrirbæri og Iðorðasafnið kallar conversion hysteria eða fötlunarsvörun. Það nefnist fötlunarrask í fyrrgreindu safni geðlækna. Þessu fyrirbæri er lýst svo, að það feli í sér brottfall eða breytingu á einhverri líkamsstarfsemi þannig að um líkamlegan sjúkdóm virðist vera að ræða. Engin vefræn skýring einkenna finnst þó við rannsóknir og geðrænar ástæður eru taldar valda trufluninni. Líkam- leg einkenni sjúklings eru ekki undir stjórn viljans, en þó gera þau honum kleift að komast hjá einhverju óþægilegu eða erfiðu og að fá stuðning, sem hann annars ekki hefði fengið. Röksemdin að baki þessu sérkennilega heiti er sú að um sé að ræða umsnúning eða umbreytingu (conversion) geðrænna vandamála í líkamlega mynd. Fötlunarrask Heitið fötlunarrask stríðir illa gegn máltilfinningu undirritaðs, sérstaklega í samanburði við orðið jarð- rask. Síðarnefnda orðið er notað þegar jörð eða jarð- vegi er raskað, til dæmis af mönnum, tækjum eða náttúruhamförum. Rask merkir truflun, ónœði eða umrót samkvæmt íslenzkri orðabók Menningarsjóðs. Fötlunarrask má því í allri einfeldni skilja þannig, einkum í samanburði við fyrrgreint líkamarask, að um rask á fötlun sé að ræða! Svo mun þó ekki vera, heldur er orðið vafalítið hugsað þannig að á ferðinni sé geðrask sem leitt hafi til líkamlegrar fötlunar. I Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs er nafnorðið convcrsion meðal annars þýtt sem um- myndun, umbreyting og breyting. Fyrirbærið con- 29 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.