Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 48
ÍÐORÐAPI STLAR
LÆKNABLAÐSINS 1-130
tökum, sem ekki hafa komist inn í orðabækur. Gott
væri nú ef læknar vildu ljá vinnuhópnum lið sitt með
því að senda inn óskir um þýðingar eða tillögur að
íslenskum heitum.
Úr matsalnum
Orðaþýðingar koma oft til umræðu þegar undirritaður
situr með starfsbræðrum úr öðrum sérgreinum í mat-
sal Landspítalans. Það er vel þegið, bæði til að safna
efni í pistilinn og eins til að fá hugmynd um það, hvar
verk er helst að vinna í orðaþýðingum.
Nýlega var rætt um þörf fyrir lipurt íslenskt
heiti á því tæki sem á ensku kallast treadmill. Um
er að ræða eins konar færiband, sem menn eru
látnir ganga á eða hlaupa, og um leið eru gerðar
mælingar á líkamsstarfsemi, svo sem á öndun og
hjartslætti, til að meta þrek og finna dulin sjúk-
dómsmerki. Fyrstu uppástungurnar, sem komu
fram, voru nánast bein þýðing: stigmylla eða
göngumylla. Síðari orðhlutinn, mylla, var gagn-
rýndur á þeim grundvelli, að ekki væri um neina
myllu að ræða. Þá var næst rætt um gönguband,
þolband eða þrekband. Niðurstaða fékkst reyndar
ekki, en við fyrstu sýn má ef til vill mæla með heit-
inu þrekband. Band er oft notað sem stytting á
„færiband". Þrekband er einnig góð hliðstæða við
heitið þrekhjól, sem komið er í almenna notkun.
Aðrar tillögur eða hugmyndir væru vel þegnar.
I sama matartíma kom fram gagnrýni á að nota
orðið þéttni (concentration) um hlutfallslegt rnagn
efna í blöndu. Þetta kom undirrituðum nokkuð á
óvart því að hann hélt að orðið væri komið í al-
menna notkun. Við athugun reyndist það þó ekki
vera að finna í Islenskri orðabók Arna Böðvars-
sonar. Matartímanum lauk án þess að aðrar tillögur
kæmu fram.
I annað skipti skaut Björn Ardal, barnalæknir,
inn í umræðuna kynningu á fyrirbærinu high alti-
tude cachexia, háfjallakröm, þyngdartapi og orkit-
leysi, sem kemur fram við háfjallaferðir, og stafar
af lystarleysi, vökvaskorti og fleiru. Mun hafa orðið
mörgum kappanum að heilsutjóni og jafnvel
aldurtila.
FL1993; 11(3): 10
Blóðskilun - kviðskilun
Á EINUM AF MÖRGUM MINNISMIÐUM f
sloppvasa undirritaðs stóðu þessi tvö orð,
blóðskilun og kviðskilun. Engin frekari
útskýring, en vafalítið var þetta hripað niður til
minnis eftir umræðu í matsal Landspítalans.
Sé flett upp í Iðorðasafni lækna má finna að
blóðskiljun er íslenska orðið, sem valið hefur verið
fyrir hemodialysis. Sé hins vegar leitað að dialysis
koma í ljós þýðingarnar himnuskiljun, límingasíun
og svifefnasíun, en tvær þær síðarnefndu eru aftur
komnar úr Islenskum læknisfræðiheitum Guð-
mundar Hannessonar. Límingar og svifefni tákna
þar colloid, efni sem komast ekki í gegnum skæni
eða pergament.
Orðið dialysis er komið úr grísku, myndað úr
forskeytinu dia, sem merkir í þessu samhengi
gegnum, og lysis, sem merkir losun, upplausn eða
leysing. Skilgreiningu á dialysis má finna í læknis-
fræðiorðabók Stedmans: Aðskilnaður kristallsefna
(crystalloid substances) frá kvoðuefnum (colloid
substances) í lausn, með því að koma fyrir hálf-
gegndrœpri himnu milli lausnarinnar og vatns. Þá
fara kristallsefnin í gegnum himnuna og út í vatnið
en kvoðuefnin ekki. Hemodialysis er síðan hreinsun
blóðs af uppleysanlegum efnum með því að nota
hálfgegndrœpa himnu. Slík blóðhreinsun fer gjarnan
fram í svonefndu gervinýra utan líkamans og nefn-
ist þá á ensku extracorporeal hemodialysis.
Náttúruleg blóðhreinsun fer fram í nýrunum, en
tilbúna blóðhreinsun má einnig framkvæma í
líkamanum. Peritoneal dialysis er ekki að finna
sem uppflettiorð í Iðorðasafni lækna, en má til
samræmingar ofangreindu nefna skinuskiljun, líf-
himnuskiljun, kviðarskiljun eða kviðskiljun. Orða-
bók Stedmans upplýsir að með peritoneal dialysis
megi losa líkamann við vatn og uppleysanleg efni
með því að dœla vökva inn í kviðarliolið og fjar-
lœgja hann aftur þegar þessi efni hafa lekið úr blóði,
um lífhimnu (skinu) og út í vökvann. Lífhimnan er
þá hin hálfgegndræpa himna, sem sér um aðskilnað
efnanna.
Skilun, skiljun
Eftir þennan langa formála rifjast það upp, að um-
ræðan um blóðskilun og kviðskilun hófst með því að
Páll Ásmundsson, nýrnasérfræðingur, sagðist nota
skilun en ekki skiljun þegar hann ræddi eða skrifaði
um dialysis. Undirritaður var sama sinnis og lofaði að
athuga málið.
Hvorugt nafnorðið, skilun eða skiljun, er að
finna í Orðabók Menningarsjóðs. Gera má því ráð
fyrir að Orðanefnd læknafélaganna hafi á sínum
tíma tekið upp orðið skiljun í staðinn fyrir orðið síun,
sem notað er í Læknisfræðiheitum Guðmundar
Hannessonar. Skiljun er þá leitt af sögninni að
skilja (greina sundur, skipta) á sama hátt og nafn-
orðið skilja (skilvinda). Málfræðingar munu vafa-
laust krefjast þess að þetta nýja nafnorð Páls, skilun,
41
48 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87