Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 49

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 49
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 sé myndað af sögninni að skila. Hún hefur hins vegar ekki þá merkingu að aðgreina. Páll getur þá á móti haldið því fram að blóðið skili ýmsum efnum út í skilunarlausnina og að skilun fari þá fram. Hverjar sem endanlegar röksemdir og niður- stöður málfræðinga verða, þá tekur undirritaður afstöðu með Páli og hyggst framvegis nota skilun en ekki skiljun. Þarna er komið lipurt og gott orð, nýyrði sem skilst vel í réttu samhengi. Frá landlækni Ólafur Ólafsson hringdi og kom með tillögu um nýja þýðingu á World Health Organization, sem hingað til hefur verið kölluð Alþjóðaheilbrigðisniálastofnunin. Þetta 11 atkvæða orð er full þörf á að stytta og tillaga Ólafs er verulega til bóta í þá átt, Heimsheilsustofn- unin. Vilji einhver skammstafa má nota HHS. Aðrar tillögur? FL 1993; 11(4): 6 Meira frá landlækni Fyrr í vetur sendi Ólafur Ólafsson stutt bréf, sem ekki hefur unnist ráðrúm til að segja frá fyrr. Þar greinir hann frá því, að í starfshópi, sem vann að undirbúningi að hóprannsókn Hjartaverndar árin 1967-1968, hafi orðið til eftirfarandi nýyrði: algengi áhættuþáttur faraldsfræði nýgengi sérhæfni (að) sía skil prevalence, risk factor, epidemiologia, incidence, specificity, (to) screen, discussion. Flest hafa þessi orð ratað inn í íðorðasafn lækna, en þakka ber upplýsingar um sögu þeirra. Athygli skal vakin á því að íðorðasafnið notar nafnorðið sértœki um specificity og sögnina að kemba um ensku sögnina to screen. Margir nota nú hins vegar sögnina að skima í stað sagnarinnar að kemba og nafnorðið skimun í stað nafnorðsins kcmbileit. Þá greinir Orðabók Máls og Menningar frá því að hvorugkynsnafnorðið farald sé sömu merkingar og karlkynsnafnorðið faraldur. Þess vegna nota sumir fræðimenn heitið faraldsfræði og aðrir faraldursfræði. Loks má benda á að orðin umrœða og umræður eru sennilega oftar notuð til þýðingar á enska orðinu discussion, heldur en fleirtöluorðið skil. Sómatískur Heitið sómatísk deild er að skjóta upp kollinum í skýrslum og stofnanamáli. Undirrituðum er ekki kunnugt um það hvort þetta er innflutt sænsk eftir- líking eður ei. Sjúkradeildir virðast nú skiptast í geð- dcildir og sómatískar deildir. Heitið soma er komið úr grísku og er ýmist notað til að tákna líkamann án kynfrumna, búkinn án útlima eða hinn efnislega líkama án geðs og sálar. Að auki er enska lýsingar- orðið somatic oft notað til að vísa í líkamsvefi utan innri líffæra. Slanguryrðið „sómatískur" fer ekki vel í ís- lensku máli og það hlýtur að vera hægt að gera betur. Skorað er á orðhaga menn og hugsuði í læknastétt að koma nú með tillögur til úrbóta. Til að koma hugsanaferli af stað má nefna að soma er líkami, kroppur, búkur, lík eða hræ, en ef til vill kemur sitthvað fleira til greina. Þungaöarkonur I mars-hefti Læknablaðsins urðu meinleg mistök við prentun einnar greinar. íslensku bókstafirnir „þ“ og „ð“ urðu að lúta í lægra haldi fyrir stöfunum „p“ og „d“ meðan greinin var á ferð sinni gegnum myrkvið danskrar prentsmiðju. Þar kom vel á vondan eftir endurtekna gagnrýni undirritaðs á slettur og slangur- yrði starfsbræðranna. Nú fékk hann margfalda borgun í „fyndni“ af ýmsu tagi og á einhvern hátt komst þetta einnig til hinna haukfránu fréttamanna DV. Heilsu- gæslulæknir á miðju Norðurlandi hringdi og mótmælti þessari nýju stafsetningu. Hann sendi um leið þessa ágætu limru sem hann sagði vera eftir ónafngreindan kunningja sinn: Lifum vér tímana tvenna ef trúa má því sem menn kenna í DV i' dag um doktora-fag og pylsaþyt pungaðra kvenna. Ristarkrókur Sami heilsugæslulæknir sagðist hafa það eftir konu úr Svarfaðardal að hornið, sem myndast á milli leggs og ristar framan við ökklann, væri gjarnan kallað ristar- krókur í þeirri sveit. Undirrituðum tókst ekki að finna latneskt fræðiorð í svæðalýsingarfræðinni sem samsvaraði ristarkróknum, en engu að síður gæti þama verið um gagnlegt heiti að ræða. Þannig má til dæmis segja að þreifa megi fyrir ristarslagæð (arteria dorsalis pedis) í miðjum ristarkróki. Þessu er hér með komið á framfæri. Gaman væri að heyra frá öðrum læknum sem rekast á skemmtileg eða óvenjuleg sjúk- dóms- eða líffæraheiti. FL 1993; 11(5): 6 Læknabladið/ fylgirit 41 2001/87 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.