Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 54

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 54
(ÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 finnst undirrituðum vont heiti, vegna þess að eitt sér gefur það mjög óljósa hugmynd um hvað við er átt. Ef augnglerið væri kallað nœrgler væri þó um samstæðu að ræða. Stórsjá - víðsjá Við endurskoðun á fyrri pistli rifjaðist það upp að sumir rannsóknarmenn nota heitið víðsjá um þá sjá, sem þar var nefnd stórsjá (E. macroscope). Reyndar er það svo að erlendir framleiðendur tækjanna hafa ekki kdmið sér saman um almenn tegundarheiti. Það, sem sumir nefna macroscope, nefna aðrir dissecting microscope og enn aðrir stereomicroscope. Víðsjá er þýðing á síðasta tegundarheitinu og er það í fullu samræmi við víðóm útvarpsins. Sem inn- skoti má þó koma því á framfæri að undirrituðum líkar alls ekki að lýsingarorðið stereophonic sé þýtt sem víðóma. Hversu víður er ómurinn? Nær væri að tala um tvíóma eða tvírása hljóðvarp, eða hver man ekki eftir fjóróma (quadrophonic) hljóm- tækjum, sem vinsæl voru fyrir um það bil tveimur áratugum. Gefa þau ekki enn „víðari" óm? Rétt er og að geta þess að orðhlutinn stereo- er kominn úr grísku, af lýsingarorðinu stereos, sem merkti upp- haflega þéttur eðafastur (E. solid). Síðar var orð- hlutinn stereo einnig notaður í fræðiorðum til lýs- ingar á tjáningu eða skynjun dýptar eða þrívíddar. Loks má nefna að heitið þrívíddarsmásjá hefur einnig verið notað um fyrrgreint tæki, stereo- microscope. Villa I fyrri smásjárpistli slæddist inn villa, sem rétt er að leiðrétta. Þar var sagt að enska heitið scope væri komið af grísku sögninni skopeo, en hið rétta er að nafnháttur hinnar grísku sagnar er skopein. Sem fróðleiksmola má bæta því við að orðið microscope mun hafa verið sett saman á Ítalíu árið 1624 af einhverjum meðlimanna í hópi fræðimanna, sem nefndu sig Academia del Lincei. Einn þeirra var eðlis- og stjörnufræðingurinn Galileo. Prospective - retrospective I lokin má vekja athygli á orðum sem notuð eru til að gera greinarmun á tveimur tegundum fræðirann- sókna. Önnur byggir á gögnum, sem safnað er sér- staklega fyrir rannsóknina, og nefnist framskyggn, framsœ eða framvirk rannsókn, prospective study. Hin byggir á gögnum, sem þegar hefur verið safnað, oft í öðrum tilgangi, og nefnist afturskyggn, aftursœ eða afturvirk, retrospective study. Islensku orðin eru öll það lipur að óþarfi ætti að vera nota slettur og slanguryrði. FL 1993; 11(11): 9 Geðfræðiorð í október-pistlinum (FL 1993;11:9) VORU birtir stuttir kaflar úr bréfi frá Karli Strand, fyrrum yfirlækni á geðdeild Borgarspítala, og því lofað að síðar yrði hugað að einstökum geðfræðiorðum. Með bréfi Karls fylgdi listi ýmissa fræðiorða sem hann kveðst hafa notað í starfi sínu á liðnum 35 árum. Hann tekur fram „að sum orðanna kunna að vera smíðuð af öðrum en þeim er þetta ritar, að honum óvituðum, og verður hvorki hér né síðar deilt um slíkt faðerni, sem engu skiptir. “ Kvíðni Orðalistinn er í stafrófsröð hinna erlendu fræðiheita og fyrst kemur þar heitið anxiety, sem Karl nefnir kvíðni. Iðorðasafn lækna gefur hins vegar upp þýð- ingarnar kvíðakennd, kvíði, óróleiki eða geigur og lýsir hugtakinu þannig: Tilfinning um óöryggi eða spennu sem á rót sína að rekja til ímyndaðrar eða óraunverulegrar ógnunar... . Læknisfræðiorðabók Stedmans tekur í sama streng á þann veg að anxiety tákni skynjun hœttu og hrœðslu án þess að augljóst áreiti valdi. Nafnorðið kvíðni finnst í íslenskri orða- bók Máls og menningar frá 1992, talið tilheyra sál- fræði, og er hugtakið útskýrt á þann veg að kvíðni sé sambland af ótta og óvissu sem á rót í dulvitund sjúklings. Kvíði er hins vegar ótti, beygur, það að kvíða. Þetta ber vafalítið að skilja þannig að kvíðni sé sjúklegt fyrirbæri, það að finna til ótta og óvissu án til- efnis, en að kvíði sé hins vegar ótta- og óvissutilfinn- ing sem stafi af ákveðnu tilefni. Sé þessi skilningur réttur virðist hér komið gagnlegt fræðiorð sem taka ætti inn í íðorðasafnið. Geðfræði Aftarlega í listanum birtist fræðiheitið psychiatry, sem Karl nefnir geðfræði. Geðfræði virðist við fyrstu sýn lipurt og lýsandi heiti, en hvernig á að nota það? Um psychiatry notar Iðorðasafn lækna íslensku heitin geðlœknisfrœði og geðsjúkdómafrœði. Erlenda fræði- orðið er komið úr grísku, þar sem psyche er sál, hugur eða geð og nafnorðið iatreia er 1 œknisfrœðileg með- ferð. Gerður er greinarmunur á psychiatry, þeirri sér- grein læknisfræði sem fjallar um greiningu og með- ferð geðsjúkdóma, og psychology, þeirri sjálfstæðu fræðigrein sem fjallar um sál, hegðun og andlega starf- semi manna og dýra og nefnist á íslensku sálfræði. Undirritaður ætlar ekki að hætta sér út á þann hála ís að tjá sig nokkuð um mismun geðs og sálar, en óneitanlega virðast þessi heiti, sálfræði og geð- fræði, góðar hliðstæður. Vafalítið er þó ekki nein 54 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.