Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 55

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 55
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 ástæða til að breyta þeim heitum, sem þegar hafa unnið sér fastan sess, svo sem geðlæknisfræði og geðlæknir. Hins vegar má spyrja hvort þeir, sem nú kalla sig sálfræðinga, geti ekki tekið heitið geð- fræði til handargagns. Klínískur sálfræðingur gæti til dæmis borið starfsheitið geðfræðingur. Depression - mania í fyrrgreindum lista Karls Strand eru heitin geðlægð og geðhæð birt sem þýðingar á fræðiheitunum de- pression og mania. íðorðasafnið gefur upp þrjú heiti sem nota má um depression: geðdeyfð, þunglyndi og depurð, og þrjú sem nota má um mania: geðhœð, œði og oflœti. í október-pistlinum 1991 (FL 1991;9:9) var stungið upp á því að nota heitið depra um de- pression og skal það nú ítrekað. Starfshópur á vegum Orðanefndar hefur nýverið sent frá sér ís- lenskan geðfræðiorðalista sem nefnist Greiningar og tölfræðihandbók ameríska geðlæknafélagsins um geðröskun. Listinn var gefinn út sem fylgirit Læknablaðsins nr. 23 í maí 1993. Þar hafa heitin geðlœgð og geðhœð verið tekin upp og eru notuð í samræmi við fyrrnefndan lista Karls. Heitið geð- deyfð er þar notað um mclancholia og depurð um depressed mood. Æði og oflæti er hins vegar ekki að finna í þeim lista, nema ef vera skyldi í þeirri staðreynd, að listinn virðist gefinn út áður en frá- gangi og uppsetningu orðanna er að fullu lokið. Ekki verður að sinni lagður neinn dómur á ofangreind heiti, en til að auka á fjölbreytni í orða- vali má benda á samstæðurnar depru og æði, fálæti og oflæti, þunglyndi og oflyndi. Loks má geta þess að í Islenskri samheitaorðabók Svavars Sigmunds- sonar eru gefin upp um það bil 20 samheiti fyrir hvort orðanna þunglyndi og æði. Af nógu er því að taka. Lýkur nú geðfræðihjali að sinni. FL 1993; 11(12): 9 Aðsent efni I ÞESSUM PISTLI ER ÆTLUNIN AÐ RÆÐA ýmislegt efni sem borist hefur á undan- förnum vikum og mánuðum. Orðanefnd læknafélaganna og einstökum meðlimum hennar, ekki síst undirrituðum, er það ætíð ljúft að fá fýrirspurnir um þýðingar fræðiorða, hvort heldur fyrirspyrjendur eru að fást við að bæta sitt daglega málfar eða vinna að ritmáli af einhverju tagi. Abend- ingar og nýjar hugmyndir eru einnig vel þegnar, sér- staklega þegar um er að ræða hugtök sem ekki hafa enn verið tekin inn í Iðorðasafnið. Oncocytoma Oncocytoma er heiti á sérkennilegum og sjaldgæfum æxlum sem geta meðal annars greinst í nýra, skjald- kirtli, munnvatnskirtli og heiladingli. Þetta heiti er að minnsta kosti 50 ára gamalt, en hefur þó ekki verið þýtt á íslensku svo undirrituðum sé það kunnugt. Þó heiti æxlanna á þessum mismunandi stöðum sé eitt og hið sama, er ekki alveg víst að um nákvæmlega sams konar æxli sé að ræða, nema hvað varðar útlit frumn- anna við smásjárskoðun. En það er einmitt af sér- kennilega útliti æxlisfrumnanna sem æxlið fær nafn sitt. Frumurnar eru alla jafna fremur stórar, vel að- greinanlegar og hafa rauðbleikt, einsleitt eða komótt frymi og litla reglulega kjarna. Frumur með þessu útliti hafa verið nefndar oncocytes á ensku. Læknis- fræðiorðabók Stedmans greinir frá því að onco- sé af grískum uppruna, komið af onkos sem merkir fyrir- ferð eðafyrirferðaraukning. Hvorugt heitið, oncocyte eða oncocytoma, er að finna í íðorðasafninu. Hins vegar er orðhlutinn onco- oftast þýddur þar í öðrum samsetningum sem œxlis-, til dæmis er oncogen þar nefnt œxlisgen. Sé því haldið til streilu ber að þýða oncocyte með orðinu æxlisfruma og oncocytoma sem æxlisfrumuæxli. Eitt af samheitum æxlisins, þegar það kemur fyrir í munnvatnskirtli, er hins vegar oxyphilic cell adenoma, sem í beinni þýðingu gæti verið kirtilæxli sýrukærra frumna. Varla er það þó til eftirbreytni, en hins vegar má kenna æxlið við bleika litinn, sem æxlisfrumurnar fá við venjulega vefjalitun fyrir smá- sjárskoðun, og kalla það bleikfrumuæxli. Frum- urnar mundu með sömu reglu nefnast bleikfrumur. Annað samheiti er oxyphilic granular cell adenoma, og því mætti eins nefna æxlið bleikkornafrumu- æxli, en það finnst undirrituðum reyndar óþarflega langt og stirðlegt. Minimally invasive therapy Jónas Magnússon, prófessor, kom að máli við undir- ritaðan og óskaði eftir þægilegu samheiti fyrir ýmsa lœknismeðferð sem einkennist af því að innrás í líkamsvefi sé í lágmarki miðað við það sem tíðkast hefur. Sem dæmi nefndi hann leysigeislameðferð á sjónulosi í auga og gallblöðrutöku við kviðspeglun. Þetta vandamál hefur legið í dimmu hugskoti í nokkrar vikur og verið viðrað á orðanefnarfundi án þess að nokkur hugljómun hafi fengist. Heitið in- vasion er þýtt í íðorðasafninu sem innrás og lýsingar- orðið invasive sem 7. ífarandi, 2. inngrips-. í meina- fræði er innrás illkynja æxla í aðra vefi, invasion, Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.