Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 58

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 58
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Smáskurðameðferð Undirrituðum tókst ekki að fara rétt með tillögu Þórarins Guðnasonar (Fréttabréf lækna 1994,12: 8- 9) um íslenskt heiti á mininially invasivc therapy og er hann beðinn afsökunar á því. Rétt skal rétt vera. Með orðum Þórarins: „Mórallinn af þessu er auövitað: Talaðu aldrei um alvarleg eða viðkvœm mál í síma!“ Þórarinn vill hafa smáskurðina í fleirtölu og bendir á að þeir séu fleiri en einn í hverri aðgerð. Auk þess vill hann að tillaga sín um smáskurðameöferð eða smáskurðalækningar minni á gamalkunnugt íslenskt heiti á raunar óskyldu fyrirbæri, smáskammtalækningum (homeopathy). Frásogsbilun Fræðiheitið malabsorption kom nýlega fyrir í rituð- um texta sem undirritaður var að ganga frá til birt- ingar. Uppfletting í íðorðasafni lækna leiddi í ljós íslenska heitið vanfrásog, sem hljómar ekki sérlega vel. Lýsingarorðið malus er til í latínu og merkir illur eða slœmur. Forskeytið mal- er neikvæðrar merk- ingar og ýmist þýtt með van-, rang- eða ill-. Nefna má einnig að malfunction er þýtt sem starfsbilun eða starfsröskun. Því kom í hugann þýðingin frásogs- bilun. Skeiðarkanni Bjarni Jónasson, læknir í Garðabæ, hringdi og var að leita að íslensku heiti á áhald sem notað er með ómtæki (sónar) til að skoða líffæri í grindarholi gegnum leggöng kvenna. Enska heitið er vaginal probe en fyrirspurn á ómdeild kvennadeildar Land- spítala leiddi í ljós að nothæft íslenskt heiti skorti. Hér liggur beint við að nota heitið skciöarkanni og er það sambærilegt við heiti á lyfjaforminu skeiðarstfll. I ljós kemur að þýðing Iðorðasafnsins á sup- pository, endaþarmsstíll, er ekki alveg rétt. Læknis- fræðiorðabók Stedmans skilgreinir suppository sem gegnheilt lyfjaform til íkomu í líkamsop önnur en munn, til dœmis endaþarm, skeið eða þvagrás. Suppository er því stíll, en rcctal suppository er endaþarmsstíll. FL1994; 12(3); 6 Húðfræði Dermatologia er heiti þeirrar fræðigreinar sem fjallar um húðina, og er greinin skilgreind þannig að viðfangsefnin séu bygging húðar, starfsemi hennar og sjúkdómar. Bein þýðing gríska heitisins er húðfræði. en vafalítið er hvorki þörf né möguleiki á að breyta því heiti sem fyrir löngu hefur áunnið sér hefð, húðsjúkdóina- fræði. Þeir læknar, sem fást við greiningu og meðferð húðsjúkdóma, nefnast húðsjúkdómalœknar eða einfaldlega húðlœknar (samanber augnlæknar og geðlæknar). Flestir íslenskir húðlæknar hafa reyndar sérfræðileyfi sem nær til húð- og kynsjúkdóma, en það er önnur saga. I erlendum orðabókum má finna heitið dcrmatologist, sem í beinni þýðingu ætti að vera húðfræðingur. Læknisfræðiorðabækur skil- greina hins vegar heitið dermatologist þannig að um sé að ræða lækni sem fæst við húðsjúkdóma. Undir- rituðum er ekki kunnugt um það hvort gríska heitið dermiatros (húðlæknir) hafi nokkurn tíma verið til eða hvort til séu húðfræðingar aðrir en húðlæknar. Húðin Gríska heitið derma mun upphaflega hafa verið notað um húðina alla, en heitið dermis er nú oftast eingöngu notað um meginlag hennar, leðrið eða leðurhúðina, sem á latínu nefnist corium eða cutis vera. Yfirborðslag húðarinnar er epidermis, sem á íslensku nefnist nú húðþekja. Húðþekjan, þó þunn sé, skiptist í fjögur lög, en þau nefnast grunnfrumnalag eða grunnlag (stratum basale), þyrnifrumnalag eða þyrnilag (stratum spinosum), kornafrumnalag eða kornalag (stratum granulosum) og loks er hornlag eða hyrnilag (stratum corneum) á yfirborði. Leðrið er mun þykkara og gert úr þéttum band- vef, en skiptist þó einungis í tvö lög, stratum papill- are, sem íðorðasafn lækna nefnir nabbalag, og stratum reticulare, sem íðorðasafnið nefnir netlag. Þetta heiti, nabbalag, finnst undirrituðum miður heppilegt. Orðið papilla er komið úr latínu og er útskýrt þannig að það sé notað um geirvörtulíka upphækkun (E. nipplelike eminence). íðorðasafn- ið gefur þrjár þýðingar á fræðiheitinu papilla: tota, nabbi og varta. Þar sem heitið papilla kemur fyrir í samsettum heitum er það hins vegar oftast þýtt sem tota, svo sem tanntota, táratota og skeifu- garnartota. Totur leðurhúðarinnar, papillae corii, sem ættu ef samræmis er gætt að heita leðurtotur, hafa hins vegar af einhverri ástæðu verið nefndar leðurnabbar. Undir húðinni tekur við lag af bandvef og fitu- vef sem nefnist húðbeður á íslensku, á latínu ýmist subcutis eða tela subcutanca og á grísku hypo- dermis. Húðfræðiorö Því er húðin nú tekin lil umfjöllunar, að vinnuhópur Orðanefndar hefur um nokkurt skeið unnið að því að safna fræðiorðum sem tilheyra húðsjúkdómafræði. 58 Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.