Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 59

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 59
IÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Þau orð, sem þegar eru komin inn í íðorðasafnið, verða tekin til endurskoðunar og fleirum bætt við. Stefnt er að því að öll helstu fræðiheiti þessarar sérgreinar verði þýdd á íslensku. Skilgreining skal fylgja hverju heiti þannig að víst sé hvað við er átt. Ekki er úr vegi að rifja upp nokkur af þeim orð- um sem notuð eru til að lýsa meinsemdum í húð. Heitið macula er oft notað til að lýsa afmörkuð- um, flötum húðbreytingum, sem hafa annan lit en aðlæg húð. Þessar breytingar geta verið dökkar eða ljósar en mega samkvæmt skilgreiningu hvorki vera lægri né hærri en húðin umhverfis þær. í íð- orðasafninu eru þrjár tillögur að þýðingu á macula: blettur, díll og drafna. Æskilegt væri að velja eitt þeirra. Heitið papula er hins vegar notað um litlar, gegnheilar og afmarkaðar húðbreytingar, sem eru hærri en húðin í kring. Sumar læknisfræðiorða- bækur tiltaka að papula sé minni en 0,5 sm í þver- mál. Iðorðasafnið setur einungis fram tvær tillögur að þýðingu, en það eru heitin nabbi og arða. Þar finnst undirrituðum að betur megi gera, til dæmis með því að nota fremur heitið bóla. Maculo- papular húðbreytingar má þá nefna blcttabólóttar. Næst má nefna nodulus, en það heiti er notað um ýmsar afmarkaðar, gegnheilar, upphækkaðar húðbreytingar, sem eru á bilinu 0,5 til 2 sm í þver- mál. Iðorðasafnið gefur upp þrjár tillögur að ís- lenskun, hnökri, arða eða hnúður. Undirrituðum líst best á það síðasttalda (sjá þó pistil 53). Loks er að geta um heitið plaque sem gjarnan er notað um upphækkaða og oftast fremur þétta húðbreytingu, sem er stærri um sig en papula, en skagar minna upp frá yfirborði en nodulus. íð- orðasafnið gefur tvær þýðingar, hörsl og skella. Þar gæti heitið þykkildi einnig komið til álita. FL1994; 12(4); 6 Þýðingar óskast Stöðugt berast óskir um pýðingar á erlendum fræðiorðum. Það er gleðilegt að finna að læknar leggja sig meir og meir fram um að vanda það ritmál sem þeir láta frá sér fara. í talmáli lækna má þó enn betur gera, eins og oft hefur verið rakið í þessum pistlum, ekki síst á virðulegum fræðslufundum og þegar rætt er við sjúklinga. Orðanefndin og undirritaður eru fús til þess að taka við fyrirspurnum og að hafa milligöngu um leit að góðum orðum. Hér verður getið þriggja fyrirspurna. Útbýti, aðrétta, dreifigögn Ásgeir Theódórs biður lækna um að láta frá sér heyra ef þeir hafa gott heiti á þeim kennslugögnum sem dreift er til nemenda í tengslum við fyrirlestra. Á ensku er slíkt gjarnan nefnt handout, en á íslensku hafa heyrst heitin útbýti og aðrétta. Hið fyrra er hvorugkyns, það útbýtið, en hið síðara kvenkyns, hún aðréttan. Útbýti finnst ekki í íslenskri orðabók Máls og Menningar, en þar má finna aðréttu, sem sagt er sjaldgæft. Gefnar eru þrjár merkingar: gjöf eitthvað sem einhverjum er rétt og loks skammir. Frá sjónar- hóli kennara líst undirrituðum mun betur á útbýti. Það hljómar einhvern veginn betur að segja: „Þetta er útbýti dagsins/“, en að segja: „Þetta er aðrétta dags- ins!“. Til viðbótar má stinga upp á heitinu dreifigögn. Ofhreyfikvilli ? Helgi Jónsson, læknir, hringdi og var að fást við þýð- ingu á heitinu hypermobility syndrome. Þetta heil- kenni einkennist af mjúkum liðböndum og auknu hreyfisviði liðamóta. Hvorki hypermobility né hyper- mobility syndrome er að finna í íðorðasafni lækna. Mobility er hins vegar þýtt sem hreyfanleiki og þá má þýða hypermobility sem ofhreyfanleika á íslensku. Heilkenni ofhrcyfanleika eða ofhreyfanleikaheil- kennið eru hins vegar stirðleg heiti. Spyrja má einnig, hvort taka eigi tillil til þeirrar áráttu erlendra fræði- orðasmiða að nota „syndrome" í tíma og ótíma þegar þeir eru að setja saman ný fræðiheiti. Þeim til varnar má vafalaust segja að heilkennisheitið gefi til kynna að um fræðilega skilgreindan kvilla sé að ræða, en að ofhreyfanleiki geti verið líkamlegur eiginleiki án sjúk- dómstengsla. Ef til vill getur oihreyfanleikakvilli komið til greina sem heiti á þessu fyrirbæri. Hugsan- lega má stytta enn meir og tala um ofhreyfikvilla. Pigmented villonodular synovitis Erfiðasta verkefnið að þessu sinni kom frá Halldóri Baldurssyni, lækni, en hann var að fást við þýðingu á pigmented villonodular synovitis, sem ekki finnst í Iðorðasafninu. Heitið lýsir brúnleitum ofvexti í lið- slímu, totumyndandi, hnútóttum og af óþekktum uppruna. Brúni liturinn stafar fyrst og fremst af út- fellingum hemósíderíns, sem er niðurbrotsafurð blóð- rauða, hemóglóbíns. Hemósíderín hefur fengið hina afleitu þýðingu vefjajárn í íðorðasafninu, en látum það liggja milli hluta að sinni. Orðhlutauppflettingar og bein orðhlutaþýðing á fyrrgreindu heiti gefa niðurstöðuna: lituð, títu- hnökrótt hálahimnubólga. Undirritaður hefur ýmislegt við þetta að athuga. í fyrsta lagi það að synovia, liðvökvinn, nefnist liðháli (kk), og á sama hátt að synovium, membrana synovialis, liðhimn- Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.