Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 60

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 60
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 an, nefnist hálahinma. Slíkt veldur stöðugri hættu á misskilningi, því að heitið á serosa (tunica serosa) er hála (kvk) eða hálhjúpur. Nær væri að nefna liðvökvann liðslím (hk) og liðhimnuna lið- slímu (kvk). I öðru lagi lætur heitið títa, sem þýð- ing á villus, ókunnuglega í eyrum, en ef til vill má þó venjast því. Pað bætir ekki úr skák að undir- ritaður hefur vanið sig á það, við lýsingar á fylgju- rannsóknum eftir barnsburð og fósturlát, að nefna villi chorii fylgjutotur. Vafalaust er ekki útilokað að skipta um og nefna þær nú fylgjutítur. Pá er það hnökri, sem þýðing á nodulus. I síðasta pistli tjáði undirritaður þá skoðun sína, þó án nokkurs rök- stuðnings, að heitið hnúður væri betra. í ljós kemur að þá stangast að vissu leyti á þýðingar á granul- oma, bólguhnúður, og nodulus, hnúður. Þetta er rakið til þess að benda á þann vanda, sem oft kemur upp við orðasmíð, að eitt rekst á annars horn. Líklega verður undirritaður því bæði að sætta sig við títuna og hnökrann. Lituð, títu- hnökrótt liðslímubólga tjáir erlenda heitið af ná- kvæmni og er einu atkvæði styttra. Enn styttra heiti væri þó æskilegra á máli arftaka hinna gagn- yrtu víkinga. FL 1994; 12(5); 8 Kennslugögn Prófessor Þorkell Jóhannesson hringdi og kvaðst vera upphafsmaður þess að heitið aðrétta væri notað um ákveðna tegund kennslugagna sem dreift væri til nemenda. Hann kvaðst nota heitið um kennslugögn sem væru komin á það stig að þau væru tilbúnir textar í hefti en ekki komin í útgefna bók. Heitið útbýti kvaðst Þorkell einnig nota um kennslugögn, en þá væri um að ræða stök blöð eða fá, ekki tilbúin í hefti. Hvort sem menn eru Þorkeli sammála eða ekki þá verður að segja að þessi vinnubrögð hans eru til fyrirmyndar, ekki einasta það að taka upp góð íslensk heiti í stað leiðinlegra slanguryrða heldur einnig að láta fylgja skilgreiningar. Undirritaður leitaði lítillega í tiltækum orða- bókum. íslensk orðabók Máls og menningar upp- lýsir að sögnin að útbýta merki að útdeila eða skipta í skammta. Þá er einnig til sögnin að býta, sem er svipaðrar merkingar, að útbýta, úthluta eða hafa skipti á. íslenska orðsifjabókin rekur uppruna þessarar sagnar meðal annars til dönsku sagnarinn- ar bytte: að skipta um eða hafa skipti á. Nafnorðið býti hefur hins vegar þrjár uppgefnar merkingar: skipti, hlutur eða kjör. Orðtakið að bera eitthvað úr býtuin má finna í íslensku orðtakasafni Halldórs Halldórssonar og merkir afl öðlast eitthvað. Væntan- lega er upprunaleg merking sú að fá hlut sinn úr skiptum á afla eða ránsfeng. Eins og greint var frá í síðasta pistli finnst nafnorðið útbýti ekki í þessum bókum, en er nú notað um það sem útbýtt er. Aðrétta Frásögn Þorkels af tildrögum þess að hann tók upp heitið aðrétta um fyrrgreind kennslugögn er frásagnar virði. Hann segist hafa fengið orðið að láni úr Sjálf- stæðu fólki Halldórs Kiljans Laxness og fyrst hafa notað það á þennan hátt í október 1993. I fimmtug- asta og sjöunda kafla segir frá því að Nonni litli sonur Bjarts í Sumarhúsum skyldi fara í fóstur alla leið til Vesturheims. Hann hafði fram til þessa sofið við fóta- gafl ömmu sinnar, undir skarsúð með lófastórum glugga. Heimurinn var að opnast fyrir honum, en hann gat ekki sofnað og ,/anst eins og líftð alt vœri uppfrá þessu ein hikandi vornótt,-“. Að skilnaði og honum væntanlega til einhverrar huggunar fer gamla konan „innundir koddableðilinn sinn og tekur þar fram lítinn paufa“, sem í voru „tveir dýrgripir, einu gripirnir sem hún átti, handlínan og eyrnaskefdlinn'". Þetta tvennt gaf hún Nonna litla, „betur gat hún ekki gert“, og sagði um leið: „O þetta er sosum eingin aðrétta. En þú getur vafið þessum klút um hálsinn á þér á hátíðisdögum þegar vel viðrar. Og eyrnaskef- illinn sá arna, liann ku hafa verið leingi í œttinni." Nonni litli þakkaði þegjandi og með handabandi, „þvíhann kunni eingin orð til að þakka slíka gjöf.“ A sinn hátt laka nemendurnir þegjandi við aðréttunni frá kennara sínum, en hvernig þeir kunna að meta hana er önnur saga. Lyfleysa A fræðslufundi fyrr í vetur var lýst eftir góðu heiti á því fyrirbæri sem nefnist placebo á fræðimálinu. í latínu má finna sagnorðið placeo, sem hefur verið tekið upp í ensku í formi sagnarinnar to placate, sœtta, róa eða gera ánœgðan. Placebo er því eitthvað sem sættir eða róar einhvern og gerir hann ánægðan. Læknisfræðiorðabækur gefa skilgreiningar á borð við þessar: 1. óvirkt efni í formi lyfs, sem er gefið sjúk- lingum til sefjunar, og 2. efni sem líkist lyft, sem verið er að prófa, en er óvirkt, oft án vitundar sjúk- lings og jafnvel lœknis. Iðorðasafn lækna gefur þýð- inguna lyfleysa, en vera má að það heiti líki ekki öll- um. Heitið lyfleysa samræmist fyllilega skilgreiningu tvö hér að ofan, en nær ekki að gefa í skyn hin sefjandi áhrif sem fyrri skilgreiningin vísar í. Hér með er lýst eftir fleiri tillögum. 60 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.