Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 63
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130
Type, typing, group
Ensk-ameríska heitið type er talið
komið úr grísku, af typos sem þýða má á
nokkra mismunandi vegu, til dæmis sem
fyrirmynd, mark, merki eða mót. í latínu má reyndar
finna heitið typus sem þýtt hefur verið með orðunum
gerð, tákn, mynd eða ímynd.
í íðorðasafni lækna má finna eftirfarandi skýr-
ingu á type: gerð. Sameindir, bakteríur, frumur og
veftr sem hafa sameiginleg einkenni. Dæmin, sem
þar eru tekin um notkun type í læknisfræðilegum
heitum, eru tvær gerðir lungnablöðrufrumna, type
I og type II cell, og sex gerðir glýkógenkvilla, type
I-VI, en ofangreind þýðing á type er þó ekki notuð
í þessum dæmum.
í fljótu bragði tókst undirrituðum ekki að finna
önnur dæmi í íðorðasafninu um notkun type í
samsettum heitum, ef frá er talið heitið karyotype.
Þar hefur reyndar farið svo að erlenda heitið hefur
verið þýtt beint samkvæmt orðhlutum, kjarnagerð,
en ekki tekið tillit til þeirra íslensku heita sem
komin voru í notkun, litningamynd og litninga-
gerð. Til útskýringar skal það nefnt að karyotype
er notað á tvo vegu, annars vegar sem heiti á ná-
kvœmum uppdrœtti eða mynd af litningum manns
eða dýrs og hins vegar sem heiti á lýsingu á bygg-
ingu og fjölda litninganna í ákveðnu tilviki. Sem
dæmi má nefna að eðlilegir litningar karlmanns
(the normal male chromosomes) eru táknaðir með
stöfunum 46,XY, sem er táknleg lýsing á litninga-
gerð hans. Mynd af eðlilegum eða afbrigðilegum
litningum, teiknimynd eða ljósmynd, nefnist ein-
faldlega litningamynd. Litningarnir eru vissulega
staðsettir í frumukjarnanum, en heitið kjarnagerð
er ekki heppilegt þegar eingöngu er verið að lýsa
þeim.
Typus
Sem sérstakt uppflettiorð í íðorðasafni lækna finnst
latneska heitið typus eingöngu í samsetningunni
typus sanguinis. blóðflokkur. í nýrri þýðingu á
fósturfræðinni (Nomina embryologica), sem gefin
verður út á næstunni, kemur heitið typus meðal ann-
ars fyrir í samsetningunni typus dysmorphicus, rang-
formunargerð, það er að segja tegund vansköpunar.
Eflaust má líta svo á að enska heitið type og latneska
heitið typus séu samheiti. í læknisfræðiorðabók Sted-
mans eru fleiri dæmi um notkun type í samsetning-
um, svo sem blood type og personality type. Hefð er
fyrir heitinu blóðflokkur, en undirrituðum er ekki
kunnugt um það hvort slíkt á einnig við um persónu-
leikagerð.
Typing
I orðabók Stedmans er einnig að finna typing, sem
lýst er þannig: Flokkun samkvœmt gerð (classifi-
cation according to type). Typing er ekki sérstakt
uppflettiorð í Iðorðasafni lækna, en kemur meðal
annars fyrir í samsetningunni blood typing, sem er
samheiti við aðalheitið blood grouping, blóðflokkun.
Þar er einnig komin á föst hefð. Sama má segja um
tissue typing, vefjaflokkun, sem ekki finnst þó í íð-
orðasafninu. Karyotyping er heiti á þeirri aðgerð, að
rannsaka og greina fjölda og byggingu litninganna
með skoðun í smásjá eða á smásjármynd, og nefnist
litningagreining. Þessi heiti þarf að taka inn í Iðorða-
safn lækna.
Group
Síðasta flokkunarheitið, sem undirritaður vildi taka
til umfjöllunar í þetta sinnið, er group. Það finnst ekki
sem sérstakt uppflettiorð í íðorðasafninu, en kemur
meðal annars fyrir í samsetningunum: Blood group,
blóðflokkur; control group, samanburðarhópur og
symptom group, einkennaheild. í fyrrgreindri orða-
bók Stedmans er heitið skilgreint sem hópur líkra
eða skyldra hluta. Fleiri samsetningar má nefna, svo
sem elemental graup.frumefnahóp; group medicinc.
hópstarf lœkna; group therapy, hópmeðferð; muscle
group, vöðvahóp og thcrapeutic group, meðferðar-
hóp.
Undirritaður óskar eftir ábendingum frá lesend-
um um fleiri orð og heiti sem varða flokkun eða
röðun í hópa, sem þýða þarf eða taka til samræm-
ingar, og ættu heima í íðorðasafni lækna.
Lbl 1994; 80(7): 333
Framburður
Framburður fræðiorða hefur lítið
verið til umræðu í þessum pistlum. Þó að
ákveðnar hefðir ríki um framburð margra
erlendu orðanna, fer því fjarri að fullt samræmi sé til
staðar. Læknar eru sennilega sammála um eftir-
farandi framburð: „penisillín", „túmor“,
„híperplasía“ og „bronkítis“. Hins vegar er ekki full
samstaða um hið latneska heiti lungnabólgu, sem
Læknablaðið / fylgirit 41 2001/87 63