Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 70

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 70
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 brögðum gegn sýkingu, með eða án sýklablœðis. Líklegt er þó að heitið fulminant sepsis eigi eftir að hverfa, en í stað þess komi severe sepsis, sem er nú formlega skilgreint hugtak: sýklasótt með trufl- un á líffœrastarfsemi, minnkuðu gegnflœði eða lœkkuðum blóðþrýstingi. Nota má sama íslenska heitið, svæsin sýklasótt. Lbl 1995; 81:355 Dyslexia Margrét Leópoldsdóttir, læknir, hafði samband og óskaði eftir umræðu um hugtakið dyslexia. Stofnað hefur verið félag, Islenska dyslexíufélagið, fyrir þá sem eiga við þetta vandamál að etja eða hafa áhuga á því. Þrátt fyrir rækilega umræðu tókst ekki að finna alíslenskt heiti á félagið og er það miður. Heitið dyslexia er komið úr grísku. Forliðurinn dys- vísar í erfiðleika, skort, tregðu eða eitthvað sem er rangt, slœmt eða erfitt. Miðhlutinn lex- er kominn af nafnorðinu lexis, sem merkir orð eða mál. Síðasti liðurinn -ia táknar svo ástand. Gríska sögnin legein merkir að tala eða segja frá. Heitið dyslexia getur samkvæmt þessu náð til ástands sem felur í sér erfiðleika með orð, mál eða tal. Upphaflega mun það þó eingöngu hafa verið notað um lestrarörðugleika, en önnur heiti voru notuð um önnur afmörkuð hugtök, svo sem dys- graphia um skriftarörðugleika, dyslogia um tján- ingarörðugleika og dysphasia um mál- og tal- örðugleika. Læknisfræðiorðabók Stedmans skil- greinir dyslexia þannig: lesfœrni langt neðan þess sem búast mœtti við, miðað við greind einstaklings og aðra fœrni. Iðorðasafn lækna gefur eftirtaldar þýðingar á dyslexia: torlœsi, lesvandkvœði, lestrar- örðugleikar og lesglöp. I íslenskum orðabókum má finna heitin les- blinda og orðblinda. Þau hafa náð nokkurri út- breiðslu meðal almennings, en verið gagnrýnd vegna þess að um eiginlega blindu er ekki að ræða. Skynjunin er í lagi en taugaboðin víxlast á leiðinni. Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði, sem gefin var út á vegum Islenskrar málnefndar 1986, tilgreinir lesblindu sem þýðingu á alexia og gefur skilgrein- inguna: spillt hœfni til að lesa skrifað eða prentað mál, þó að óskert sé sjón og greind. Þar er torlæsi gefið sem þýðing á dyslcxia og skilgreint þannig: spillt geta til lestrar eða skilnings á því, sem lesið er, upphátt eða í hljóði, óháð talgöllum. I orðaskránni má einnig finna heitin rithömlun fyrir dysgraphia, ritstol fyrir agraphia, málskortur fyrir dysphasia og málstol fyrir aphasia. Heilkenni Margrét, sem sjálf hefur reynslu af torlæsi, lét undir- rituðum í té ýmsar almennar upplýsingar um fyrir- bærið dyslexia. Fram kemur að hugtakið að baki þessa heitis hefur nú verið útvíkkað og nær til þess sem kalla má „erfiðleika með orð“, það er bæði til vandkvæða með lestur og ritun orða. Svo hafa sumir víkkað hugtakið svo mikið að réttast væri að tala um heilkenni (dyslexia syndrome). Þó að lestrar- og rit- örðugleikar, sérstaklega það að víxla stöfum, séu helsta merki þessa heilkennis, þá getur fleira fylgt, svo sem örðugleikar við að greina milli hægri og vinstri hliðar, viss hljóðskynjunarvandkvæði, dýptar- skynsvandamál og truflun á samhæfingu flókinna fín- hreyfinga. Almenn greindarskerðing er hins vegar ekki hluti af þessu heilkenni. Orðasmíð Hvernig er hægt að koma öllu þessu fyrir í einu ís- lensku heiti, sem er bæði nákvæmt og ekki niðrandi á neinn hátt? Það er sennilega ógerlegt. Hér er því, nánast í hnotskurn, eitt helsta vandamál íðorðasmíð- anna. Svo miklar kröfur eru gerðar til nýrra íslenskra íðorða að ekkert má út af bregða. Ætlast er til að ís- lensku heitin sýni nákvæmlega það sem að baki ligg- ur, en séu þó stutt og með réttri hrynjandi. Að öðrum kosti eru þau dæmd til einmana refsivistar í lokuðu Iðorðasafninu! Vondum erlendum fræðiorðum, svo sem dyslcxia. er slett, fremur en að notuð séu einhver þeirra íslensku orða, sem þó er völ á. Félagið hefði vel mátt heita Islenska torlæsisfélagið eða íslenska les- og ritvillufélagið (skammstafað ÍSLES). Orðið torlæsi gefur ekki til kynna að um sér- staka tegund lesörðugleika sé að ræða. Betur má því gera við þýðingu á dyslexia (í þrengstu merk- ingu). Undirritaður hefur nýlega fengið því fram- gengt hjá Orðanefndinni að fyrirbærið dysplasia verði nefnt rangvöxtur (ekki misvöxtur) og í sam- ræmi við það getur dyslexia fengið heitið ranglæsi og dysgraphia heitið rangskrift. Dyslexia í víðari skilningi (dyslexia syndrome) þarfnast einnig úrlausnar. Meðal þess, sem í hug- ann kemur, eru heitin: ranglæsisheilkcnni, stafa- víxlaheilkenni, orðvilluheilkenni, táknboðatruflun og boðtregðuheilkenni. Hafi einhver lesandi betri tillögur er hér með óskað eftir þeim til umræðu og kynningar. Lbl 1995; 81:435 70 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.