Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 72

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 72
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 nauð sem fram kemur við alvarlegan súrefnisskort hjá fóstri eða ófæddu barni. Klínísk merki um fósturnauð eru til dæmis truflanir á hjartslætti og óvænt litun legvatns. Litun legvatnsins stafar af því að fóstrið - eða barnið - missir ristilinnihald út í legvatnið þegar það verður fyrir alvarlegu áfalli. Meconiuin nefnast fyrstu hægðirnar, sem koma frá nýfæddu barni, og á sama hátt hægðainnihald ristils hjá fóstri. Heitið meconium er komið úr grísku og er talið dregið af niekonion, heiti á safa valmúans, sem ópíum er unnið úr. Sá safi er væntanlega þykkfljótandi og svipaður útlits og umræddar nýburahægðir. Meconium hefur fengið heitið barnabik í Iðorðasafninu, en í íslenskum læknisfræðiheitum Guðmundar Hannessonar frá 1954 er einnig getið um barnaat og barnasortu. Undirritaður hefur notað heitið fóstursaur, eink- um þegar um fóstur er að ræða. Fóstursaurinn er svargrænn, þykkur og slímkenndur, og gefur leg- vatninu sérkennilegan grænleitan blæ þegar hann blandast því. Hugtakið grænt legvatn er vel þekkt á fæðingarstofnunum sem vísbending eða merki um hættuástand hjá ófæddu barni. Fósturnauð er nýtt heiti, góð og lipur þýðing á fetal distress, og þarf það einnig að komast inn í Iðorðasafn lækna. I þessari samsetningu táknar fetus ekki eingöngu fóstur, heldur, og jafnvel miklu fremur, ófætt barn. Barnsnauð er gamalt ís- lenskt heiti, sem vísar til fæðingar barns. Pað er annars vegar notað um eðlilega jóðsótt, léttasótt eða fœðingarhríðir konu, en hins vegar um erfiða fœðingu. Orðið jóð merkir ungbarn eða afkvœmi, en samkvæmt Islenskri orðsifjabók Asgeirs Blöndals Magnússonar er uppruni þess óviss og umdeildur. Kona í barnsnauð getur því ýmist verið þunguð kona sem hefur tekið léttasóttina án sér- stakra vandkvæða eða þunguð kona sem á í erfið- leikum með að fæða. Heilkenni - samkenni Þorkell Jóhannesson, prófessor, sendi stutt bréf í til- efni af umræðu um heilkenni í síðasta pistli. Þorkell kvaðst í mörg ár hafa notað heitið samkenni um syndrome, og sagði svo: „enda er það nokkuð gegn- sœ og augljós þýðing og merkir einfaldlega öll þau einkenni, sem eru sameiginleg nánar skilgreindu og afmörkuðu sjúkdómsástandi.“ Undirritaður notaði sjálfur heitið sanistæða, og þótti það best, þar til hann tók þá ákvörðun að hlýða vísbendingu íðorða- safnsins og fara að nota orðið heilkenni, sem hann hefur síðan getað sætt sig við. Ekki er hægt að gagn- rýna röksemdafærslu Þorkels, en henni má reyndar fullt eins vel snúa lil varnar hinum orðunum. Hins vegar þurfa læknar að ná sátt um eitt heiti og þar sem heilkenni er nú, með aðstoð Iðorðasafns lækna, að ná vissri útbreiðslu, sýnist það rétti kosturinn. Bakrauf Bakrauf er heiti sem undirritaður virðist alls ekki geta vanist og kveinkar sér reyndar undan í hvert sinn sem það kemur fyrir í verkefnum starfshóps Orðanefndar. Fyrsta mótbáran var sú að hér væri um gamla dönskuslettu að ræða. I Danskri orðabók Freysteins Gunnarssonar frá 1957 er að vísu ekki að finna „bagr0v“, en þar kemur orðið r»v fyrir og er talið ruddalegt heiti á rassskoru, rassi eða boru. Danska orðið bag merkir að sjálfsögðu bak, en í sömu orðabók eru einnig gefnar þýðingarnar bossi, rass og bakhluti. I Lexicon poeticum Sveinbjarnar Egilssonar frá 1931 er greint frá því að Bakrauf sé heiti á tröll- konu, „egl. Bagr0v med en spalted bag, eller med en usœdvanlig stor r0v.“ I Læknisfræðiheitum GH er heitið bakrauf hins vegar notað sem íslenskt fræðiheiti á anus og hefur síðan verið tekið upp í íðorðasafn lækna. Þar er það talið upp á undan heitunum endaþarmsop og rassgat, sem gefur til kynna að bakrauf sé besta heitið. í Líffæraheitum Jóns Steffensen er „bakið“ í bakrauf haft innan hornklofa og gefur það til kynna að rauf sé full- nægjandi heiti á anus. Lbl 1995; 81: 569 Endaþarmsop Heitið anus er komið úr latínu en hugmyndir um uppruna virðast ekki einhlítar og sumar lítt skiljanlegar. Vísað er í sanskrít þar sem sögnin as merkir að sitja og sögnin an merkir að anda eða að blása. Læknis- og líffræðiorðabók Wileys rekur skyldleika til latneska orðsins animus, sem merkir andi, sál eða hugur. Þá er vísað til þess að latneska nafnorðið anus geti merkt liringur. Skilgreining læknisfræðiorðabókar Sted- mans á anus er þessi: Neðra op meltingarvegarins, liggur í glufunni milli þjóhnappanna, en um það eru hœgðir losaðar. Lýsingar í líffærafræðibókum benda til þess að opið á endaþarminum sé hringlaga. Máltilfinning undirritaðs er hins vegar á þann veg að rauf' sé aflangt op á sama hátt og rifa eða glufa. Það er 72 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.