Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 75

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 75
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 um. Nægir að nefna bakteríuna Helicobacter, sem fyrir skömmu hét Campylobacter og þar áður Vibrio. Heiti einstakra sýkla eiga sér margvíslegan uppruna, til dæmis eru þau oft dregin af nöfnum vísindamanna (Salmonella, Escherichia, Klebsi- ella, Neisseria, Nocardia), stundum af sérstöku út- liti (Streptococcus, Diplococcus, Clostridium, Helicobacter, Corynebacterium, Spirochaeta), en einnig af staðsetningu sýkingar í líkamanum (Pneumococcus), sjúklingahópi sem hefur veikst af þeirra völdum (Legionella), búsetu í líkaman- um (Enterococcus) eða jafnvel hegðun á smásjár- gleri (Vibrio). Mannanöfnin er ógerlegt að þýða og einnig mörg hinna svo að vel sé. Umritun sýklaheita í pistli í Fréttabréfi lækna í ágúst 1990 fjallaði Karl Kristinsson, læknir, um nafngiftir í sýklafræði. Par kemur fram að einungis örfá hinna íslensku bakteríu- heita séu í notkun og segir Karl beinum orðum: „Óþarfi er að íslenska öll bakteríunöfn.“ Undirrit- aður vill nú stíga skrefi lengra og leggur til að bakt- eríuheiti verði ekki lengur þýdd á íslensku heldur umrituð nokkurn veginn hljóðrétt eins og heiti lyfja og lyfjaefna. Sem dæmi má taka: stafýlókokkur, streftókokkur, salmónella, eserikía, klebsíella, list- ería og hemófílus. Æskilegt væri að fenginn yrði vinnuhópur til að ganga frá samræmdum reglum. Lbl 1995; 81:751 Málfar á fræðslufundum Fyrir nokkru hlýddi undirritaður á læknisfræðilegan fyrirlestur, sem haldinn var á virðulegum fræðslufundi á íslenskri sjúkrastofnun. Auk fyrirlesara og fundarstjóra höfðu tugir manna úr ýmsum starfshópum safnast saman til að hlýða á forvitnilega frásögn af fræðilegum nýjungum í tiltekinni grein. Fyrirlesarinn hafði augljóslega lagt mikla vinnu í undirbúninginn og vildi án efa sýna fræðunum og áheyrendum sínum fulla virðingu. Hann var vel greiddur og vel klæddur og notaði augljósa þekkingu sína á efninu til að vekja hrifningu og áhuga viðstaddra. Þó var eins og honum hefði ekki komið í hug að tilefninu hæfði vandað íslenskt málfar. Erlendu sletturnar gengu yfir áheyrendur eins og fyrirlesarinn væri þátttakandi í óformlegum kaffistofuumræðum í þröngum hópi jafningja. Slettur Nýjustu hugtökin á fræðasviði fyrirlesara birtust flest í ensk-amerískum útgáfum án þess að tilraun væri gerð til íslenskunar. Sárast var þó að hlusta á slettur í stað algengra og almennt viðurkenndra íslenskra fræðiorða. Notað var heitið kanser í stað krabba, túnior í stað œxlis, malign í stað illkynja, hcnign í stað góðkynja, extensjón í stað útbreiðslu, inffltra- sjón í stað íferðar, organ í stað líffæris og lesjón í stað meins eða meinsemdar. Að auki var erlendum vefja- og líffæraheitum óspart slett: múkósa í stað slímhúðar, súbmukósa í stað slímhúðarbeðs, kólon í stað ristils og pankreas í stað briskirtils. Loks voru ýmis almenn erlend orð notuð án þýðingar: ópera- sjón í stað aðgerðar, próblem í stað vandamáls, korrclasjón í stað samanburðar og kombínasjón í stað samsetningar. Framantalið hefði flest mátt lagfæra án mikillar fyrirhafnar og án þess að fyrirlesturinn yrði hlað- inn óskiljanlegum nýyrðum. Nýju hugtökin, sem hvergi er að finna í læknisfræðiorðabókum, eru hins vegar erfiðari viðfangs og skal fyrirlesari í reynd ekki gagnrýndur vegna þeirra. Hitt má þó benda á að Orðanefnd læknafélaganna er ávallt reiðubúin til aðstoðar. Carcinoma in situ Starfshópur Orðanefndar ræddi nýlega um hugtakið carcinoma in situ. I Iðorðasafni lækna er það nefnt staðbundiö krabbainein, en það er að mati undir- ritaðs ekki nægilega sértækt heiti. Læknisfræðiorðabók Stedmans skilgreinir carcinoma in situ á þann veg að um sé að ræða meinsemd sem einkennist af þeim frumubreyting- um sem tengjast ífarandi krabbameini, en er bundin við þekju og án vefjafrœðilegra ummerkja um ífar- andi vöxt. I sama streng taka aðrar skilgreiningar. Læknis- og líffræðiorðabók Wileys bætir því við að meinsemdir af þessu tagi finnist oftast í leghálsi og húð, en einnig í berkju-, vélinda-, leggangna-, leg- slímu-, maga- og ristilþekju. Til viðbótar má nefna ganga og kirtilblöðrur í brjóstum. Almennt er gert ráð fyrir að carcinoma in situ sé vís fyrirboði ífar- andi vaxtar, krabbameins sem þrengir sér inn í að- læga vefi. Þarna er sem sagt um að ræða fullmynd- að krabbamein, en þó örsmátt og bundið við þekju slímhúðar, húðar eða kirtils. Nýlegt samheiti er intraepithelial carcinoma, innanþekjukrabbamcin. Situs er latneskt orð sem vissulega er oft þýtt með íslenska orðinu staður, en aðrar tilgreindar þýðingar eru: lega, staða, ástand, starf afstaða og bygging eða byggingarlóð. In situ merkir þá ein- faldlega á stað, til dæmis vísar heitið carcinoma in situ cervicis uteri í krabbamein á einhverjum stað í 71 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.