Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 79

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 79
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Ný útgáfa I LOK ÁRS 1995 KOMU ÚT PRJÚ ÍÐORÐASÖFN á vegum Orðabókarsjóðs læknafélaganna. Þetta eru bækumar Líffæraheiti, Vefja- fræðiheiti og Fósturfræðiheiti, en þær eru íslenskar þýðingar á alþjóðlegum útgáfum tilsvarandi fræði- heita (Nomina Anatomica, Nomina Histologica og Nomina Embryologica). í formálum bókanna kemur fram að unnið var að þýðingunum á árunum 1989 til 1993, þannig að tvö ár hefur tekið að koma útgáfunni í kring. Meðlimir Orðanefndar varpa því öndinni léttar og segja einum rómi: „Loksins!" Við þýðingu á líffæraheitunum var að sjálf- sögðu stuðst við útgáfu prófessors Jóns Steffensen frá 1972 á Alþjóðlegum og íslenskum líffæraheit- um Guðmundar Hannessonar frá 1941. Við þýð- ingu á vefjafræði- og fósturfræðiheitunum var hins vegar ekki um eldri útgáfur að ræða. Það er merk nýjung í þessum íslensku bókum, að teknar hafa verið saman latnesk-íslenskar og íslensk-latneskar orðaskrár með númerakerfi sem vísar lesendum inn í kerfisraðaða nafnahlutann. Orðaskrárnar eru í stafrófsröð og gera bækurnar mun nytsamlegri en ella hefði orðið. Fyrirspurnir Ýmsar fyrirspurnir um íslensk íðorð og þýðingar á erlendum fræðiheitum hafa borist undirrituðum undanfarnar vikur og mánuði. I flestum tilvikum er fyrirspurnunum svarað símleiðis eftir bestu getu og þá höfð hliðsjón af íðorðasafninu. Fyrirspurnirnar eru alltaf velkomnar og koma ótvírætt að gagni í íðorðastarfseminni. Þær eru oft mikilvægar vísbend- ingar um orð sem vantar í safnið og að auki stundum svo almenns eðlis að þær gefa tilefni til umræðu í íð- orðapistlunum. Að sjálfsögðu er ekki er alltaf hægt að svara að bragði með nýrri snilldarþýðingu á erfiðu orði eða hugtaki, en oft fer þó af stað hugsanaferill sem að lokum leiðir til viðunandi lausnar. Það verður ekki of oft ítrekað að ný erlend fræðiorð eru kærkomin viðbót í safnið og sama gildir um nýjar tillögur að íslenskum þýðingum. Orðasöfnun er einmitt mjög mikilvægur þáttur í starfseminni og verður ekki framkvæmd með því einu að leita í erlendum læknisfræðiorðabókum. Mörg af þeim fræðiorðum sem eru í daglegri notkun, sérstaklega heiti á nýjum aðferðum og Almenn heiti í HINUM ALMENNA KAFLA LÍFFÆRAHEITANNA (Nomina Anatomica) eru tilgreind ýmis heiti sem lýsa staðsetningu og afstöðu áhöldum, skila sér seint inn í stóru orðabækurnar. Læknar eru því beðnir um að hika ekki við að leita til undirritaðs eða einhvers annars af orðanefndar- mönnum þegar þörf er á aðstoð við íslenska íð- orðasmíð. Solidus Latneska lýsingarorðið solidus hefur verið tekið upp í ensku í styttri mynd, solid. í hinni miklu fjölfræði- legu orðabók Websters eru gefnar 29 skýringar á merkingu og notkun þessa orðs og kennir þar ýmissa grasa. Iðorðasafn lækna gefur þó einungis þýðing- arnar þéttur, sterkur eða traustur. í læknisfræðilegum samsetningum kemur orðið meðal annars fyrir þegar verið er að lýsa vefjum, líffærum eða æxlum sem eru gegnheil og innihalda ekki holrými af neinu tagi. Sú venja er hins vegar að skapast í sumum greinum, að æxli önnur en hvítblæði séu nefnd solid tumors á ensku og „föst æxli“ á íslensku. Gildir þá einu hvort „föstu æxlin“ eru gegnheil eða ekki. Þessu á undirrit- aður erfitt með að venjast og er það vafalaust þröng- sýni af hans hálfu að láta sér koma í hug að spyrja hvort þá séu einnig til „laus æxli“. Rétt er þó að minna á þá hliðstæðu, að nafnorðið solids er notað í eðlisfræði um efni sem eru í föstu formi, ekki í vökva- formi eða í loftkenndu ástandi, og eru þau nefnd föst efni. Að meðhöndla Glöggur hlustandi vakti athygli á sérkennilegri notkun sagnarinnar að meðhöndla í útvarpsviðtali um dag- inn. Fram hefði komið að tiltekna sýkla ætti að með- höndla með sýklalyfjum. Þótti honum rangt með farið, því að ætlunin hefði greinilega verið sú að sjúklingar fengju lyfjameðferð sem dræpi umrædda sýkla. Sögn- in að meðhöndla væri að vísu stundum notuð í dag- legu tali, en þá einungis þannig að sjúklingar væru meðhöndlaðir. Algengasta merking sagnarinnar að meðhöndla væri sú, samkvæmt orðabók Máls og Menningar, að fara vel eða illa með einhvern, en það ætti ekki alls kostar við um sýkladráp. Undirritaður leitaði álits hjá Baldri Jónssyni, forstöðumanni Islenskrar málstöðvar, og taldi hann notkun sagnarinnar að meðhöndla einnig vera óheppilega í merkingunni að veita meðferð. Lbl 1996; 82:236 líffæra og líkamshluta. Þau eru einnig notuð þegar staðsetja þarf sjúkdómsbreytingar og meinsemdir í líffærum og líkamshlutum. íslensku þýðingarnar eru Læknablaðið / fylgirit 41 2001/87 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.