Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 80
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130
flestar lýsandi og liprar og eiga skilið að komast í
almenna notkun. Það dregur alls ekki úr fræðilegri
nákvæmni þó að notuð séu íslensk fræðiorð í stað
hinna erlendu. Þvert á móti má finna dæmi um að
slettur erlendra fræðiorða séu oft notaðar af meiri
ónákvæmni en upprunalegu heitin.
Auðvitað þarf oft að sýna aðgæslu og vissa hug-
kvæmni þegar gripið er til íslenskunar á erlendum
heitum. Sem dæmi má nefna að þær slettur, sem
komnar eru af latneska lýsingarorðinu anterior,
þarf ýmist að þýða með atviksorðunum: fram eða
framarlega eða með lýsingarorðunum: fremri, fyrri
eða framanverður, og slettur komnar af posterior
ýmist með: aftur, aftarlega, aftari, seinni eða aftan-
verður. Slík hugarleikfimi getur brugðist þegar
álagið er mikið og vinnuhraðinn rneiri en góðu
hófi gegnir, en ef menn leitast við að nota íslensk
heiti verða þau að lokum munntöm. Nefna má hin
fleygu orð: „ Viiji er allt sem þarfri
Mestu máli skiptir að erlendar slettur séu ekki
hugsunarlaust teknar fram yfir góð íslensk heiti.
Nauðsynlegt er einnig að fletta öðru hvoru upp í
íðorðasafninu eða í Líffæra-, Vefjafræði- og Fóstur-
fræðiheitunum til að finna og rifja upp þau ís-
lensku heiti sem starfshópar Orðanefndar hafa
valið til notkunar. Ymislegt má vissulega gagnrýna,
en oft má þó segja: „Pað er vont, en það venst“.
Stööu- og afstöðuheiti
Undirrituðum finnst það beinlínis dapurlegt að sjá
sletturnar: „anteriort“, „posteriort“, „inferiort“ og
„superiort“ notaðar í sjúkraskrám eða rannsóknalýs-
ingum. Það er lítill vandi að segja: franiarlega í lunga,
aftan á fæti, neðarlega í ristli eða ofarlega í brjósti
og ekki verður séð að frá fræðilegri nákvæmni sé vik-
ið við það. Eins má skrifa grunnt eða grunnlægt í stað
„superficialt“ og minna má á að andheitin eru djúpt
og djúplægt. Sletturnar „ventralt" og „dorsalt“ ætti
sömuleiðis að vera hægt að losna við. Latneska lýs-
ingarorðið ventralis vísar fram til kviðar, en dorsalis
Fæðingarblettur
í 58. PISTLI VAR KVARTAÐ UNDAN ENDUR-
tekinni misritun á líffærisheitinu botnlangi
á vefjarannsóknarbeiðni, sem undirrituðum
barst-í hendur á vinnustað sínum. „N“-ið hafði verið
fellt niður þannig að ritað var „botlangi“. Oskýrum
framburði var um kennt en auðvitað hefur einnig
verið um að ræða ófullnægjandi þekkingu á íslensku
máli og á uppruna heitisins. Nýlega hefur einnig borið
á því að heitið fæðingarblcttur hefur verið misritað
„fæðingablettur" („r“-ið fellt burt). Óskýrum
framburði má ef til vill um kenna, en er þetta
vísbending um það sem koma skal?
aftur til baks. Þegar sagt er að meinsemd liggi
„ventralt við“ eitthvað má eins segja að hún liggi
kviðlægt eða framan við það sem miðað er við.
Sömuleiðis má segja að breyting liggi baklægt eða
aftan við í stað „dorsalt við“.
Ekki er alveg eins auðvelt að fást við heitin
proximalis og distalis. Þau eru mest notuð um
staðsetningar á útlimum, oftast þannig að stað-
setning er nær (proximal) eða fjær (distal) búkn-
um. Iðorðasafnið tilgreinir þýðingarnar fjarlœgur
eða fjar- og nœrlœgur eða nœr-. Samsetningarnar
„fjarlægt á framhandlegg" og „nærlægt á læri“ fara
ekki eins vel og „neðarlega á framhandlegg“ og
„ofarlega á læri“ Þar verður íslensk málvenja að
ráða og verður þó ekki séð að nákvæmni tapist.
Sömuleiðis má segja ofan við hné, neðan við oln-
boga, ofarlega í meltingarvegi eða ristli og neðar-
lega í berkjum. Kvíslar æða og greinar tauga má
hins vegar nefna nær- eða fjar- þegar efri og neðri
stangast á við almenna málvenju.
Heitin apicalis og basalis eru notuð til staðsetn-
ingar þegar um fleygmynduð líffæri er að ræða, til
dæmis hjarta eða lungu. Lungun snúa mjórri hlut-
anum upp þannig að vel fer á að tala um lungna-
topp, en hjartað snýr mjórri hlutanum niður og
hefur hann því fengið heitið hjartabroddur. Tungu-
brodd og nefbrodd þarf tæpast að kynna, en síður
þekkt eru heitin hvekksbroddur (apex prostatae)
og hnéskeljarbroddur (apex patellae). Þvagblaðran
hefur topp (apex vesicae), en tannrót brodd (apex
dentis). í stað „apicalt“ þarf því ýmist að nota
broddlægt eða topplægt eftir því hvert líffærið er.
Basalis hefur fengið þýðingarnar grunnlœgur, botn-
lœgur eða djúplœgur í Iðorðasafninu. Líffæraheit-
in tilgreina meðal annars lungnagrunn, hjartagrunn,
kjálkagrunn og hnéskeljargrunn, en basis cranii
nefnist höfuðkúpubotn. í stað „basalt“ ætti því að
nota grunnlægt eða botnlægt eins og við á.
Lbl 1996; 82:330
Undirrituðum er ekki kunnugt um það hversu
gamalt heitið fæðingarblettur er. í gagnasafni
Orðabókar Háskólans má finna dæmi frá síðustu
öld. Fæðingarblettur er uppflettiorð í Islensk-
danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920-1924 og
í Islenskum læknisfræðiheitum Guðmundar Hann-
essonar frá 1954 og er rithátturinn þar sá sami.
Sigfús þýðir með danska heitinu nioderniærke og
Guðmundur tilgreinir latneska heitið naevus. ís-
lensk orðabók Menningarsjóðs frá 1992 segir að
fæðingarblettur sé móleitur hörundsblettur sem
barn erfœttmeð. Lýsing Islensku alfræðiorðabókar-
80 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87