Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 82

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 82
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 ccitabolism, þœr sem breyti stóram sameindum í litlar. Anabolism hefur augljóslega valdið erfiðleikum þegar leitað var að íslensku heiti. Iðorðasafnið gefur fjórar þýðingar: aðlífun, tillífun, tillífgun og ílifun. Ekki hefur verið neitt auðveldara að komast að niðurstöðu um catabolism: frálífun, efnismolun og sundrunarferli. I Islenskri orðabók Máls og menningar finnst að auki orðið úrlífun og er það talið samheiti við frálífun. Gríska forskeytið ana- merkir upp, aftur eða til baka, en kata- er andheiti þess og merkir niður. Heitið anabolism er því notað um uppbyggingu lífrænna efna, en catabolism um niðurbrot. Undirrituðum er ekki kunnugt um uppruna orðhlutans -lífun, en í Orðabók Máls og menning- ar er hann ekki útskýrður með öðru en tilvísun í frálífun og úrlífun. Lífun er að ýmsu leyti gott heiti þegar vísa skal í lífræna starfsemi, en það virðist ekki hafa náð vinsældum í öllum herbúðum. Efna- lífun gæti þó verið heiti á lífrænum efnabreyting- um, efnaskiptum. Gaman væri nú að heyra frá kennurum læknadeildar eitthvað um það hver af þessum íslensku heitum séu í almennri notkun. Metabolite Læknisfræðiorðabók Stedmans skilgreinir á þann veg að metabolite sésérhver afurð efnaskipta (fœðu- efni, milliefni, úrgangsefni), sérstaklega frálífunar. í því samhengi er lífefni vafalítið vel samrýmanlegt íslenskt heiti. Þó finnst undirrituðum nú að betri kostur sé að taka upp heitið lífunarefni og það má þá skýra þannig að það sé efrii sem tekur þátt í eða verður til við efnalífun. Þessari hugmynd til varnar má búa til þær einföldu orðskýringar að lífefni sé hvert það efni sem nauðsynlegt er lífi, en að lífunar- efni séu einungis þau efni sem tengjast efitalífun, efnaskiptum. Um leið fæst lausn á upphaflega verk- efninu. Antimetabolite heitir þá andlífunarefni. Skil- greining Stedmans á antimetabolite er þessi: efni sem keppir við, kemur í stað eða verkar gegn tilteknu lífunarefni. Rétt er að minna á að heitin andefni og niótefni (antibody) eru þegar frátekin um önnur en þó að vissu leyti sambærileg hugtök. Lagfæringar Eistalyppa (epididymis) liggur á eista aftanverðu og skiptist í höfuð (caput), bol (corpus) og rófu (cauda). Frá eistalyppurófu liggur sáðrás (ductus deferens) sem með aðlægum æðum og taugum myndar kólfinn (funiculus spermaticus), en hann gengur í gegnum náragöngin (canalis inguinalis). Sæðisblöðrungur (vesicula seminalis) hét sáð- blaðra í prentaða íðorðasafninu, en nú hefur verið skipt um hið íslenska heiti (sjá Líffæraheitin bls. 108). Frá sæðisblöðrungi gengur sæðisblöðrungs- rás (ductus excretorius vesiculae seminalis), sem áður hét sáðblöðrupípa, og sameinast sáðrásinni. Þá tekur við sáðfallsrás (ductus ejaculatorius), en sú rás hafði óheppilegt heiti í prentaða íðorða- safninu, útvarpsrás. Sáðfallsrásin opnast inn í hvekkshluta þvagrásar (pars prostatica urethrae). Hvekkur (prostata) heitir einnig blöðruhálskirtill (glandula prostatica). Lbl 1996; 82: 481 Leiðrétting Þorgeir Þorgeirsson, yfirlæknir á meinafræðideild F.S.A., hringdi og benti á að ekki hefði verið farið rétt með tvö latnesk heiti í 77. pistli. Fjallað var þar um fæðingarbletti og nefnd voru latnesku heitin nevus nevocellulare og nevus melanocyticum (sjá Lbl 1996; 82: 406). Naevus er karlkyns nafnorð og því skulu heitin vera þannig: naevus nevoccllularis og naevus melanocyticus. Beðist er velvirðingar á því að aðgæsla var ekki næg þegar pistillinn var skrifaður. Þessi mistök gefa tilefni til þess að spyrja hvort latínu- kunnátta íslenskra lækna sé ekki á svo miklu undan- haldi að kominn sé tími til að hætta notkun hreinnar latínu í læknamáli. Claudicatio Nýlega barst beiðni um endurskoðun á þýðingu íð- orðasafns lækna á enska heitinu claudication, en það fær þar þýðingarnar: 1. helti, 2. heltiköst. Erlendar orðabækur eru sammála um það að heitið sé dregið af latnesku sögninni claudico, haltra, og því er þýðing íðorðasafnsins laukrétt. Hins vegar er það oftast notað um tiltekið sjúklegt ástand, intermittent claudication, sem stafar af blóðþurrð í vöðvum fóta, einkum kálfa- vöðvum. Intermittent á við um það sem er slitrótt eða kemur öðru hvoru og heltiköst er því rétt orða- þýðing. Intermittent claudication gefur sig hins vegar ekki aðeins til kynna með helti, heldur einnig með verkjum í fótum, og stundum er heitið notað þó ástandið einkennist eingöngu af verkjum. Heltiköst er ekki sértækt heiti og getur átt við um annars konar helti en þá sem stafar af blóð- þurrð. Því virðist heppilegt að íslenska heitinu á intermittent claudication sé breytt. Ekki bætir úr skák að í gömlum læknisfræðiorðabókum má finna heitið cerebral claudication. Bein þýðing á því væri þá heilahelti, sem er vissulega lipurt heiti en varla nothæft nema í spaugi. 82 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.