Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 90

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 90
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 undirrituðum að finna „foring“ í samsettu heiti í íðorðasafni verkfræðingafélagsins frá 1929, en þar er notuð íslenska þýðingin hólkur. Jónas Magnússon, prófessor, sendi skilaboð og tillögu, stag, án rökstuðnings eða útskýringar. Undirritaður leggur honum því orð í munn. Nafn- orðið stag má finna í íslenskri orðabók Máls og menningar. Meðal skýringanna eru orðin reipi, band, rófustag, þvottasnúra, tjaldsnúra, kaðall í skipsreiða og styrktarstrengur. Að svo miklu leyti sem hið gamla heiti stag takmarkast ekki við einn streng er þessi tillaga því allrar athygli verð. Stag hefur að auki svolitla hljóðlíkingu við stent. Pá má ef til vill nota sögnina að staga og nafnorðið stögun um þann verknað að koma umræddu stagi á sinn stað. Meðal skýringa á sögninni að staga er eftir- farandi: að þenja, að strengja eða að stoppa í gat. Ekki hljómar illa að segja í lýsingu aðgerðar: „Stagað var í gallrás“ eða „Æðastögunin tókst vel.“ Hér með verður látið útrætt um fyrirbærið stent, en framkomnar tillögur að íslensku heiti eru (í stafrófsröð, sjá þó E.S. í næsta pistli): fóðring, ræsi, rör, lögn, hólkur, stag og stoðnet. Samsett heiti gætu þó einnig komið til greina: stoðrör, stoðlögn, stoðhólkur og jafnvel stoðstag. Ný sérgrein Hildur Harðardóttir, læknir, hringdi og bað um að- stoð við að finna íslenskt heiti á nýja sérgrein í læknisfræði. Hún hefur lokið námi í undirgrein sem á ensku nefnist niaternal-fetal medicine. Þessi sérgrein fæst við sjúkdóma móður og fósturs á meðgöngutíma og bein þýðing enska heitisins verður móður- og fósturlæknisfræði. A Hildi mátti skilja að perinato- logy og perinatal medicine væru önnur samheiti á greininni. Læknisfræðiorðabók Stedmans nefnir ekki maternal-fetal medicine en lýsir perinatology á þennan veg: Undirgrein fœðingarfrœði, sem fœst við umönnun móður og fósturs á meðgöngutíma og við fœðingu, einkum þegar móðir og/eða fóstur eru í hœttu hvað varðar fylgikvilla. Rétt er þó að benda á að lýsingarorðið perinatal á sérstaklega við um tímabil sem nær frá 28. viku meðgöngu og allt fram til þess að ein vika er liðin frá fæðingu. Iðorðasafn lækna nefnir það burðarmálsskeið. Sé ótvírætt um samheiti að ræða, er lausn fengin með því að notað heitið burðarmálslækningar og nefna sérfræðinginn burðarmálslækni. Mater er latneskt nafnorð sem þýðir móðir og matcrnal er lýsingarorð sem þýða má með móður- eða móðurlegur. Þar sem maternal kemur fyrir í Iðorðasafni lækna er ýmist notað móður- eða mœðra-. Fetus er á sama hátt latneskt nafnorð sem þýðir fóstur og um lýsingarorðið fetal er ýmist notað fóstur- eðafósturs-. Rétt er að vekja athygli á skýr- ingu Islensku orðabókarinnar á orðinu fóstur: af- kvœmi (barn) í móðurkviði (á hvaða stigi sem er milli eggfrjóvgunar og fæðingar). Fósturfræðin tak- markar hins vegar notkun á heitinu fetus við tíma- bilið frá lokum áttundu viku meðgöngu til fæðingar. Fyrir þann tíma nefnist hið verðandi afkvæmi embryo eða fósturvísir. Með fyrrgreindu sérgreinar- heiti er þó vafalítið vísað til fósturs í víðasta skiln- ingi. Heitið medicine er notað um læknisfræðina í heild, en í þrengri skilningi eingöngu um lyflœknis- frœði. í samsetningum er oft talað um -lækningar, svo sem augnlækningar og barnalækningar. Þannig mætti einnig nefna undirsérgrein Hildar mæðra- og fósturlækningar. Lbl 1997; 83:181 Beinvernd, flogaveiki ÓLAFUR ÓLAFSSON, LANDLÆKNIR, SENDl stutt bréf og sagði frá fyrirhugaðri stofnun Landssamtaka gegn beinþynningu. Hann bað um álit á heitinu Beinvernd. Þarna er augljóslega byggt á gamalli og góðri hugmynd. Landssamtök hjarta- og æðaverndarfélaga á íslandi voru stofnuð árið 1964 og nefndust Hjartavernd. Það heiti náði strax miklum vinsældum og er nú orðið svo rótgróið og sjálfsagt að engum dettur í hug að spyrja hver hafi átt hugmyndina. Vera má að Ólafur hafi sjálfur komið þar nærri. Beinvernd er við fyrstu sýn ekki síðra, en líklegt er þó að vinsældir „verndarinnar" dvíni ef fram koma einnig Brjóstavemd, Heilavemd, Lungnavernd, Magavemd, Nýmavernd og Ristil- vernd. Brottfall Ólafur vakti einnig athygli því að í upphafi Hjarta- verndarrannsókna var notað heitið brottfall um þá sjúklinga sem ekki tóku þátt í rannsókninni. Þetta heiti hefur ekki ratað inn í Iðorðasafn lækna og ekki heldur það heiti sem Ólafur segir að Læknablaðið hafi kosið í staðinn, vanheimtur. Hann bendir á að orðið brottfall finnist þó í orðabók Árna Böðvars- sonar. Önnur útgáfa íslenskrar orðabókar Máls og menningar frá 1992 lýsir brottfalli þannig: 1. fráfall, dauði. 2. það að e-ð fellur burt. 3. það að hljóð hverfur úr orði. íslenska alfræðiorðabókin lýsir nánar brottfalli hljóða í málfræði og íslensk samheitaorðabók tilgreinir samheitin: hvarf liðfall, niðurfelling, 90 Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.