Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 93

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 93
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 var „málhreinsunarstefna Læknablaðsins" eins og hún birtist í þýðingum fræðiorða í tveimur ágripum erinda á þingi Skurðlæknafélags Islands (Lbl 1997; 83: 224-5). Þar hafði starfsfólki Læknablaðsins orðið það á að þýða sama heitið á tvo mismunandi vegu. Heitið epidural var í öðru ágripinu ranglega þýtt sem innanbasts-, en í hinu rétt þýtt sem utanbasts-. Læknablaðinu til varnar má segja að þarna er um hrein mannleg mistök að ræða en ekki málhreinsunarstefnu á villigötum. Agripið var birt leiðrétt ásamt afsökunarbeiðni í síðasta tölublaði Læknablaðsins. Sjálfur segir Jón: „Virða ber málhreinsunarstefnu Lœknablaðsins, en þó er óhœfa að breyta skrifuðu máli í innsendum grein- um án samráðs við höfund, þar sem þá geta komið upp slys eins og í síðasta hefti Lœknablaðsins Undirritaður getur að flestu leyti tekið undir þetta, enda sjálfur orðið fyrir því á árum áður að „lag- færingar“ væru gerðar án samráðs (svo ekki sé nú minnst á greinina um „pungaðar“ konur). Starfs- fólkinu er hins vegar nokkur vorkunn hvað varðar mistök af þessu tagi þegar fjölda erinda er skilað á stuttum tíma og málfar á þeim er ekki í samræmi við kröfur blaðsins. Deyfing, svæfing Heitið anesthesia er komið úr grísku og merkti upp- haflega tilfinningarleysi. Nú er þetta heiti einnig notað um aðferðir eða aðgerðir til að framkalla til- finningarleysi og jafnvel um fræðigreinina, svæfinga- og deyfingafræði, eða deildina, svæfingadeild, sem annast aðgerðirnar. íðorðasafn lækna birtir íslensku heitin tilfinningarleysi, svæfing og deyfing. Það kom undirrituðum á óvart að tvö þau síðarnefndu eru þar talin samheiti. Svæfing veldur vissulega deyfingu, en deyfing stafar síður en svo alltaf af svæfingu. Deyfing er á sama hátt og anesthesia annars vegar notað um tilfinningarleysi á afmörkuðu líkamssvæði og hins vegar um aðferðina eða aðgerðina sem beitt er. Svæf- ing er það að svæfa og er heitið væntanlega nánast eingöngu notað um þá læknisfræðilegu aðgerð að svæfa sjúkling með lyfi sem framkaliar djúpan svefn. Lbl 1997; 83: 456 Mænudeyfing í SÍÐASTA PISTLI HÓFST STUTT UMRÆÐA UM deyfingar, en tilefnið var bréf frá Jóni Sigurðssyni, svæfingalækni, sem vill láta endurskoða þau íslensku heiti sem notuð eru um mænudeyfingar. Enska fræðiheitið spinal anesthesia (L. anaesthesia spinalis) er notað um deyfingu sem byggist á því að deyfilyfi er komið í innanskúmsbilið (spatium subarachnoideum). Helstu samheitin, sem gefin eru í orðabókum, eru subar- achnoid ancsthesia og intraspinal ancsthesia. en Jón nefnir að auki intrathccal anesthesia. Strangt tekið merkja lýsingarorðin ekki ná- kvæmlega það sama. Auk þess að vísa til bein- nibbu, svo sem mjaðmarbeinsnibbu (spina iliaca), getur latneska orðið spinalis vísað til hryggsúlu (columna spinalis) eða mænu (medulla spinalis). Intraspinalis vísar því ýmist inn í mænugöng (can- alis spinalis), án nánari staðsetningar, eða alla leið inn í mænu. Enska orðið subarachnoid er nákvæm- ara og vísar í rýmið eða bilið undir heila- eða mænuskúmi (arachnoidea mater) þar sem heila- og mænuvökvinn flæðir. Gríska orðið theca hefur verið notað um slíður eða hýði, til dæmis theca externa sem er úthula gulbús í eggjastokki. Það var einnig áður notað um heila- og mænubast (theca cerebri, theca vertebralis), en er nú talið úrelt í þeirri merkingu. Intra- merkir ýmist inni í eða innan við og lýsingarorðið intrathccalis vísar því inn í eða inn fyrir heila- eða mœnubast (dura mater). Betri heiti? Beinar þýðingar á framangreindum deyfingarheitum eru því þessar: hryggdeyfing, mœnudeyfing, mœnu- gangnadeyfing, innanskúmsdeyfing og innanbasts- deyfing. Jón er ekki fyllilega ánægður með neitt þeirra og telur að mænuvökvadeyfing sé betra heiti, meðal annars vegna þess að það valdi síður hræðslu hjá sjúklingum, „sem vita að mœnan er viðkvœmt líffœri. “ Undirritaður er Jóni ekki sammála um það að hopa eigi frá heitinu mænudeyfing sem náð hefur almennri útbreiðslu og er bæði sæmilega lipurt og hæfilega nákvæmt fyrir leikmenn. Betra er að upp- lýsa sjúklingana skilmerkilega um hættuna, sem af deyfingunni getur stafað, en að fara í feluleik með orðin. Nákvæmari heitin má svo nota þegar sér- stök þörf er á, til dæmis í fræðilegum fyrirlestrum eða greinum og við kennslu. Hitt er svo annað mál að læknar hafa verið tregir til að nota íslensku heitin á heila- og mænuhimnunum, bast (dura), skúm (arachnoidea) og reifar (pia). Meðan svo er verða samsettu heitin alltaf framandi. Þessi heiti eru þó öll það stutt að þau fara vel í samsetningum og eiga það vel skilið að komast í almenna notkun. Undirritaður stingur þó upp á nýyrðinu reif, sem notað verði um pia mater sem kvenkynsorð í ein- tölu, í stað gamla fleirtöluorðsins reifar. Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.