Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 94

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 94
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Eru sjúklingar séöir? Tilefni spurningarinnar er eftirfarandi fullyrðing ís- lensks læknis um hóp sjúklinga með tiltekinn sjúk- dóm: „Sjúklingarnir verða að vera séðir á þríggja mánaða fresti!“ Undirrituðum fannst ekki mikið til þess koma að sjúklingarnir væru einungis „séðir“ á þriggja mánaða fresti og leitaði skýringa. I Islenskri orðabók Máls og menningar má finna lýsingarorðið séður: aðsjáll, út undir sig, lœvís; útsjónarsamur, hagsýnn. Orðið er þar sagt myndað af lýsingarhætti þátíðar af sögninni að sjá. Nú er þessi ágæti læknir bæði vel að sér og vinsæll og því má vera að sjúklingar hans verði að vera talsvert aðsjálir, lævísir eða útsjónarsamir til þess að komast í viðtal og skoðun hjá honum á þriggja mánaða fresti. Hitt er þó sennilegra að læknirinn hafi í hugsunarleysi verið að skila fræðilegum leið- beiningum úr enskum eða amerískum texta: „ The patients must be seen every three months. “ Enska fræðimálið er orðið svo útbreitt og mörgum lækn- um svo tamt að stundum virðist eins og þeir hugsi um fræðin á ensku fremur en á íslensku. Ofan- greinda leiðbeiningu má þó orða á marga vegu: Sjúklingarnir verða að koma í skoðun ...; Sjúk- lingana verður að skoða ...; Sjúklingarnir verða að koma í eftirlit...; Fylgjast verður með sjúklingun- um ...; Eftirlit verður að fara fram ... og svo fram- vegis. Hrá orðabókarþýðing er alveg óþörf. Lbl 1997; 83: 515 Stoðleggur, pillan Valur Pór Marteinsson, læknir á FSA, sendi tölvupóst og langaði til að koma á framfæri heitinu stoðleggur, sem hann notar um stent. Það bætist þá í hópinn (sjá Iðorðapistla 85-87). Vel má vera að stoð sé besta almenna heitið, en að nota megi samsett heiti, svo sem stoðleggur, stoðnet eða stoðrör, eins og við á um hvert fyrirbæri, þegar þörf er á nánari lýsingu. Kári Sigurbergsson, læknir á Reykjalundi, sendi afrit af nýrri og bráðskemmtilegri grein þar sem fjallað er um uppruna heitisins stent (Mayo Clin Proc 1997; 72: 377-9). Greinarhöfundur telur bún- aðinn heita eftir Charles Thomas Stent (1807-1885), föður þess sem undirritaður tilgreindi í 85. pistli samkvæmt læknisfræðiorðabók Stedmans. Hafa skal það sem sannara reynist. Gömul verkefni Tvö, að því er virðist einföld, en í reynd nokkuð erfið verkefni hafa beðið umfjöllunar síðan í vetur og vor. Um er að ræða það að finna íslensk heiti á fyrirbærin minipill og miniscope. Þessi erlendu heiti eru bæði nýleg og hvorugt finnst í Iðorðasafni lækna. Verk- efnin ættu að vera einföld vegna þess að orðhlutamir eru allir vel þekktir og koma fyrir í öðrum fræðilegum samsetningum, sem fyrir löngu hafa fengið íslensk heiti. Um sum heitin eru skoðanir þó skiptar og sum þarf að endurskoða. Orðhlutinn mini- er kominn úr latínu, sennilega af hærri stigum lýsingarorðins parvus, smár, lítill, sem stigbeygist þannig að miðstigið er minor, smœrrí, minni, og hástigið minimus. smœstur, minnstur. Enska nafnorðið minimum er af sama stofni, notað um lágmark, minnsta fjölda, minnstu stœrð, lœgstu gráðu eða minnsta magn af ein- hverju. Eðlilegast er að gera ráð fyrir að mini- í fyrrgreindum samsetningum sé komið af miðstig- inu og hafi verið ætlað að vísa til tiltekinna fyrir- bæra, sem væru minni en eða smærri en þau sem þegar voru í notkun. Tilvísun í það minnsta eða smæsta sem þekkist, dregin af hástiginu, finnst undir- rituðum ólíklegri, en þó ekki alveg óhugsandi. Pillan Pill er að sjálfsögðu enskt heiti, komið úr latínu, þar sem pila merkir hnöttur, bolti eða kúla og pilula lítill bolti eða lítil kúla. Islenska tökuorðið pilla er af sama uppruna. Ekki má gleymast að það var upphaflega eingöngu notað um lyfjakúlur (pilulae), en er nú gjarnan notað af leikmönnum um hvers kyns lyfja- töflur (tablettae). Með ákveðnum greini, pillan (the pill), hefur íslenska heitið í mörg ár haft sérstaka merkingu og verið notað um getnaðarvarnarlyf í töfluformi. Enska heitið the ntinipill vísar einmitt í slíkt, eða samkvæmt lýsingu líf- og læknisfræðiorðabókar Wileys: getnaðarvarnarlyf sem tekið er um munn og inniheldur annað hvort lítinn skammt af pró- gestíni eða prógestín og mjög lítinn skammt af estrógeni. Undirrituðum kemur ekki annað betra í hug í bili en heitin litla pillan og smápillan. Vera má að pínupillan komi til greina, en ókostur er að pína merkir ekki eingöngu lítið af einhverju, held- ur einnig kvöl eða þjáning. Spegill eða sjá Heitið scope er dregið af grísku sögninni skopein, að skoða, og hefur lengi verið notað í samsettum heitum tiltekinna skoðunartækja, svo sem núcroscope (smá- sjá) og telescope (kíkir). Þegar slíku tæki er beitt til skoðunar, er aðgerðin gjarnan nefnd scopia, til dæmis núcroscopia, smásjárskoðun. 94 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.