Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 116

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 116
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Hliðarspor geta þá stundum bjargað. Eftir að hafa legið yfir íslensku orðabókinni, Orðsifjabókinni og Samheitaorðabókinni fékk undirritaður þá hugmynd að stíga eitt slíkt hliðarspor til lítið notaðra, gamalla orðmynda og taka þá ekki afstöðu til „nákvæmni“. An þess að rekja þá sögu frekar er nú lagt til að accuracy, í merkingunni nálœgð tiltekinna gilda við hin réttu, verði nákvæmd og að prccision. í merking- unni samrœmi tiltekinna gilda eða athugana, verði samkvæmd. Ýmislegt smálegt Alma Möller, læknir, situr í Svíþjóð og er að skrifa doktorsritgerð. Þar kemur fyrir heitið microcircu- lation. íðorðasafnið varð ekki að gagni nema til að staðfesta að nafnorðið circulation merkir hringrás. Læknisfræðiorðabók Stedmans skilgreinir micro- circulation þannig:ferð blóðsins um smœstu œðarnar, nánar tiltekið slagœðlinga, hárœðar og bláæðlinga. Það varð því tillaga undirritaðs til Ölmu að nota heitið smáæöablóðrás. Undirritaður rakst á heitið skjölun í texta frá opinberum aðila. Af samhenginu mátti ráða að það kæmi í stað enska nafnorðsins documcntation, sem Orðabók Arnar og Örlygs tilgreinir að merki: 1. framlagning gagna eða sannana til stuðnings máli; notkun skriflegra sannana eða skjala. 2. út- vegun heimilda; heimildasöfnun; heimild. Undir- rituðum finnst raunar að þar vanti þriðju skýring- una: 3. skráning, skrásetning, skjalfesting. Skjölun er ekki ólaglegt heiti, en það er væntanlega byggt á sögninni að skjala, sem undirrituðum finnst bæði ólagleg og alsendis óþörf. Samheitaorðabókin upplýsir að engin vöntun sé á samheitum við sögn- ina að skrá: bóka, bókfesta, bókfœra, bréfa, innrita, letra, lögskrá, rita, ritfœra, skjalfesta, skrásetja, skrifa, taka niður, þingrita. Lbl 1999; 85: 924 Aðstoð óskast 117 TVÖ ÓSKYLD VERKEFNI HAFA BEÐIÐ ÚR- lausnar í nokkurn tíma. Annað er stakt fræðiheiti, comorbidity, með þrjár mismun- andi en skyldar merkingar, en hitt er þriggja liða samsetning, elective cesarean section, með einni merkingu. Engar viðunandi lausnir hafa litið dagsins ljós og því er hér beðið um aðstoð. Nokkrar orða- skýringar fylgja í þeirri von að þær létti á hugmynda- tregðunni. Comorbidity Þetta heiti finnst ekki í íðorðasafni lækna, en þar má finna latneska orðið niorbus, sjúkdómur, og ýmsar enskar afleiður þess, svo sem lýsingarorðið morbid, 7. sjúklegur. 2. óhollur, heilsuspillandi, og nafnorðið morbidity: 7. sóttarfar. 2. sjúkdómsástand. 3. sjúkra- hlutfall. Hlutfall sjúkra af heildaríbúafjölda. Uppflettingar í nokkrum öðrum orðabókum leiða í ljós svolítið mismunandi áherslur í útskýr- ingum á morbidity, en þær má taka saman og ein- falda á eftirfarandi hátt: 7. sjúkleiki, sjúkdóms- ástand, vanheilsa. 2. sjúklegt ástand, sjúklegur eiginleiki. 3. sjúkrahlutfall, þ.e. hlutfall sjúklinga, sjúkdomstilfella eða sjúkleika í tilteknu þýði (popu- lation), á tilteknu landssvœði, á tilteknum tíma eða við tilteknar kringumstœður. Comorbidity finnst í læknisfræðiorðabók Sted- mans: samfarandi en óskylt mein eða sjúkdómur; venjulega notað í faraldursfrœði til að gefa til kynna samferð tveggja eða fleiri sjúkdóma eða sjúkdómsfyrirbœra. Þessa lýsingu má jafnvel túlka þannig að heitið comorbidity megi nota um meinið eða sjúkdóminn, sem fylgir þeim upphaflega eða þeim sem er aðalsjúkdómurinn. Svo mun þó al- mennt ekki vera gert. Skilgreiningin á comorbidity í Medline-gagnasafninu er þessi: Það að samanfari fleiri sjúkdómar eða að fyrir hendi séu aðrir sjúk- dómar til viðbótar þeim sem upphaflega greindist eða því lykilástandi sem var tilefni rannsóknar. Athugun undirritaðs á nokkrum greinum úr Med- line staðfesti að heitið comorbidity vísar í hið margþætta sjúkdómsástand, en ekki þá einstöku sjúkdóma sem það mynda. I einni greininni var reyndar notað annað heiti multimorbidity til að tákna það sama. Loks rakst undirritaður einnig á heitin comorbitity index og coniorbidity measure. Orðhlutaskýring gefur til kynna að co- sé latn- eskt forskeyti, sem ýmist birtist sem co-, col-, com- eða con- í samsettum orðum, og má þýða með ís- lensku forskeytunum: með-, sam-, saman-, við- eða jafn-. Elective cesarean section Iðorðasafn lækna tilgreinir það sem flestir vita, að skurðaðgerðin cesarean section sé keisaraskurður, á latínu sectio cacsarea. Lýsingarorðið ccsarcan er stundum notað eitt sér sem nafnorð, a cesarean, sér- staklega í bandarískri læknisfræði, og merkir þá það sama. Það að kenna þessa sérstöku skurðaðgerð við keisara, hefur gjarnan verið talið byggjast á því að rómverski hershöfðinginn og einvaldurinn Gajus Júlíus Sesar (100-44 f. Kr.) hafi verið dreginn í heim- 116 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.