Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Page 112
20G TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mér nóg. Þrælkunarvinna cr sú refsing, sem næst gengur líf- láti. Jónas minn, hvernig væri að prófa næst að hóta mér morði, kæri vin? Kannski er ég of skaplinur maður, en óneitanlega rennur mér til rifja að sjá gamla kunningja, menn, sem voru þó einu sinni með sæmilegu ráði, vera að leita uppi öll andstyggilegustu meið- yrði tungunnar, öskrandi og froðufellandi i dagblöðum lands- ins, ef ekki út af því, að ákveðinn höfundur skrifar aðra staf- setningu en stjórnarráðsins, ]>á út af hinu, að sami maður skrif- ar stafsetningu stjórnarráðsins. Jónas frá Hriflu og Stefán Pét- ursson eru þó varla þau börn að halda, að ég taki það mark á þeim, að ég fari að stefna þeim. Og ég hélt þeir ættu að þekkja mig allt of vel til þess að vita, að fúkyrðaaustur er ná- kvæmlega hið ólíklegasta til að hafa áhrif á mig, nema vekja lijá mér lilátur auk vorkunnarinnar. Sú öld, sem kemur eftir okkur, mun dæma milli þeirra og mín, milli míns nafns og þeirra nafns. En meðan við lifum allir, munu þeir hafa skap- raunina, ég skemmtunina. Gagnvart almenningi vildi ég liins vegar leyfa mér að taka þetta fram um útgáfu mína á Laxdæla sögu: Ég álít það íslenzkt landvarnarmál, að sá sannleikur sé inn- rættur þjóðinni, að mál fornrita vorra sé í megingreinum það, er vér enn notum. Ég hef áður rökstutt þessa skoðun á prenti í Dagleið á fjöllum, ritgerð um Stafsetningu á fornsögum, og visa þangað. Menn, eins og sumir blaðritarar vorir, sem halda að hægt sé að „þýða“ islenzk fornrit á „nútimamál“, hljóta að aðhyllast þá skoðun, a.m.k. i leynum hjartans, að fornsögur vorar séu skrifaðar á einliverju öðru máli en voru. Þeirri skoð- un er ég fjandsamlegur. En bein afleiðing þeirrar skoðunar, að þrettándualdarritin séu i meginatriðum á þvi máli, sem vér notum nútímamenn, er sú, að fornsögur eigi að rita með nú- tímastafsetningu handa oss. Rökrétt niðurstaða hinna, sem álíta fornritin ekki skrifuð á sigildri islenzku, heldur „gammel norsk“ eða „oldnordisk“, hlýtur aftur á móti að vera sú, að gefa ís- lendingasögurnar út með hinni svokölluðu samræmdu stafsetn- ingu eða „normalstafsetningu", sem upp var fundin af útlend- um útgefendum þessara bóka á niðurlægingartímum íslands, meðal annars í þeim tilgangi að afsanna, að fornbókmenntir vorar væru ritaðar á islenzka tungu, m. ö. o., það var tilraun tii að slíta fornbókmenntirnar úr tengslum við ísland og — sér- staklega — íslenzka seinni-tíma-menningu. Mcð því að gefa út Laxdælu samkvæmt islenzkri stafsetningu lief ég viljað færa sönnur á, að mál bókar þessarar sé islenzka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.