Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 43
MINNISGREINAR UM FORNSÖGUR 33 oddsens, já meira að segja framtil glæpareyfara nútímans, sem að jafnaði eru hákristilegir í anda, eru fulltrúar hins góða „mætt- ir“ í hverri bók, — einstakir höfundar, uppreistarmenn andans einsog tildæmis Voltaire, undanskildir. Fulltrúar hins góða eru ævinlega „sannkristnir og lúsalausir“, án siðferðilegra lýta, það er meira að segja ófyrirgefanlegt brot á hefðinni að gera þá halta eða hafa þá með kryppu uppúr bakinu: hve ólíkt sem umhverfi þeirra kann að .vera eru þeir túlkar hinnar guðlegu höfuðgreinar, svo Roland og Olivier sem Oliver Twist og Nicholas Nickleby eða Indriði og Þórarinn. Það sem þeir gera fylgir einkunninni gott, rétt, fagurt osfrv., og verði þeim á einhver skyssa taka þeir sinnaskiptum og gera yfirbót að dæmi Jean Valjeans. Öðru máli gegnir um íslenskar fornsögur. Tökum til dæmis eina höfuðmanngerðina í fornbókmenntum vor- um, Egil Skallagrímsson. Frá almennu evrópsku — kristnu — sjón- armiði er erfitt að hugsa sér öllu ógeðugri söguhetju en Egil þenna. Hann er manndrápari frá blautu barnsbeini, enda mælti hans móðir að hann skyldi fara í flokk víkínga og höggva menn. Hann er ill- vígur sjóræníngi og stigamaður og hefur ekki hugsjón með ráns- ferðum sínum og strandhöggum, eða lukkuriddarastarfsemi hjá konúngum, aðra en krafsa saman fjármuni handa sjálfum sér. Hann þeysir spýu sína í andlit manna. Hann krækir í hálfkæríngi fíngri í auga manns svo úti liggur á kinninni. Hann bítur menn á bark- ann. Hann „fer þrælslega með sinn merkilega vólteter Arinbjörn“, einsog Jón Grunnvíkíngur kemst að orði. Hann yrkir lofdýrð um höfuðóvin sinn og bróðurbana, Eirík kóng, til að forða lífi sínu. Hann er ljótur: byrgir andlitið í kápu sinni þegar hann sér ástkonu sína. Hann er svo ófélagslynd persóna að á gamals aldri lángar hann mest að kasta fé sínu útyfir þíngheim á alþíngi svo menn herjist um það. Þegar hann fær því ekki framgeingt sökkvir hann því í keldu með hjálp þræla, sem hann drepur síðan svo þeir séu ekki til frásagnar um fylgsnið. Svo einstakt fyrirhrigði er slík söguhetja í bókmentum kristinnar þjóðar, að í allri Evrópu er ekkert til hliðstætt og fátt svipað, enda úrskurðaði Jón Grunnvíkíngur svo um Egils sögu, tilkvaddur sem sérfræðíngur, að slík bók mætti að vísu „þrykkjast, en ei transla- 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.