Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 43
MINNISGREINAR UM FORNSÖGUR
33
oddsens, já meira að segja framtil glæpareyfara nútímans, sem
að jafnaði eru hákristilegir í anda, eru fulltrúar hins góða „mætt-
ir“ í hverri bók, — einstakir höfundar, uppreistarmenn andans
einsog tildæmis Voltaire, undanskildir. Fulltrúar hins góða eru
ævinlega „sannkristnir og lúsalausir“, án siðferðilegra lýta, það er
meira að segja ófyrirgefanlegt brot á hefðinni að gera þá halta eða
hafa þá með kryppu uppúr bakinu: hve ólíkt sem umhverfi þeirra
kann að .vera eru þeir túlkar hinnar guðlegu höfuðgreinar, svo
Roland og Olivier sem Oliver Twist og Nicholas Nickleby eða Indriði
og Þórarinn. Það sem þeir gera fylgir einkunninni gott, rétt, fagurt
osfrv., og verði þeim á einhver skyssa taka þeir sinnaskiptum og
gera yfirbót að dæmi Jean Valjeans.
Öðru máli gegnir um íslenskar fornsögur.
Tökum til dæmis eina höfuðmanngerðina í fornbókmenntum vor-
um, Egil Skallagrímsson. Frá almennu evrópsku — kristnu — sjón-
armiði er erfitt að hugsa sér öllu ógeðugri söguhetju en Egil þenna.
Hann er manndrápari frá blautu barnsbeini, enda mælti hans móðir
að hann skyldi fara í flokk víkínga og höggva menn. Hann er ill-
vígur sjóræníngi og stigamaður og hefur ekki hugsjón með ráns-
ferðum sínum og strandhöggum, eða lukkuriddarastarfsemi hjá
konúngum, aðra en krafsa saman fjármuni handa sjálfum sér. Hann
þeysir spýu sína í andlit manna. Hann krækir í hálfkæríngi fíngri
í auga manns svo úti liggur á kinninni. Hann bítur menn á bark-
ann. Hann „fer þrælslega með sinn merkilega vólteter Arinbjörn“,
einsog Jón Grunnvíkíngur kemst að orði. Hann yrkir lofdýrð um
höfuðóvin sinn og bróðurbana, Eirík kóng, til að forða lífi sínu.
Hann er ljótur: byrgir andlitið í kápu sinni þegar hann sér ástkonu
sína. Hann er svo ófélagslynd persóna að á gamals aldri lángar
hann mest að kasta fé sínu útyfir þíngheim á alþíngi svo menn
herjist um það. Þegar hann fær því ekki framgeingt sökkvir hann
því í keldu með hjálp þræla, sem hann drepur síðan svo þeir séu
ekki til frásagnar um fylgsnið.
Svo einstakt fyrirhrigði er slík söguhetja í bókmentum kristinnar
þjóðar, að í allri Evrópu er ekkert til hliðstætt og fátt svipað, enda
úrskurðaði Jón Grunnvíkíngur svo um Egils sögu, tilkvaddur sem
sérfræðíngur, að slík bók mætti að vísu „þrykkjast, en ei transla-
3