Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 49
MINNISGREINAR UM FORNSÖGUR
39
skáldverks, heldur fyrst og fremst sú Iífsskoðun sem tilbærilegt
þótti að flytja í hvoru landinu fyrir sig.
Þess var áður getið hvernig kristnir trúðar og klerkar stóðu
saman að sköpun franskra frumbókmenta útaf áfaungum píla-
grímaleiðanna. Samhliða eflist dýrlíngasagan: rómanar kirkjulegs
áróðurs, sumir orðnir gamlir þegar þeir komast á gáng á Vestur-
löndum, samdir upphaflega á grísku eystra. Markaðsstefnur, fyrst
samsamaðar kirkjuhátíðum, síðar, eftir að verslun hefst, sérstök
stórfyrirtæki, voru einnig vettvángur þar sem sagnamenn og trúð-
leikarar þreyttu listir sínar fyrir almenníngi. Enn einn vettvángur
voru hinar mörgu hirðir lénskonúnga og í því umhverfi eiga upp-
tök sín hinar svo kölluðu hirðsögur, romans courtois. Kotið er einn
merkilegur vettvángur skáldskaparins, þar dafnar þjóðsagan og
ævintýrið, þaðan runnin rómantíkin um karlssoninn sem sigrar
þrautir og fær kóngsdótturinnar.
Ýmsir íslenskir sagnamenn hafa án efa miðað sögur sínar við að
segjast á mannfundum sérstakra héraða og bygðarlaga. Um sumar
sögur eða hluta úr sögum er ekki óeðlilegt að hugsa sér þær samd-
ar við hæfi alþíngisgesta á Þíngvöllum, þarámeðal ýmsir kaflar
Brennunjálssögu. í hinum fullkomnustu Íslendíngasögum, einsog
Njálu, er skemtunin aðalatriði, dramað, hin spennandi saga flutt
af íþrótt fyrir eftirvæntíngarfullum áheyrendum. Hvergi kemur
fram að höfundurinn láti sér detta í hug að hann sé að fara með
sagnfræði í þeirri merkíngu sem Ari; afturámóti er alstaðar aug-
ljós viðleitni höfundarins til að skapa listræna blekkíngu. Fróðleik,
sannan eða uppspunninn, þarámeðal ættartölur og tilvísanir til
þektra atburða, frægra manna og staða, nota þeir óspart ýmist til
að skreyta sögurnar eða auka þeim sannblæ; það getur meira að
segja hist svo á að heilar og hálfar frásagnir af mönnum og atburð-
um fari nærri því að vera sagnfræðilega réttar.
Miðaldamenn höfðu alt annað mat á því sem við köllum veru-
leika. Afturámóti hafa þeir sömu sálfræðilega reynslu og við um
það hvernig saga skal segjast svo hún veki full raunkensl hjá þeim
sem hlýðir, höfðu þar meira að segja mjög sterk meðul í höndum
sem rýni nútímans bannar okkur að nota; og fyrir bragðið hefur
hin uppdiktaða saga um Njálsbrennu, einsog hún er sögð í Brennu-