Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 109
ÞJÓÐIR OG TUNGUMÁL 99 oft kallað rússneska stafrófið, en ekki er það réttnefni, því að það var — eða eldri mynd þess — fundið upp af Kyrillos nokkrum frá Þessa- lóníku í Grikklandi, en hann er af sumum talinn búlgarskrar ættar, og stafrófiÖ er allajafna við hann kennt og kallað kyrillíska stafrófið. Það er ekki notað í öðrum Evrópumálum en rússnesku og búlgörsku og stundum serbnesku, en auk þeirra í ýmsum tungum innan Sovétríkj- anna, þótt af öðrum málaflokkum séu. Fram undir okkar daga var það einnig tíðkað í serbnesku. Hins vegar komst það aldrei á í tungum þeirra Slafa, er voru kristnaðir til rómversk-kaþólskrar trúar og urðu mestmegnis fyrir menningaráhrifum vestan að, t. d. frá Þjóðverjum. Til dæmis kusu Tékkar heldur að bæta stöfum og aukamerkjum við lat- ínustafrófið en nota hið kyrilliska og björguðu sér bannig á svipaðan hátt og forfeður okkar á sínum tíma. En þeir Slafar, sem tóku grísk- kaþólska trú, tóku yfirleitt upp kyrillíska stafrófið, sem kirkja þeirra notaði — og notar enn. Kyrillíska stafrófið er dregiö af gríska stafrófinu á sérstöku þróunar- stigi þess, hástafaletrinu (majuskelstafrófinu), og með því voru ritaðar elztu málsleifar slafneskra tungna, sem eru aðallega brot úr biblíuþýð- ingum og guðsorðabókum ásamt annálum, rituð á fornbúlgörsku aðal- lega. En þessar málsleifar voru einnig ritaðar öðru letri, glagolíska letr- inu, sem nú er ekki lengur notað. Hins vegar er afbrigði þessarar forn- búlgörsku enn notað sem helgimál hinnar grísk-kaþólsku kirkju. Kyrillíska stafrófið er lesið frá vinstri til hægri eins og latínuletrið, og er auðsær skyldleiki milli ýmissa stafa. Sumir eru raunar eins, en skyldleikinn við gríska letrið er þó enn greinilegri. Eitt aöaleinkenni kvrillíska letursins er það, hversu margir stafir eru lítið annað en bein strik, lárétt og lóðrétt, sem gera stafrófið í heild miklu hornóttara ásýnd- um en latínuletrið. Eitt sérkenni slafneskra tungna er kerfisbundinn framburður sam- hljóðanna eftir því, hvort á eftir þeim fer svo kallaö hart eða mjúkt sérhljóð, og eru samhljóðin þá einnig hörð eða mjúk til samræmis. Mjúk sérhljóð eru t. d. í og je, en hörð a, o og ú. Þennan mismun skynja ekki nema vön eyru, eins og t. d. þeir, sem hafa ekki fyrr heyrt borið fram hr, heyra ekki mun á þrá og hrá. Annað einkenni slafneskra tungna er hinn mikli fjöldi s-hljóða, en í íslenzku er ekki til nema ein tegund s-hljóðs, eins og kunnugt er. Þess
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.