Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 4
Tímarit Máls og menningar
réttur núlifandi íslendinga er einnig réttur komandi kynslóða. I’essvegna
verður hver og einn að kynna sér rök og gagnrök í þessu stórmáli og leggja
síðan lóð sitt á vogarskálina.
II
Hvaða framkvæmdir eru fyrirhugaðar?
I fyrsta lagi er áætlað að við íslendingar byggjum fyrir eigin reikning og
áhættu 105 MW orkuver við Búrfell. Stofnkostnaður þessa orkuvers er tal-
inn verða 1050 milj. króna. Þetta fjármagn þyrftum við að langmestu eða
öllu leyti að fá að láni erlendis frá, aðallega frá Alþjóðabankanum.
í öðru lagi er ætlunin að heimila Swiss Aluminium að reisa alúmínverk-
smiðju í Straumsvík fyrir sunnan Hafnarfjörð. Verksmiðja þessi verður í
eigu hins erlenda aðila og starfrækl af honum. Stofnkostnaður þessarar verk-
snriðju er talinn verða yfir 1500 milj. króna.
Hvatamenn þessara framkvæmda bera fram eftirtalin aðalrök máli sínu til
stuðnings:
í fyrsta lagi að þær atvinnugreinar, sem fram að þessu hafa verið uppi-
staða þjóðarbúskapar okkar, sjávarútvegur, landhúnaður og framleiðsla iðn-
aðarvara fyrir innlendan markað, veiti ekki það svigrúm til vaxtar, er geri
þann heildarvöxt þjóðarframleiðslunnar mögulegan, sem nauðsynlegur er.
Þessvegna verði að fara inn á nýjar brautir, gera atvinnulíf okkar fjölbreytt-
ara.
í öðru lagi að við íslendingar verðuni að byggja stór orkuver svo lands-
menn geti fengið raforku við hagkvæmu verði. Virkjun minni fallvatna yrði
óþarfa útgjaldabaggi á neytendurna.
Tökum þessi rök til nokkurrar athugunar.
Nágrannaþjóðir okkar hafa sett sér það mark að auka þjóðarframleiðslu
sína um 50% á næsta áratug, en það svarar til rúmlega 4% á ári.
Hér á Islandi þyrfti vöxturinn að verða örari, bæði vegna þess að fólks-
fjölgun er hér meiri en hjá grannþjóðum okkar og eins vegna ýmissa sér-
stæðna okkar, svo sem fámennis og strjálbýlis. Þjóðarframleiðsla okkar þyrfti
að aukast um a. m. k. 8% á ári, jafnvel helzt um 10%.
í erindi, sem Jónas Haralz flutti árið 1962 á ráðstefnu íslenzkra verkfræð-
inga rökræddi hann hugsanlegan vöxt hinna þriggja megingreina atvinnulífs
okkar og komst að þeirri niðurstöðu, að hann gæti ekki orðið meiri en sem
næmi rúmum 4% á ári. Orðrétt sagði Jónas Haralz: „... Það er skoðun mín,
306