Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 20
Tímarit Máls og menningar með skipulagðri skothríð, en margir voru gerðir höfðinu styttri. í sama mánuði tóku hershöfðingjarnir að sér lögreglustjórn í Hanoi og kröfð- ust þess að allir herir Vietnams yrðu á brott. Skömmu síðar kom í Hanoi til fyrstu átaka þessara tveggja herja, og varð frönsku sveitunum sigurinn auðveldur. Nýlendumálaráðherra Léons Blums (sósíalisti) kom nú til Indókína. Ho Chi Minh var enn áfram um að semj a við hann um að binda enda á hern- aðarátök. Ráðherrann hlustaði aðeins á hershöfðingjana. Hann neitaði að hitta Ho, og lýsti yfir því „að vanda- málið verður aðeins leyst hernaðar- lega“. (Franski kommúnistaflokkur- inn hélt áfram þátttöku í stjórn Blums). Forustumenn lýðveldisins Vietnams voru hraktir til að taka upp baráttu á nýjan leik í fjöllum og á sléttum. Styrjöld geisaði aftur frá norðri til suðurs. Nú ber okkur að gefa gaum þeim veika reyr sem nefnist Ho Chi Minh, en það eru einmitt samherjar hans sem Bandaríkjamenn hafa tekið að sér að tortíma í Vietnam um þessar mundir. Hvernig mátti það vera að hann, sem var opinskár leiðtogi þess ininnihlutaflokks í Vietnam sem að- hylltist kommúnisma (1946 hafði hann 20.000 félagsmenn; nú heitir hann Lao Dong — Gamli flokkurinn — og hefur meira en 500.000 félags- menn), var samkvæmt samhljóða mati allra flokka og hópa sem studdu lýðveldið sá maður sem bezt var til þess fallinn að stjórna baráttunni gegn Japönum, Frökkum og að lok- um hinum bandarísku vinum? Ho Chi Minh, sem heitir réttu nafni Nguyen Ai Quoc, á ekki ósvip- aðan feril og Sjó Enlæ. Hann er nú um sjötugt og var fæddur í Annam norðanverðu; forfeður hans höfðu verið embættismenn áður en Frakkar tóku völd. Hann er fj ölfróður mennta- maður, grannur eins og strá og beina- smár eins og flestir hefðarmenn Ann- amíta. Hann fór sem stúdent til Frakklands til þess að vera túlkur stritvinnumanna sem ráðnir voru til að grafa skotgrafir og sorpgryfjur í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann dvald- ist í Frakklandi í fjögur ár. Hann talar vel bæði frönsku og ensku. Hann kann einnig skil á kínversku, rússnesku og þýzku. 1920 tók hann þátt í stofnfundi franska kommún- istaflokksins í Tours. Er erfitt að skilja hvers vegna Ho og hundruð hans líkar komust að þeirri niðurstöðu að kommúnista- flokkur einn gæti tryggt þjóðfrelsi? Við skulum minnast þess af hvaða ástæðum menn fylktu sér um þann málstað í Kína. Við skulum tvöfalda ástæðurnar; Indókína var alger ný- lenda, Kína aðeins hálfnýlenda. Ef maður unir ekki sem þræll og finnur 322
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.