Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Qupperneq 27
milli. Bundinn skyldi endi á alla er- lenda ihlutun, og Bandaríkin viður- kenndu nú Laos að fullu sem hlut- laust og sjálfstætt ríki. Þannig gerðist það að Bandaríkin viðurkenndu Pekingstjórnina í fyrsla skipli jafnt í verki sem að lögurn, þegar Kína undirritaði (ásaml Rúss- landi) Genfarsáttmálann. Eftir er að vita hvort aðgerðum Bandaríkjanna í Suður-Vietnam lýk- ur á hliðstæðan hátt eða enn hörmu- legri. Hefði ekki verið vel viðeigandi að spyrja hvort „vestrið“ gæti gert sér vonir um að sigra „austrið“ í Vietnam með því að nota kaþólskan austurlandabúa (eða láta hann nota sig) í landi sem er andkaþólskt að 90 hundraðshlutum? (Páfagarður hefur sjálfur aldrei tekið afstöðu í Vietnam). Vel hefði einnig mátt spyrja hvort unnt myndi að neyða andkommúnistísku hernaðareinræði upp á hálfa þjóð með bandarískum byssustingjum, þannig að betri ár- angur fengist en þegar reynt var í sjö ár að nota franska byssustingi til hins sama gegn þjóðinni allri. Enn nærtækara var að spyrja hvort hefð- armaður úr efstu röðum þeirra fimm hundraðshluta sem forréttinda nutu í landinu (og maður sem var dálítið flekkaður af fyrri samvinnu við franska heimsvaldastefnu) gæti í Vietnam, sem þegar hafði háð bylt- ingarbaráttu í heila kynslóð, komið á laggirnar einræðisstjórn með „fjöl- StríS og jriSur í Victnam skyldufyrirkomulagi“ af svipuðu tagi og þegar hafði mistekizt undir for- ystu Syngmans Rhee og Sjangs Kæ- séks, þótt tálvonirnar um hæfni þeirra virðist aldrei hafa valdið Dulles á- hyggjum? Ngo Dinh Diem var franskmennt- aður embættismaður úr mandarína- hirð keisarans frá því fyrir stríð og hafði eitt sinn búið við þau óblíðu örlög að vera forsætisráðherra Bao Dai og neyddur til að framkvæma fyrirmæli franska hernámsstjórans. Eftir hernám Japana varð hann for- ustumaður í hægri armi Kaþólska ílokksins í Vietnam. (Skráð tala ka- þólskra manna kann nú að vera um tvær miljónir; margir þeirra eru einnig taóistar og búddistar. Um tveir þriðju þeirra eru í suðurhlutanum). Ngo Dinh Diem kynni að hafa átt miklu hlutverki að gegna í óháðu konungsríki eins og Japanir gerðu ráð fyrir, en með hinu skjóta valda- afsali Bao Dai í þágu lýðveldis valt Diem út úr stjórnmálum. Þar sem hann hafði áður verið í þjónustuliði Bao Dai gat ekki beðið hans neitt meiriháttar hlutverk í samtökum Viet Minh. Hins vegar var Ngo Dinh Diem svo kænn að hann neitaði frekari samvinnu við hina tapandi Frakka. Það var ekki fyrr en Bao Dai var gerður þjóðarleiðtogi fyrir allt Viet- nam að hann tók aftur þátt í ríkis- stjórn að undirlagi Frakka. Hann var forsætisráðherra stjórnar Bao 329
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.