Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 28
Tímarit Máls og mcnningar Dai þegar Genfarráðstefnan var haldin. Skjólið af vopnahléslínunni um 17. breiddarbaug og traustur stuðningur Dullesar gerðu það að verkum að eftir 1954 varð Diem fljótlega valda- maðurinn en Bao Dai fúllynd topp- fígúra. Diem skipaði um sig hópi af and-kommúnistum, and-sameiningar- mönnum, and-baodaiistum og and- hochiminhistum. Meinið var að fáir þeirra höfðu nokkurn orðstír sem þjóðlegir eða byltingarsinnaðir föð- urlandsvinir. Diem vantreysti and- kommúnistískum þjóðernissinnum og lýðræðissinnum sem tekið höfðu þátt í skæruhernaði gegn Frökkum; kannski hefur hann fundið sig lítil- mótlegan í samanburði við þá. Hann hylltist til að hygla kaþólska minni- hlutanum, og einkanlega kaþólskum mönnum frá norðurhluta landsins. Margir kaþólskir menn höfðu tekið þátt í baráttunni gegn Frökkum, en flestir þó ekki. Þúsundir kaþólskra manna sem óttuðust ofsóknir eða höfðu fengið að kenna á þeim í lýð- veldi kommúnista fluttust suður á bóginn, þegar landshlutarnir höfðu opinber skipti á áhangendum. (í norðurhlutanum búa nú um 16 mil- jónir manna; í suðurhlutanum 14 miljónir). Ur hópi þessara nýju að- komumanna valdi Diem nánustu sam- verkamenn sína, auk ættmenna sinna. í Saigon sjálfri naut hann nokkurs stuðnings fáeinna auðugra Vietnam- manna — sem margir voru fransk- menntaðir — og meðal andkommún- istískra flóttamanna að norðan úr millistétt og yfirstétt. Einnig ber að nefna fjölskyldur landeigenda í suð- urhlutanum sem óttuðust jarðnæðis- stefnu lýðveldisins; úr þeirra hópi komu margir af herforingjum Diems. Bao Dai,sem aldrei var neinn „bar- áttumaður“, missti skjótlega öll völd á ráðuneyti sínu og sjálfskipuðu þingi til Diems og hinnar „þjóðlegu byltingarhreyfingar“ hans. Diem hafnaði öllum tillögum frá Hanoi um að taka upp samgöngur með pósti, símskeytum, járnbrautum og á öðr- um sviðum. Hann neitaði að ræða um allsherjar kosningar. Hann hafnaði Genfarsamningunum — en af þeim var Bao Dai skuldbundinn sem „lög- legur aðili“ og arftaki frönsku stjórn- arinnar. Auk þess var Bao Dai síð- asti afkomandi keisaraættar semforð- um hafði drottnað yfir öllu Vietnam, og hann vildi að landið yrði aftur sameinað, þar sem það væri eina já- kvæða verkið sem hann kynni að stuðla að. Ho Chi Minh (sem af stjórnmálaástæðum skildi tilfinninga- gildi Bao Dai) var reiðubúinn til að veita honum einhverskonar táknræna aðild að kosningunum. Vafalaust hefur Diem viljað bjarga landi sínu af einlægni (alveg eins og Sjang Kæ- sék); til þess þurfti hann vald. I októher 1956 efndi hann til „þjóð- legrar“ atkvæðagreiðslu um aðskiln- 330
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.