Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 34
Tímarit Máls og menningar ig í hverskyns átökum til þess að tryggja fullveldi Vietnams. En at- burðarásin gerði þessa stefnu ófram- kvæmanlega. í Norður-Vietnam er nú að sjálf- sögðu alræði kommúnista. En einnig aðrir flokkar eru aðilar að stjórn- inni og meira kveður að borgaraleg- um og lýðræðislegum áhrifuin og á- hrifum menntamanna en í Kína. Jarðnæði hefur verið skipt, sam- vinnufélög stofnuð og samyrkjubú- skapur hafinn. 1958 hóf þjóðin að framkvæma þriggja ára áætlun sem hafði að markmiði skjóta iðnþróun og nýtízkulegan landbúnað. 1960 hófst fyrsta fimm ára áætlunin. Þar sem aðstæður eru hliðstæðar því sem gerist í Kína — og þannig er oftast háttað — hefur Norður-Vietnam fylgt kínverskum fyrirmyndum. Svip- uð mistök hafa verið gerð og stjórn- in sækir styrk sinn í sömu uppsprettu- lindir. En stefnan er ekki eftiröpun; Ho Chi Minh reynir eins og Mao að aðlaga marxismann raunveruleikan- um í heimalandi sínu. Norður-Vietnam hefur fleygt svo fram á sviði iðnaðar að landið myndi nú megna að iðnvæða suðurhlutann. Þessi iðnvæðing kann senn að láta að sér kveða um gervalla Suðaustur- Asíu. (í undirstöðugreinum er hún komin mun lengra en í Thailandi og Burma). En norðurhlutinn þarf mjög á því að halda að fá hrísgrjón frá suðurhlutanum; áður fyrr fluttu norðanmenn fimmtung eða fjórðung eða meira af matvælum sínum frá Saigon — og greiddu með kolum og öðrum hráefnum sem nægilegt er af fyrir norðan. Jafnt efnahagsleg og stjórnmálaleg framtíð Vietnams er háð því að landið verði sameinað — eins og segja má um hina sundurlim- uðu Kóreu. Sameining myndi einnig styrkja Vietnam mjög sem sjálfstætt ríki og gera því kleift að standa gegn hverskyns ytri ásælni. Af þessum og öðrum enn nærtæk- ari ástæðum gerði Ho Chi Minh sér einlægar vonir um að staðið yrði heiðarlega við Genfarsamningana. Þegar Diem kom í veg fyrir friðsam- lega sameiningu lenti Alþýðulýðveld- ið Vietnam í vanda. Það kærði sig ekki um vopnuð átök sem myndu enn veikja Vietnam, en engin leið var að una því að suðurhlutinn yrði limað- ur frá til frambúðar. Jafnvel eftir að stjórn Diems kom í veg fyrir verzlunarviðskipti lét Norður-Vietnam hjá líða að ýta und- ir leyniheri Viet Minh í suðurhlutan- um. Það voru hryðjuverk Ngo Dinh Cans í sveitaþorpunum sem neyddu Hanoi til að beita sér fyrir aukinni skæruliðabaráttu. Yfir kommúnistum í suðurhlutanum vofði bæði sú hætta að þeir yrðu myrtir einn af öðrum og að baráttan gegn Diem lyti for- ustu þjóðernissinna. í desember 1958, eftir að tuttugu leiðtogar Viet- cong höfðu látið lífið í Phui Loi, ein- 336
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.