Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 42
Tímarit Máls og mcnningar reynslu um verkanir eldinga á sjón- taugar skepnunnar, en þekkti ekkert til áhrifa heilags anda á þau líffæri. Einu sinni laust eldingu niður í hest- hús hjá honum föður mínum í Ein- holti. I öðruin endanum voru tveir hestar, sem báðir lágu steindauðir, þegar að var komið um morguninn, og annar þeirra var hann Gamli- Skjóni, sem á yngri árum sínum var eftirlætisreiðhesturinn hans pahba. I hinum enda hússins voru önnur tvö hross. Þau höfðu einnig fallið lil jarðar eins og Gamli-Skjóni og Páll postuli, en lifðu af eins og hinn síð- arnefndi. Og þau voru steinblind eins og hann. Ég gat bezt um það borið sjálfur, þar sem ég leiddi þau milli vatns og húss næstu daga. En eflir þrjá daga voru þau aftur orðin alsjá- andi, alveg eins og Páll postuli. En þar skildi, að blessuðum hrossunum datt ekki í hug, að þetta væri refsing fyrir drýgðar syndir eða það hafi verið guðleg náðargjöf, þegar þau fengu sjónina aftur, og þess vegna voru þau nákvæmlega sömu skepn- urnar eftir sem áður. Svona gat ég orðið strákslegur gagnvart Páli post- ula, enda fór hann óskaplega í taug- arnar á mér. Frá honum var hún komin friðþægingarkenningin, sem mér fannst siðlausari en nokkur önn- ur trúarkenning, sem ég hef rekizt á í nokkrum trúarbrögðum. Og svo var ég gersneyddur allri pcrsónudýrkun á Jesú. Ég botna eig- inlega ekkert í því, því að vissulega var uppeldi mitt ekki mengað neinni villutrú, og kristnisiðir voru mikils virtir á heimili mínu í uppvextinum, og kirkjulega sinnaður hef ég ávallt verið svona í og með. Líklega hefur mig frá upphafi brostið allan hæfi- leika til persónudýrkunar, og hefur það verið mér mikið guðstillag nú í seinni tíð. Það hvarflaði aldrei að mér, að í biblíufræðum ætti að taka persónu Jesú frá Nazaret eitthvað öðrum tökum en persónur annarra, sem koma þar við sögu. Mér var miklu tamara að kalla hann Jesú frá Nazaret en Jesú Krist, þar sem Krist- ur var viðurnefni, sem hann var sæmdur af trúarlegum ástæðum. 011 mín prestsskaparár og fram á þennan dag kann ég illa við, þegar Jesús er titlaður sem guðs sonur eða frelsari cða endurlausnari, en meistari get ég vel tekið mér í munn um hann, ekki síður en Þórberg eða Jón Vidalín. Astæðan er hreint ekki sú, að ég kunni síður en aðrir að meta mann- dóm Jesú, spáinannlegan kraft og snjöll og djúp spekiyrði. Frá minum bæjardyrum var það móðgun við minningu þessa mikla spámanns, ef maður kinokaði sér við að tala um hann eins og uin aðra menn, með sama orðbragði og aðra, eftir því sem við átti hverju sinni, að ég nú ekki tali um með sama málrómi. En sumum prestum er svo farið, að þeir taka upp vælutón, sem helzt gæfi til 341
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.