Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 44
Tímarit Máls og menningar að þau guðspjöllin, sem elzt eru tal- in, gera alls ekki ráð fyrir öðru en að Jesús hafi verið sonur Jóseps, en allar helgisögurnar um Gabríel, fæð- ingu Jesú og barnæsku síðar til komnar. A möguleika fyrir frjóvgun eggs í móðurlífi án karllegrar íhlut- unar var ekki minnzt með einu orði, enda var afstaða prests sú til máls- ins, að ef hann tæki að gera ráð fyr- ir þeim möguleika, þá hefði hann talið sig skuldbundinn til að taka það gott og gilt, ef stelpa í prestakall- inu æli barn, en neitaði með öllu að hafa komið nálægt karlmanni. Það verður að vera samræmi í hlutunum. Aldrei leitaðist ég við að leiða get- um að því, hve margir hneyksluðust upp fyrir haus og niður í tær, enda kom það ekkert málinu við, því að þetta virtist engin áhrif hafa á sam- búðina við sóknarbörnin. En það var farið að glíma við sannfæringargildi einstakra frásagna guðspjallanna. Ég held ekki, að það hafi fyrst og fremst verið af áhuga fyrir persónu Jesú, heldur miklu fremur spennandi átök við það, hvað lesa mætti út úr þess- um frásögnum, ef þær væru lesnar án allra fyrirfram ákveðinna skoðana um túlkun þeirra. Arangur af þeirri glímu varð fyrst erindi: Hann æsir upp lýðinn. Það erindi flutti ég fyrir troðfullu húsi í Nýja bíói í Reykjavík við ágætar móttökur. Þær móttökur bergmáluðu síðan í Alþýðublaðinu, sem þá var vinstra blað í andlegum og stjórn- málalegum efnum. Foringjar Alþýðu- flokksins, sem þá var vinstri flokkur, héldu mér samsæti sem kærkomnum gesti til höfuðstaðarins, og Haraldur Guðmundsson mælti fyrir minni mínu. Á þeim tímum nutu snjallir fyrirlesarar, sem fluttu fólkinu nýjar skoðanir á lífinu og tilverunni, mik- illar alþýðuhylli. Þessi fyrirlestur var boðaður síðdegis einn sunnudag í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði. Svo kyngdi niður snjó allan laugar- daginn og sunnudagsnóttina og hríð- arveður fram á sunnudag. Engir híl- ar fóru milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar, og umboðsmaður minn í Firðinum, Davíð Kristj ánsson, af- lýsti fyrirlestrinum, þar sem liggja þótti í augum uppi, að fyrirlesarinn kæmist ekki á vettvang. En fyrirlesaranum komu ekki í hug nein forföll, brá undir sig postulafót- unum og áætlaði sér klukkutíma hvíld, áður en hann stigi í ræðustól- inn. Áætlunin stóðst nákvæmlega, og um leið og ég birtist í dyrunum, rauk Davíð í símann og hvarf þaðan varla, fyrr en tími þótti kominn til að leggja af stað til fundarhússins: Séra Gunn- ar er kominn. Viltu hringja í þennan og þennan og svo hinn ? Upp aftur og aftur. Húsið var þéttsetið á tilsett- um tíma, og næstur ræðustólnum sat Ogmundur Sigurðsson, öldurmann- legur og glaður á svip og tók fyrirles- arann elskulegu tali að erindi loknu. 346
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.