Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 50
Tímarit Máls og menningar myrka og skaðvæna fræði, þegar hin skýrari fyrirheitin hafa brugðizt þeim þá mest á reið, og hefðu þó mátt forða sér með mennskum ráðum. Meleyingar: Vér dyljumst að vísu ekki við það, megið þér vel vita, að oss mun verða fullörðugt að berjast hæði við yður og hamingjuna ef hún er oss mótstaðleg. En vér treystum þó á goðin og gæfu vora, að þau renni ekki frá oss, því vér eruin guðhræddir menn, en þér hafið illan málstað. En þótt oss skorti herstyrk við yður, þá munu Spartverjar bæta úr því með liðsinni sínu, því hvorttveggja er að þeir eru frændur vorir, enda væri þeim hneisa að gera oss afturreka. Og því þykjumst vér ekki ófyrirsynju bíða hughraustir þess sem oss kann til að vilja. Aþenumenn: Eigi hyggjum vér að oss muni bresta goðahylli á við yður, enda gerum vér ekkert né áformum sem ríður i bág við guðskilningu manna og óskir um eiginhag. Og raunar ætlum vér að nærri sé um guði og menn og skari hvorugur eldinn frá öðrum, en lúti báðir einu lögmáli og ráði sá hvarvetna sem aflmestur er. En þetta lögmál er eigi sett af oss, né neyttum vér þess fyrstir manna, heldur hefur það gengið í erfðir til vor, og því neyt- um vér þess nú og leifum það síðan niðjum vorum svo að það standi til æfin- legrar tíðar, enda vitum vér fullvel að bæði þér og aðrir færuð eins að ráði yðar ef þér fengjuð sama vald undir hendur. Og kvíðum vér því eigi að oss bili goðin fyrr en yður. En af hinu öfundum vér yður eigi, enda væri það mikið óvit, þó vér köll- um y ður að vísu sæla í einfeldni yðar, ef þér ætlið á Spartverja, að þeir muni fyrirverða sig, komi þeir ekki til liðs við yður. Spartverjar eru raunar oftast nær ráðvandir menn í eigin sökum að þarlendum sið; en af framferði þeirra við aðrar þjóðir fer ýmsum sögum, en þó er þar skemmst af að segja, að vér vitum enga menn í víðri veröld er berlegar kalla það gott sein þeim er geð- fellt og réttlátt það sem þeim er haganlegt. Og mun yður lítt stoða að eiga undir þvilíku hugarfari þá lausn sem þér treystið nú á af vanvizku yðar. Meleyingar: En raunar treystum vér af þeim sökum á liðsinni Spartverja að þeim væri sjálfum haganlegast að fulltingja oss; því vér Meleyingar erum ættaðir úr landi þeirra, og munu þeir seint gera þann óvinafögnuð að þeir bregðist oss og verði svo berir í svikum lijá vinveittum ríkjum á Grikklandi. Aþenumenn: Vitið þér þá ekki að þjóðirnar eiga hagsmuni sína undir ugg- leysi, en réttvísi og göfuglyndi eru jafnan hætturáð, og er Spartverjum ótamt að kosta mikils þar til. Meleyingar: Vér hyggjum að þeir muni heldur leggja sig í hættu fyrir oss en aðra, og telji það óhultara, enda er héðan skammt vestur á Pelopsey ef 352
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.