Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Qupperneq 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Qupperneq 69
Háljmáninn var oft í draumum mínum. Dag einn fór ég með nemendunum út fyrir borg- ina. Klukkan var þegar orðin fjögur síðdegis, þegar við héldum heimleiðis. Við fórum þvergötu til að stytta okkur leið. Ég sá mömmu. Það var í brauð- húð við litla hliðargötu. Fyrir dyrum úti var karfa með hvítmáluðum viðar- kuhbum í laginu eins og mantó.1 Uppvið vegginn sat mamma, réri fram í gráðið og þandi físibelginn. Strax úr fjarlægð kom ég auga á viðar-mantóið og mömmu. Mig langaði til að hlaupa og faðma hana að mér. En ég þorði það ekki, ég óttaðist að þær myndu hlæja að mér. Því nær sem við gengum því neðar seig höfuð mitt. Ég leit til hennar gegnum tárin, hún kom ekki auga á mig. Hópurinn rétt straukst framlijá henni, en hún virtist ekki veita honum athygli, skeytti því einu að þenja físibelginn. Þegar við vorum komin langt framhjá, leit ég við til að sjá hana, hún þandi enn físibelginn. Ég greindi andlitið ekki vel, aðeins sá, að hárið féll í óreiðu um ennið. Ég lagði nafn þvergötunnar á minnið. XVII Eins og lítill ormur nagaði mig að innan, þannig langaði mig til að sjá mömmu. Ég fyndi aldrei ró fyrr en ég sæi hana. Einmitt um þetta leyti kom ný skólastýra að skólanum. Sá gamla, feita sagði mér, að ég yrði að gera mínar áætlanir. Ég fengi mat og húsnæði eins lengi og hún væri hér, en hún gæti ekki ábyrgzt hvað nýja skólastýran gerði. Ég taldi peninga mína, alls tveir dalir og rúm tuttugu sent. Ég gæti lifað á þeim í nokkra daga, en hvert ætti ég að halda? Ég gat ekki dvalizt þarna aðgerðalaus og örvænt, ég varð að taka eitthvað til bragðs. Fyrst kom mér til hugar að fara að finna mömmu. En gæti hún veitt mér viðtöku? Ef hún gæti það ekki hlyti það að kosta rifrildi við brauðbúðarmanninn, og hún hlyti að taka það mjög nærri sér. Ég varð að taka tillit til hennar, hún var móðir mín og samt ekki móðir mín, veggur ofinn úr fátækt skildi okkur að. Ég hugsaði fram og til baka, ég vildi ekki fara. Ég yrði sjálf að axla mínar byrðar. En livernig færi ég að því? Mér fannst veröldin of lítil, hvergi staður fyrir mig og bólið mitt. Ég var verr sett en hundur, hann átti stað að sofa á. Ekki gat ég sofið á götunni. Vissulega var ég mannvera, en mannvera er stundum ekki á við hund. Ef ég þybbaðist við að fara, myndi nýja skólastýran reka mig á dyr. Ég gat ekki beðið eftir að stuggað yrði við mér. Það var vor. Ég sá blómin að vísu breiða úr knöpp- unum, að laufin voru græn, en ég fann engan voryl. Rauð hlóm voru aðeins rauð blóm, græn lauf aðeins græn lauf. Ég sá þessa sundurgerðu liti, en ekk- 1 Kínverskt brauð. 371
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.