Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 71
II álj máninn feimni. Hann bað mig að bera upp erindið og ég kunni ekki við að þegja. Hann brosti þannig, að mér varð rótt í geði. Ég sagði honum erindi mitt við skólastýruna, og hann var mjög innilegur, lofaði að hjálpa mér. Um kvöldið kom hann og færði mér tvo dali, ég vildi ekki taka við þeim, en hann sagði, að þeir væru frá konu föðurbróður sins — skólastýrunni. Hann sagði líka að hún hefði þegar fundið mér íbúð. Ég gæti flutt daginn eftir. Ég var tortrygg- in, en þorði ekki að hafna. Hann hló beint inn að hjarta mér. Mér fannst beinlínis rangt að tortryggja inann, sem var svona hjartahlýr og ástúðlegur. XXI Hlæjandi vör hans var við andlit mitt, ég sá hálfmánann, sem nú hló líka gegnum hár hans. Vorblærinn var áfengur, rak frá skýjaslæðurnar og gaf mánanum og nokkrum vorstjömum rúm. Pílviðargreinarnar á árbakkanum bærðust hljóðlega, og froskarnir kyrjuðu mansöngva sína, ilmur meyrra runna barst fyrir hlýjum blænum. Ég heyrði hrísl vatnsins, flytjandi meyr- uin runnum lífsnæringu, svo þeir gætu vaxið hraðar, litlir sprotar teygðu óð- fluga úr sér í rakri, hlýrri jörðinni. Allir hlutir voru þrungnir vaxtarmegni vorsins, önduðu frá sér höfgum lim. Ég gleymdi sjálfri mér, hafði ekkert sjálf lengur, eins og ég hefði leystst upp í blænum og daufu mánaskininu. Skyndilega dró ský fyrir tunglið, ég kom til sjálfrar mín. Ég hafði misst hálf- mánans, glatað sjálfri mér. Mér var eins farið og mömmu. XXII Ég hafði samvizkubit, ég róaði sjálfa mig. Ég vildi gráta, ég vildi kætast. Ég vissi ekki hvernig ég skyldi hegða mér. Mig langaði að hlaupast á brott, líta hann aldrei augum framar; ég þráði hann, var einmana án hans. Ég var ein í tveimur herbergjum. Hann kom daglega. Var alltaf jafn tiginmannlegur, þýður, blíðlyndur. Hann gaf mér að borða og nokkrar nýjar flíkur. Þegar ég klæddist þessum nýju búningum, sá ég að ég var fögur. En ég hataði þessi klæði, fékk samt ekki af mér að fara úr þeim. Ég þorði ekki að hugsa, nennti því ekki heldur. Ég var rugluð í ríminu, með rauða díla í kinnum. Ég nennti varla að stássklæðast, þó varð ég að gera það, ég gat ekkert annað haft fyrir stafni. Þegar ég var að snurfusa mig dáðist ég að sjálfri mér, þegar ég var uppábúin fékk ég óbeit á sjálfri mér. Tárin komu svo auðveldlega fram í aug- un, þó forðaðist ég að gráta. Augun rök allan daginn, litu svo elskulega út. Stundum kyssti ég hann tryllingslega, hrinti honum síðan frá mér, jafnvel hundskammaði hann. Hann hló ætíð. 373
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.