Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 74
Timarit Máls og mcnningar mig, vildu fá mig til að hlæja, mér var engimi hlátur í liuga. Um kvöldið klukkan 9 var vinnunni lokið, ég var steinuppgefin. Eg kastaði mér í öllum fötum í rúmið mitt og svaf í einum dúr unz birti af degi. Þegar ég vaknaði var ég eilítið léttari í bragði, ég var orðin matvinnungur, ég vann sjálf fyrir matnum ofan í mig. Ég fór mjög snemma til vinnunnar. XXVII „Sú fyrsta“ kom loksins klukkan 9, ég var komin fyrir tveimur tímum. Fyrirlitlega — en þó ekki alltof illgirnislega — áminnti hún mig: „Oþarfi að koma svona snemma. Hver kemur klukkan 8 til að borða? Teygðu ekki svona úr andlitinu á þér, grafarpúki. Það á að vera á þér kvenmannsmynd, ekki jarðarfararsvipur. Enginn gefur þér drykkjupeninga þegar þú hengir svona á þér álkuna. Til hvers varstu að ráða þig hingað? Ekki til að vinna þér inn peninga? Kraginn þinn er of lágur, bara hár kragi getur gengið. Silkiklútur- inn? — þeir vita hvað hann merkir.“ Ég vissi að hún vildi mér vel, vissi að hún missti lika spón úr askinum, ef ég brosti ekki við gestunum, því að öllum drykkjupeningunum var skipt jafnt. Eg leit heldur alls ekki niður á hana, í vissum skilningi var hún verð aðdáunar, hún var hér til að vinna sér inn pen- inga. Kvenfólk vann sér einmitt inn peninga á þennan hátt, hafði um enga aðra leið að velja. En samt vildi ég ekki taka mér hana til fyrirmyndar. Mér var vel Ijóst: Sá tími hlyti að koma, að ég yrði að vera enn falari en hún var, svo ég gæti aflað mér viðurværis. En það vildi ég ekki fyrr en í öll önnur skjól væri fokið. Þetta „síðasta úrræði“ heið alltaf okkar kvenfólksins, ég gat aðeins tafið fyrir um nokkra daga. Ég gnísti tönnum, logaði að innan, en örlög okkar kvenfólksins eru ekki í okkar eigin höndum. Eftir þrjá daga aðvaraði forstöðumaðurinn mig: Hann ætlaði enn að reyna mig í tvo daga, ef ég ætlaði að lialda starfanum, yrði ég að fara að eins og „sú fyrsta“. Ilún sagði við mig að öðrum þræði í háði, að hinum þræðinum ráðleggjandi: „Einhver gestanna var að spyrja eftir þér. IIví ertu svona kindarleg? Enginn veit hver kann að falla í lukkupottinn. Það hafa verið gestastúlkur, sem gift- ust bankastj órum. Þú ert ekki endilega neitt verri en þær. Manni er bezt að vera kaldur, því í andskotanum getum við ekki líka komizt í bíllúr?“ Þelta kveikti í mér, ég spurði hana: „Hvenær hefur þú ekið um í bifreið?“ Hún glennti upp á sér eldrauðar varirnar þar til þær voru komnar að því að rifna í sundur: „Haltu saman þínu kjaftleðri, hvað ertu annars að rifa þig? Fúl- rassa, getur þetta einu sinni ekki.“ Ég hætti, tók launin mín — einn dal og fimm sent, ég fór heim. 376
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.