Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 75
H ál j máninn XXVIII Síðasti skugginn færðist enn nær. Þegar ég vildi forðast hann, gekk ég þess í stað nær honum. Eg sá ekki eftir að hafa misst af starfinu, en ég skelfdist þennan skugga. Ég gæti selt mig einum karlmanni. Upp frá þessu varð mér samband karls og konu vel Ijóst. Kvenmaðurinn gefur bara svoliiið undir fótinn, og karlmaðurinn rennur á lyktina. Hann girnist hold, sleppir lausu villidýrseðlinu. Þú hefur í þig og á um stundarsakir. Seinna kann hann að skamma þig eða draga að sér höndina. Það var þannig, sem kvenfólkið seldi sig, stundum varð það Iíka harla ánægt. Ég hafði líka reynt það. Á stundum ánægjunnar voru töluð himnesk orð, af augnskoti verkjar þig í allan kropp- inn og ert niðurbrotinn. Samt sem áður er hægt að hjala einhver himnesk orð, ef þú selur þig einum, seljir þú þig til almenningsnota geturðu þetta einu sinni ekki. Þetta tvennt er ekki jafn skelfilegt; ég hafði ekki farið að ráðum þeirrar „fyrstu“, þegar öllu var á botninn hvolft var ég ekki eins hrædd við „einn“ karlmann. En mig langaði alls ekki til að selja mig, ég þarfnaðist ekki karlmanns, ég var tæpra tultugu ára. í byrjun hafði ég haldið, að gam- an væri að vera með karlmanni. Hvernig gat ég vitað, að þegar komið var saman krafðist hann þess, sem ég hafði blygðun á? Það var rétt, einu sinni hafði ég gefið mig vorblænum á vald, og látið hann hafa það, sem hann girntist. Eftir á að hyggja, liann hafði notfært sér einfeldni mína, fullnægt sjálfum sér. Fögur orð hans, sæt sem hunang, höfðu vaggað mér inn í draumheim. En þegar ég vaknaði hafði það ekki verið nema draumur, blekk- ing. Ég varð að afla mér brauðs og klæða. Ég vildi ekki aftur gera það á þennan hátt, brauð var raunverulegur hlutur, ég vildi afla þess á raunhæfan hátt. En væru alls engin föng á að afla þess, varð kvenfólkið að viðurkenna að það var kvenfólk, varð að selja holdið. Rúmur mánuður leið, ég fann enga vinnu. XXIX Ég hitti nokkrar skólasystur, sumar voru komnar í miðskóla, aðrar sátu heima. Ég öfundaði þær ekki. Ég fann slrax og ég talaði við þær, að ég var orðin þeim hyggnari. í fyrstunni, meðan ég var í skólanum, var ég þeim sljórri. Nú hafði þetta snúizt við. Þær virtust allar ala með sér dagdrauma. Þær bjuggu sig upp á líkastar stofustássi. Þær störðu rauðum augum eftir ungum karlmönnum, fullar af ástarórum. Ég gat hlegið að þeim. Vissulega, ég hlaut að afsaka þær, þær höfðu að eta. Þegar maður hefur satt hungur 377
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.