Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Qupperneq 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Qupperneq 81
Hálfmáninn sig út úr, skutlaði hún þeim út fyrir, leitaði uppi afvikinn stað og setti þá þar niður, hirti allt af þeim jafnvel skóna. Það undarlega var, að þeir komu aldrei til að jafna reikningana, má vera þeir hafi hvorki vitað í þennan heim né annan, eða þeir hafi veikzt alvarlega. Eða fundizt klígjulegt eftir á og ekki kunnað við að koma að þjarma að okkur. Við óttuðumst ekki að verða okkur til skammar, það voru þeir, sem gerðu það. XXXIX Mamma hafði rétt fyrir sér, við eltumst um tíu ár á hverju ári. Eftir tvö til þrjú ár fann ég á mér breytingu. Húðin varð hrjúf, varirnar stöðugt þurr- ar og brennandi, augun blóðhlaupin. Ég fór mjög seint á fætur, fannst mig skorta þrótt. Ég varð þess vör, og viðskiptavinirnir voru ekki blindir, gamlir viðskiptavinir komu sjaldnar og sjaldnar. Ég sinnti þeim nýju eins og ég hafði þrek til, en ég var örg við þá, stundum gat ég ekki hamið skapið. Ég sleppti fram af mér tauminum, ég ruglaði, ég var ekki söm og áður. Munn- urinn á mér ruglaði stöðugt, eins og af venju. Prúðmennin kærðu sig ekki framar um mig, því að ég hafði glatað hinum laðandi svanahljómi — eins og þeir höfðu að orðtaki. Ég varð að læra að verða eins og uglan. Ég varð að halda mér skelfing mikið til, til að falla þeim í geð. Ég málaði varirnar eldrauðar og kjassaði þá af öllum mætti, þá urðu þeir fyrst ánægðir. Ég gat nærri því séð fyrir mér dauða minn, við hvern dalinn sem mér áskotnaðist færðist ég einu skrefi nær dauðanum. Peningarnir lengja lífið, en mín að- ferð við að afla þeirra hafði þveröfug áhrif. Ég horfði á sjálfa mig deyja, beið eftir að deyja. Þessar hugrenningar bægðu allri annarri hugsun frá. Þurfli heldur ekki að hugsa, aðeins lét einn daginn af öðrum líða framhjá. Mamma var eins og skugginn af mér, ég hlyti að verða svona líka. Selja holdið allt sitt líf, aðeins skilja eftir grátt hár og skorpið, svartleitt skinn. Þannig var lífið. XL Ég neyddi sjálfa mig til að hlæja, til að hegða mér tryllingslega. Kröm mín varð ekki þvegin í burtu með nokkrum tárum. Það var engin eftirsjá í svona lífi, en það var þó líf þegar öllu var á botninn hvolft, ég vildi ekki sleppa þvi. Auk þess var það, sem ég gerði, ekki mín eigin sök. Væri dauðinn óttalegur, var það einvörðungu vegna þess, að lífið var unaðslegt. Ég óttaðist alls ekki kvöl dauðans, kvöl lífs míns hafði þegar yfirstigið kvöl hans. Þó unni ég lífinu, en ég ætti ekki að lifa svona lífi. Ég ímyndaði mér fyrir- 383
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.