Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 97
veginn sjálfur en að vega annan mann. Þannig lýkur sigurför Kjart- ans. Sagan getur þess ekki, að Kjartan hafi fastað þurrt þá lönguföstu, sem þá var nýliðin. En ólíkt væri það skapferli Kjartans að bregða föstu þá fremur en endranær. Ég ætla, að höfundur sögunnar vilji láta menn skilja söguna á þá lund, enda væri ástæðulaust að ætlast til annars. Þá fer að verða skiljanlegt, hvers vegna höfundur leggur svo mikla áherzlu á dagsetninguna. í fyrsta lagi gerir það Kjartan enn viðbúnari dauða sínum, ef hann hefur nýrækt þá kristi- legu skyldu að fasta og minnast svo píningar Krists. í öðru lagi verður bardaginn auðskýrðari, ef gert er ráð fyrir föstu Kjartans. „Var hann lítt sár, en ákaflega vígmóður“. Eftir svo langa föstu var eðlilegt, að þrótt- ur Kjartans hefði linazt nokkuð. Og loks mætti láta sér til hugar koma, að Guðrún hafi eggjað þá bræður sína og Bolla til aðfara við Kjartan svo skömmu eftir páska, af þeirri ástæðu að hún gerði sér grein fyrir minnkuðum þrótti hans eftir föstuna. Nú rifjast upp fyrir henni frægðin, sem Kjartan hlaut af fyrri föstu, en að henni lokinni hafði Kjartan kvænzt Hrefnu; nú skyldi hinn mik- illáti meinlætamaður gjalda föstu sinnar og konu hans fyrirmunað að ganga hlæjandi til sængur um kveld- ið. Um írsk atriði i Laxdæla sögu Á þessa lund þykir mér sennilegt, að höfundur vilji láta oss skiljaþenna þátt Laxdæla sögu, en hins vegar skulum við ekki velta því fyrir okkur, að hve miklu leyti þetta sé runnið frá arfsögnum af Kjartani Olafssyni. Lítum heldur á írska sögu, sem er talin hafa verið skráð um 1200 og er þó af miklu eldra stofni. VI Einhver eftirminnilegasta fornsaga Ira heitir á máli þeirra Caithréim Cellaig, sem lauslega þýtt er „Sigur- för Kjallaks", en ég hef kosið að kalla Kjallaks sögu í samræmi við íslenzka málvenju. Aðalpersóna þess- arar sögu var heilagur Kjallakur, sem var uppi á 6. öld, en faðir hans lézt árið 542 að tali annála. Hér er ekki ástæða til að rekja efni sögunn- ar, heldur einkum þann þáttinn, sem skyldastur er kafla Laxdælu um fall Kjartans Ólafssonar, og verður þó fyrst að minna á aðdraganda. Faðir Kjallaks var konungur yfir Kunnöktum og átti í ófriði við ná- grannahöfðingja. Eitt sinn vinnur hann á þeim sigur, en er þá um leið særður til ólífis. Konungur vill þá ráðstafa ríki sínu, en hann átli tvo syni. Hinn eldri, Kjallakur, er við nám í klaustri með heilögum Kjar- ani, en hinn yngri, Mýrþakur (Muire- dach), var of ungur til að takast rík- isstjórn á hendur. Konungur biður sendimenn fara í klaustrið og beið- 399
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.